Fóður og fjör verður Við Pollinn 6. febrúar 2008 10:18 Við Pollinn mun taka þátt í fóðri og fjöri í febrúar. Veitingastaðurinn Við Pollinn á Ísafirði tekur þátt í hátíðinni „Fóður og fjör“ sem haldin verður víðs vegar um land dagana 21.-24. febrúar. Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið sig saman og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætlar að kynna það sem er að vetrarlagi. Á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú vilja veitingastaðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru á þessum tíma árs. „Hátíðin Fóður og fjör er fyrir heimamenn jafnt sem gesti jafnt Íslendinga sem útlendinga. Hátíðin er fyrir alla þá sem vilja njóta stórkostlegrar íslenskrar náttúru í vetrarham, menningar á hverju svæði fyrir sig auk þess að láta dekra við sig í mat og drykk“, segir í bréfi Áslaugar Alfreðsdóttur fyrir hönd undirbúningshóps verkefnisins til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir að 11 veitingastaðir um allt land muni taka þátt í hátíðinni en hún verður haldin í samstarfi við Flugfélag Íslands og útflutningaráð. Sótt hefur verið um styrki til sjávarútvegs-, landbúnaðar og iðnaðarráðuneytisins auk vaxtarsamninga á viðkomandi svæðum. Undirbúningshópurinn leitaði einnig til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar eftir fjárstuðningi sem nemur 100.000 krónum. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnumálanefndar. thelma@bb.is Food and Fun Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent
Food and Fun Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent