Beðið eftir bununni Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. september 2008 00:01 Frammistöðukvíði getur víða komið fram og átt sér margvíslegar birtingarmyndir. Á útlenskunni nefnist þetta „performance anxiety“ og er gjarnan tengt óvissu manna um eigin getu í bólinu. Sömuleiðis getur kvíðinn birst í því að fólk á erfitt með að pissa nema í einrúmi og nefnist þá á útlenskunni „shy bladder syndrome“. Þá er kvíði af þessum toga gjarnan tengdur almennri tilhneigingu til að slá framkvæmdum eða aðgerðum á frest, af óskilgreindum ótta við það sem við tekur. Í byrjun árs gáfu stjórnvöld endurskoðun á stjórn peningamála hér undir fótinn, en af þeim vettvangi hefur lítið heyrst. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í sumar, þá starfandi forsætisráðherra, að ef til vill hefðu verið mistök að ráðast ekki í nauðsynlegar lagabreytingar á vorþinginu. Á Geir Haarde forsætisráðherra hefur hins vegar ekki verið að skilja að mikið knýi á um breytingarnar. Einhver kynni að spyrja hvað hefði breyst. Hins vegar er rétt að gripið hefur verið til ákveðinna ráðstafana í efnahagsmálum, svo sem gjaldeyrisskiptasamningi við norræna seðlabanka sem kynntir voru í vor. Ef gripið er til líkingarinnar hér að ofan má segja sem svo að þá hafi menn stillt sér upp við pissuskálina á almenningsalerninu, en bunan látið á sér standa. Í byrjun þessa mánaðar kom þó smáspræna þegar forsætisráðherra kynnti rúmlega 300 milljóna evra lántöku til styrktar gjaldeyrisvaraforðanum. Til þess að koma forðanum í þá stærð sem kallað hefur verið eftir til að vera fjármálakerfinu nauðsynlegt bakland hefði lántakan líkast til þurft að vera nær milljarði evra. Tilfellið er að kosta þarf gríðarmiklu til ef við ætlum að halda hér sjálfstæðum gjaldmiðli og starfsumhverfi með krónu sem ber alþjóðlega fjármálastarfsemi. Horfast þarf í augu við þessa staðreynd. Ef hins vegar er ekki vilji til þess að leggja í slíkan kostnað þarf að taka stefnuna á upptöku evru og þá um leið að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sú aðgerð ein myndi gjörbreyta hér öllum rekstraraðstæðum og í sjálfu sér auka stöðugleika með breyttum væntingum alþjóðasamfélagsins, jafnvel þótt sjálft ferlið tæki mörg ár. Þangað til línur hafa verið lagðar til lengri tíma og þjóðin gert upp við sig hvort hún vill borga með krónunni eða stíga inn í Evrópusamstarfið þarf að stýra skútunni þannig að áföll verði sem minnst. Núna á fimmtudag er stýrivaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Flestir virðast gera ráð fyrir að bankinn haldi sig við hart aðhald áfram, sem væri í takt við fyrri yfirlýsingar. Skuggabankastjórn Markaðarins, sem fjallað er um í blaði dagsins, bendir hins vegar á líkindi við fyrri niðursveiflur sem siglt hafi verið farsællega í gegnum. Ef litið er til fyrri reynslu ætti nú að vera lag að hefja lækkunarferli stýrivaxta. Að öðrum kosti gæti kæfandi hávaxtastig komið í bakið á Seðlabankanum þegar undan tekur að láta í atvinnulífinu. Gjaldþrot fyrirtækja geta ýtt undir vantraust á krónunni, sem aftur myndi auka verðbólguþrýsting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Frammistöðukvíði getur víða komið fram og átt sér margvíslegar birtingarmyndir. Á útlenskunni nefnist þetta „performance anxiety“ og er gjarnan tengt óvissu manna um eigin getu í bólinu. Sömuleiðis getur kvíðinn birst í því að fólk á erfitt með að pissa nema í einrúmi og nefnist þá á útlenskunni „shy bladder syndrome“. Þá er kvíði af þessum toga gjarnan tengdur almennri tilhneigingu til að slá framkvæmdum eða aðgerðum á frest, af óskilgreindum ótta við það sem við tekur. Í byrjun árs gáfu stjórnvöld endurskoðun á stjórn peningamála hér undir fótinn, en af þeim vettvangi hefur lítið heyrst. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í sumar, þá starfandi forsætisráðherra, að ef til vill hefðu verið mistök að ráðast ekki í nauðsynlegar lagabreytingar á vorþinginu. Á Geir Haarde forsætisráðherra hefur hins vegar ekki verið að skilja að mikið knýi á um breytingarnar. Einhver kynni að spyrja hvað hefði breyst. Hins vegar er rétt að gripið hefur verið til ákveðinna ráðstafana í efnahagsmálum, svo sem gjaldeyrisskiptasamningi við norræna seðlabanka sem kynntir voru í vor. Ef gripið er til líkingarinnar hér að ofan má segja sem svo að þá hafi menn stillt sér upp við pissuskálina á almenningsalerninu, en bunan látið á sér standa. Í byrjun þessa mánaðar kom þó smáspræna þegar forsætisráðherra kynnti rúmlega 300 milljóna evra lántöku til styrktar gjaldeyrisvaraforðanum. Til þess að koma forðanum í þá stærð sem kallað hefur verið eftir til að vera fjármálakerfinu nauðsynlegt bakland hefði lántakan líkast til þurft að vera nær milljarði evra. Tilfellið er að kosta þarf gríðarmiklu til ef við ætlum að halda hér sjálfstæðum gjaldmiðli og starfsumhverfi með krónu sem ber alþjóðlega fjármálastarfsemi. Horfast þarf í augu við þessa staðreynd. Ef hins vegar er ekki vilji til þess að leggja í slíkan kostnað þarf að taka stefnuna á upptöku evru og þá um leið að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sú aðgerð ein myndi gjörbreyta hér öllum rekstraraðstæðum og í sjálfu sér auka stöðugleika með breyttum væntingum alþjóðasamfélagsins, jafnvel þótt sjálft ferlið tæki mörg ár. Þangað til línur hafa verið lagðar til lengri tíma og þjóðin gert upp við sig hvort hún vill borga með krónunni eða stíga inn í Evrópusamstarfið þarf að stýra skútunni þannig að áföll verði sem minnst. Núna á fimmtudag er stýrivaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Flestir virðast gera ráð fyrir að bankinn haldi sig við hart aðhald áfram, sem væri í takt við fyrri yfirlýsingar. Skuggabankastjórn Markaðarins, sem fjallað er um í blaði dagsins, bendir hins vegar á líkindi við fyrri niðursveiflur sem siglt hafi verið farsællega í gegnum. Ef litið er til fyrri reynslu ætti nú að vera lag að hefja lækkunarferli stýrivaxta. Að öðrum kosti gæti kæfandi hávaxtastig komið í bakið á Seðlabankanum þegar undan tekur að láta í atvinnulífinu. Gjaldþrot fyrirtækja geta ýtt undir vantraust á krónunni, sem aftur myndi auka verðbólguþrýsting.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun