Fóður og fjör á Vesturlandi 14. febrúar 2008 07:33 Hátíðin Fóður og fjör eða Food & Fun verður haldin um allt land helgina 21. til 24. febrúar næstkomandi. Hótel og veitingahús í öllum landsfjórðungum hafa tekið sig saman með þetta skemmtilega verkefni á landsbyggðinni, verða með sérstök tilboð á mat og gistingu og lofa frábærri lífsstílshátíð sem lífga mun upp á skammdegið. Vestlendingar eru engir eftirbátar annarra landshluta í þessu og munu Hótel Hamar og Landnámssetrið í Borgarnesi, ásamt Hótel Glym í Hvalfirði taka þátt. Guðríður Haraldsdóttir verkefnisstjóri segir í samtali við Skessuhorn að gestakokkar og alls kyns gleði yrði á borðstólum þessa daga en þetta er í fyrsta sinn sem þessi hátíð er haldin á landsbyggðinni. „Hótel Hamar býður upp á tónleika með South River Band á fimmtudeginum 21. febrúar ásamt girnilegum þríréttuðum matseðli. Þar verður síðan kaffihlaðborð með hnallþórum á sunnudeginum.“ Guðríður segir jafnframt að Hótel Glymur verði með klausturstemningu föstudagskvöldið 22. febrúar og kalla þau dagskrána „Kuflar og kelirí“. Kokkanemar munu sjá um skemmtilega tapasdiska og trúbadorar skemmta. Á laugardagskvöldinu verður þemað á Glym „Konur og kertaljós“ en þá elda gestakokkar frá Noregi, þær Heidi Rossland Asland og Bryndís Einarsdóttir, Grand Gala matseðil. Eitt og annað verður í boði í tilefni konudagsins daginn eftir. Á Landnámssetrinu verða sérstakir heiðursgestir sunnudagskvöldið 24. febrúar en það eru matgæðingarnir Jóhanna Vígdís Hjaltadóttir og Gísli Einarsson fréttamaður. Þar verða girnilegir réttir á hlaðborði og Jóhanna og Gísli munu ganga á milli gesta og spjalla um mat, lífið og tilveruna. „Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin á landsbyggðinni og ekkert hefur verið til sparað að hún verði sem glæsilegust. Undanfarin ár hefur þessi hátíð eingöngu verið í höfuðborginni en nú er brugðist við þeirri sjálfsögðu kröfu að færa hátíðina einnig út á land til að fleiri landsmenn fái notið hennar. Eins og allir vita er íslensk náttúrufegurð einstök, líka yfir vetrartímann,“ segir Guðríður. „Að ári verða vonandi miklu fleiri staðir á landsbyggðinni með en þetta er tilraunaverkefni. Ég hvet Vestlendinga, sem og aðra landsmenn, til að lýsa upp hversdaginn og drífa sig á Fóður og fjör á landsbyggðinni!“ Food and Fun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Food and Fun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent