Óvæntar vinsældir Twilight 4. desember 2008 06:00 Ástar- og ævintýramyndin Twilight fjallar um óvenjulegt ástarsamband unglingsstúlku og vampíru. Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. Bella Swan hefur alltaf verið dálítið öðruvísi en aðrir og hefur aldrei haft áhuga á að passa inn í stúlknahópinn í menntaskólanum sínum. Þegar móðir hennar giftist í annað sinn og sendir hana í vist til föður síns í smábænum Forks í Washington býst hún ekki við því að margt muni breytast í sínu lífi. Þá hittir hún hinn dularfulla Edward Cullen sem er ólíkur öllum öðrum strákum sem hún hefur hitt. Hann er vampíra en fjölskylda hans er óvenjuleg á þann hátt að hún kýs að drekka ekki mannablóð.Enginn vildi TwilightTwilight, eða Ljósaskipti, kom mjög á óvart þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún kostaði aðeins 37 milljónir dollara en þénaði strax á frumsýningarhelgi sinni rúmar 70 milljónir. Hið merkilega er að ekkert af stóru kvikmyndaverunum framleiddi myndina heldur var það hið smáa Summit Entertainment, en aðeins rúmt ár er síðan það hóf sjálft að dreifa myndum í Bandaríkjunum. Fjórar metsölubækurÞegar hefur verið ákveðið að kvikmynda framhald Twilight og stefnir því allt í að nýr framhaldsmyndabálkur sé að verða að veruleika, enda eru bækur Stephanie Meyer þegar orðnar fjórar talsins. Hafa þær allar selst gríðarlega vel í Bandaríkjunum og víðar um heiminn, eða í 25 milljónum eintaka. Jafnframt hafa þær verið þýddar yfir á 37 tungumál, þar á meðal á íslensku undir nafninu Ljósaskipti.Margir vilja meina að Twilight-bækurnar séu að vissu leyti arftaki Harrys Potter-bókanna því enginn af stóru bókaútgefendunum tók Harry Potter upp á sína arma og það sama virðist hafa gerst með Twilight, ekkert af stóru kvikmyndaverunum áttaði sig á möguleikum Twilight. Naga þau sig eflaust í handarbökin þessa dagana. freyr@frettabladid.is Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. Bella Swan hefur alltaf verið dálítið öðruvísi en aðrir og hefur aldrei haft áhuga á að passa inn í stúlknahópinn í menntaskólanum sínum. Þegar móðir hennar giftist í annað sinn og sendir hana í vist til föður síns í smábænum Forks í Washington býst hún ekki við því að margt muni breytast í sínu lífi. Þá hittir hún hinn dularfulla Edward Cullen sem er ólíkur öllum öðrum strákum sem hún hefur hitt. Hann er vampíra en fjölskylda hans er óvenjuleg á þann hátt að hún kýs að drekka ekki mannablóð.Enginn vildi TwilightTwilight, eða Ljósaskipti, kom mjög á óvart þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún kostaði aðeins 37 milljónir dollara en þénaði strax á frumsýningarhelgi sinni rúmar 70 milljónir. Hið merkilega er að ekkert af stóru kvikmyndaverunum framleiddi myndina heldur var það hið smáa Summit Entertainment, en aðeins rúmt ár er síðan það hóf sjálft að dreifa myndum í Bandaríkjunum. Fjórar metsölubækurÞegar hefur verið ákveðið að kvikmynda framhald Twilight og stefnir því allt í að nýr framhaldsmyndabálkur sé að verða að veruleika, enda eru bækur Stephanie Meyer þegar orðnar fjórar talsins. Hafa þær allar selst gríðarlega vel í Bandaríkjunum og víðar um heiminn, eða í 25 milljónum eintaka. Jafnframt hafa þær verið þýddar yfir á 37 tungumál, þar á meðal á íslensku undir nafninu Ljósaskipti.Margir vilja meina að Twilight-bækurnar séu að vissu leyti arftaki Harrys Potter-bókanna því enginn af stóru bókaútgefendunum tók Harry Potter upp á sína arma og það sama virðist hafa gerst með Twilight, ekkert af stóru kvikmyndaverunum áttaði sig á möguleikum Twilight. Naga þau sig eflaust í handarbökin þessa dagana. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira