Af bláum kjólum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. maí 2008 06:00 Þegar að Bill Clinton, sá ágæti maður, varð uppvís að ástarleikjum við unga konu í fallegum bláum kjól þurfti hann í kjölfarið ekki bara að glíma við reiði eiginkonunnar. Í bandarískum stjórnmálum þótti það eðlileg krafa að þessi persónulegu afglöp hans yrðu rannsökuð af opinberum embættismönnum. Fenginn var sérstakur saksóknari, Kenneth Starr, sem vann að málinu af fullum þunga og lét meðal annars rannsaka bláa kjólinn. Þar fann hann svo ummerki þess að forsetinn var ekki náttúrulaus maður. Og þá varð voðinn vís. Umræða í Evrópu var auðvitað á þá leið að þessi heimskulegu mistök forsetans ættu að hafa áhrif á stöðu hans gagnvart eiginkonunni, en ekki öðrum. Nema kannski í Frakklandi þar sem að kjósendur sýna ástarlífi forsetans svo ofsalegan skilning, að menn gera engar athugasemdir fyrr en hugsanlega þegar að kvennastandið gerir forsetann óvígan í starfi, eins og nú er reyndin. Þar í landi hefur forsetinn jafnan átt eiginkonu, þá opinbera hjákonu, og svo þessa sem allir vita af, en enginn talar um. Nú er merkileg staða aftur komin upp í bandarísku stjórnmálum. Forsetaframbjóðandinn Barack Obama er í vandræðum vegna ummæla um hryðjuverk og ástæður 11. september. Þó hefur hann sjálfur ekki sagt neitt til að unnt sé að draga hollustu hans sjálfs eða ást á fósturjörð í efa. Það hefur hins vegar presturinn hans gert. Í baráttunni milli Hillary og Obama virðist það ekki nóg að frambjóðendur fari um gjörvalla heimsbyggðina, sem heimamenn telja Bandaríkin vera, til að kynna skoðanir sínar. Ætlast er til að frambjóðendurnir svari líka fyrir skoðanir annarra, í þessu tilviki prestsins sem gaf Obama hjónin saman. Dásamleg sem bandarísk stjórnmál eru þá telja margir álitsgjafar nú að ummæli prestsins hafi ekki verið tilviljun, heldur mögulega sett fram til að sverta frambjóðandann eða einmitt til að gefa Obama tækifæri til þess að afneita prestinum opinberlega, og þar má kannski greina biblíulegt stef stjórnmálanna. Atburðarrásin minnir aðeins á Lewinskyhneykslið þar sem að ein samsæriskenningin var sú að unga konan hefði táldregið forsetann til þess að svipta hann pólitísku þreki og frysti bláa kjólinn sem fangaði forsetann með svo eftirminnilegum hætti. Í báðum tilvikum blasir nú samt við að um að ræða mál sem í besta falli eru vandræðaleg en koma starfi forsetans blessunarlega ekki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun
Þegar að Bill Clinton, sá ágæti maður, varð uppvís að ástarleikjum við unga konu í fallegum bláum kjól þurfti hann í kjölfarið ekki bara að glíma við reiði eiginkonunnar. Í bandarískum stjórnmálum þótti það eðlileg krafa að þessi persónulegu afglöp hans yrðu rannsökuð af opinberum embættismönnum. Fenginn var sérstakur saksóknari, Kenneth Starr, sem vann að málinu af fullum þunga og lét meðal annars rannsaka bláa kjólinn. Þar fann hann svo ummerki þess að forsetinn var ekki náttúrulaus maður. Og þá varð voðinn vís. Umræða í Evrópu var auðvitað á þá leið að þessi heimskulegu mistök forsetans ættu að hafa áhrif á stöðu hans gagnvart eiginkonunni, en ekki öðrum. Nema kannski í Frakklandi þar sem að kjósendur sýna ástarlífi forsetans svo ofsalegan skilning, að menn gera engar athugasemdir fyrr en hugsanlega þegar að kvennastandið gerir forsetann óvígan í starfi, eins og nú er reyndin. Þar í landi hefur forsetinn jafnan átt eiginkonu, þá opinbera hjákonu, og svo þessa sem allir vita af, en enginn talar um. Nú er merkileg staða aftur komin upp í bandarísku stjórnmálum. Forsetaframbjóðandinn Barack Obama er í vandræðum vegna ummæla um hryðjuverk og ástæður 11. september. Þó hefur hann sjálfur ekki sagt neitt til að unnt sé að draga hollustu hans sjálfs eða ást á fósturjörð í efa. Það hefur hins vegar presturinn hans gert. Í baráttunni milli Hillary og Obama virðist það ekki nóg að frambjóðendur fari um gjörvalla heimsbyggðina, sem heimamenn telja Bandaríkin vera, til að kynna skoðanir sínar. Ætlast er til að frambjóðendurnir svari líka fyrir skoðanir annarra, í þessu tilviki prestsins sem gaf Obama hjónin saman. Dásamleg sem bandarísk stjórnmál eru þá telja margir álitsgjafar nú að ummæli prestsins hafi ekki verið tilviljun, heldur mögulega sett fram til að sverta frambjóðandann eða einmitt til að gefa Obama tækifæri til þess að afneita prestinum opinberlega, og þar má kannski greina biblíulegt stef stjórnmálanna. Atburðarrásin minnir aðeins á Lewinskyhneykslið þar sem að ein samsæriskenningin var sú að unga konan hefði táldregið forsetann til þess að svipta hann pólitísku þreki og frysti bláa kjólinn sem fangaði forsetann með svo eftirminnilegum hætti. Í báðum tilvikum blasir nú samt við að um að ræða mál sem í besta falli eru vandræðaleg en koma starfi forsetans blessunarlega ekki við.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun