Mynd um fatlaða uppistandara 13. nóvember 2008 05:30 Hjólastólasveitin er skipuð Ágústu Skúladóttur, Ásu Hildi Guðjónsdóttur, Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur, Guðríði Ólafsdóttur, Erni Sigurðssyni og Leifi Leifssyni. fréttablaðið/arnþór Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein