Sjálfsagður hlutur Jónína Michaelsdóttir skrifar 27. maí 2008 06:00 Sá tími er liðinn að fólk ráði sig hjá traustu fyrirtæki, vinni sig upp og starfi þar í áratugi, jafnvel þar til það fer á eftirlaun. Fólk vill gjarnan tilbreytingu, gerir kröfu um að vera ánægt í vinnunni og vill kannski mennta sig meira á miðjum aldri eða víkka sjóndeildarhringinn með því að vinna erlendis um tíma. Aðrir vilja fyrst og fremst stöðugleika, kjósa að vera hjá sama fyrirtæki sem lengst og leggja mikið upp úr trausti og trúnaði við það. Hins vegar er ekki á vísan að róa með traust fyrirtæki lengur. Þau geta fyrr en varir verið komin í eigu nýrra aðila sem gefa lítið fyrir starfsreynslu og trúnað við vinnustaðinn. Vilja ný andlit og kalla það frískara yfirbragð. Einnig er nokkuð um að samruni fyrirtækja kalli á breytta þjónustu og nýja þekkingu. Ef marka má aðferðir við uppsagnir víðast hvar, er ljóst að gengisfall hefur orðið á því að vera traustur og góður vinnukraftur. Starfsmaður er nú gjarnan kallaður inn á skrifstofu einhvers deildarstjóra, umbúðalaust sagt upp störfum og tilkynnt að hann verði að yfirgefa vinnustaðinn strax. Síðan er staðið yfir honum meðan hann tekur saman persónulegar eigur og honum fylgt út á hlað. Punktur. Jafnvel eftir þrjátíu ára starf. Sé um um hópuppsagnir að ræða er mönnum kannski boðið að setjast niður saman, síðan birtist forstjórinn á skjá eða tjaldi, segir þeim tíðindin og þakkar fyrir góð störf. Ekki einu sinni handtak. Það segir sig sjálft að það er hart fyrir hvern sem er að vera sviptur sjálfsvirðingunni um leið og afkomunni, ekki síst vegna þess að það er algjör óþarfi. Eina sem stjórnandinn þarf að gera er að koma fram við starfsmann á þessum tímamótum eins og hann væri frændi hans eða skólabróðir, en ekki númer á launaskránni.Ég er farinnReyndar er rétt að gangast við því að það er barnaskapur að vísa til vensla eða vinatengsla í samhengi við uppsagnir á vinnustað þegar litið er til þess hvernig margir kjósa að slíta hjónabandi sínu. Stundum er aðdragandi að hjónaskilnuðum og báðir aðilar gera sér grein fyrir hvert stefnir. Hitt er býsna algengt að annar aðilinn telji sig vera í traustu og jafnvel hamingjuríku sambandi þegar höggið kemur.Karlmaður á miðjum aldri kom ekki heim til sín eina nóttina og var kona hans að vonum áhyggjufull. Undir morgun mætti hann og sagðist vera fluttur. Vera búinn að finna aðra konu, rétt eins og hann hefði fengið sér nýjan bíl.Rúmlega þrítugur maður, faðir tveggja barna kom fram einn morguninn með ferðatösku í hendi þegar börnin hans sátu og snæddu morgunverð og móðir þeirra var að útbúa nesti fyrir þau. - Ertu að fara í ferðalag? spurði konan forviða. „Nei ég er að flytja héðan. Ég vil fá skilnað," sagði hann, tók upp töskuna, gekk út og lokaði á eftir sér.Kona sem verið hafði í hjónabandi á þriðja áratug og rak heimili sem var rómað fyrir samheldni og glaðværð, sá einn daginn að umslagi hafði verið tyllt undir eitt hornið á stóru málverki í stofunni, þannig að ekki var hægt annað en taka eftir því. Í umslaginu reyndist vera bréf frá manninum hennar sem sagðist vera orðinn ástfanginn af annarri konu, og vildi skilja. Öll þessi dæmi vitna um tilfinningalegan vanmátt. Menn treysta sér ekki til að setjast niður og ræða málið við fólkið sem það hefur deilt lífi sínu með. Finna ekki flöt á því og flýja því ábyrgðina á þessari ákvörðun. Það er auðvitað bara mannlegt, en breytir ekki því að áfall maka og barna verður margfalt þyngra og sárara fyrir vikið. Ung kona sem ég þekki segir skilnað foreldra sinna ekki hafa verið erfiðan fyrir sig, en hún kæmist enn í uppnám þegar hún rifjaði upp hvernig faðir hennar gekk fyrirvaralaust út af heimilinu eins og ekkert væri sjálfsagðara, af því hann taldi sig hafa fundið heitara rúm í öðru húsi.Aðeins 40 prósent!Umrót á vinnustöðum og heimilum eru ekki sér íslenskt fyrirbæri og þróunin getur orðið á hvaða veg sem er. Í nýlegri grein kemur fram að 55% hjónabanda í Svíþjóð endi með skilnaði en aðeins 40% á Íslandi. Einhvern tíma hefði orðið "aðeins" ekki staðið framan við þá skilnaðartíðni.Hreyfing á vinnuafli og skilnaðartíðnin eru hluti af stærra samhengi og sá veruleiki sem við búum við. En þegar fólk stendur fyrirvaralaust frammi fyrir hjónaskilnaði og atvinnumissi er virðing fyrir tilfinningum þess hvorki gamaldags né framúrstefnuleg, heldur sjálfsagður hlutur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sá tími er liðinn að fólk ráði sig hjá traustu fyrirtæki, vinni sig upp og starfi þar í áratugi, jafnvel þar til það fer á eftirlaun. Fólk vill gjarnan tilbreytingu, gerir kröfu um að vera ánægt í vinnunni og vill kannski mennta sig meira á miðjum aldri eða víkka sjóndeildarhringinn með því að vinna erlendis um tíma. Aðrir vilja fyrst og fremst stöðugleika, kjósa að vera hjá sama fyrirtæki sem lengst og leggja mikið upp úr trausti og trúnaði við það. Hins vegar er ekki á vísan að róa með traust fyrirtæki lengur. Þau geta fyrr en varir verið komin í eigu nýrra aðila sem gefa lítið fyrir starfsreynslu og trúnað við vinnustaðinn. Vilja ný andlit og kalla það frískara yfirbragð. Einnig er nokkuð um að samruni fyrirtækja kalli á breytta þjónustu og nýja þekkingu. Ef marka má aðferðir við uppsagnir víðast hvar, er ljóst að gengisfall hefur orðið á því að vera traustur og góður vinnukraftur. Starfsmaður er nú gjarnan kallaður inn á skrifstofu einhvers deildarstjóra, umbúðalaust sagt upp störfum og tilkynnt að hann verði að yfirgefa vinnustaðinn strax. Síðan er staðið yfir honum meðan hann tekur saman persónulegar eigur og honum fylgt út á hlað. Punktur. Jafnvel eftir þrjátíu ára starf. Sé um um hópuppsagnir að ræða er mönnum kannski boðið að setjast niður saman, síðan birtist forstjórinn á skjá eða tjaldi, segir þeim tíðindin og þakkar fyrir góð störf. Ekki einu sinni handtak. Það segir sig sjálft að það er hart fyrir hvern sem er að vera sviptur sjálfsvirðingunni um leið og afkomunni, ekki síst vegna þess að það er algjör óþarfi. Eina sem stjórnandinn þarf að gera er að koma fram við starfsmann á þessum tímamótum eins og hann væri frændi hans eða skólabróðir, en ekki númer á launaskránni.Ég er farinnReyndar er rétt að gangast við því að það er barnaskapur að vísa til vensla eða vinatengsla í samhengi við uppsagnir á vinnustað þegar litið er til þess hvernig margir kjósa að slíta hjónabandi sínu. Stundum er aðdragandi að hjónaskilnuðum og báðir aðilar gera sér grein fyrir hvert stefnir. Hitt er býsna algengt að annar aðilinn telji sig vera í traustu og jafnvel hamingjuríku sambandi þegar höggið kemur.Karlmaður á miðjum aldri kom ekki heim til sín eina nóttina og var kona hans að vonum áhyggjufull. Undir morgun mætti hann og sagðist vera fluttur. Vera búinn að finna aðra konu, rétt eins og hann hefði fengið sér nýjan bíl.Rúmlega þrítugur maður, faðir tveggja barna kom fram einn morguninn með ferðatösku í hendi þegar börnin hans sátu og snæddu morgunverð og móðir þeirra var að útbúa nesti fyrir þau. - Ertu að fara í ferðalag? spurði konan forviða. „Nei ég er að flytja héðan. Ég vil fá skilnað," sagði hann, tók upp töskuna, gekk út og lokaði á eftir sér.Kona sem verið hafði í hjónabandi á þriðja áratug og rak heimili sem var rómað fyrir samheldni og glaðværð, sá einn daginn að umslagi hafði verið tyllt undir eitt hornið á stóru málverki í stofunni, þannig að ekki var hægt annað en taka eftir því. Í umslaginu reyndist vera bréf frá manninum hennar sem sagðist vera orðinn ástfanginn af annarri konu, og vildi skilja. Öll þessi dæmi vitna um tilfinningalegan vanmátt. Menn treysta sér ekki til að setjast niður og ræða málið við fólkið sem það hefur deilt lífi sínu með. Finna ekki flöt á því og flýja því ábyrgðina á þessari ákvörðun. Það er auðvitað bara mannlegt, en breytir ekki því að áfall maka og barna verður margfalt þyngra og sárara fyrir vikið. Ung kona sem ég þekki segir skilnað foreldra sinna ekki hafa verið erfiðan fyrir sig, en hún kæmist enn í uppnám þegar hún rifjaði upp hvernig faðir hennar gekk fyrirvaralaust út af heimilinu eins og ekkert væri sjálfsagðara, af því hann taldi sig hafa fundið heitara rúm í öðru húsi.Aðeins 40 prósent!Umrót á vinnustöðum og heimilum eru ekki sér íslenskt fyrirbæri og þróunin getur orðið á hvaða veg sem er. Í nýlegri grein kemur fram að 55% hjónabanda í Svíþjóð endi með skilnaði en aðeins 40% á Íslandi. Einhvern tíma hefði orðið "aðeins" ekki staðið framan við þá skilnaðartíðni.Hreyfing á vinnuafli og skilnaðartíðnin eru hluti af stærra samhengi og sá veruleiki sem við búum við. En þegar fólk stendur fyrirvaralaust frammi fyrir hjónaskilnaði og atvinnumissi er virðing fyrir tilfinningum þess hvorki gamaldags né framúrstefnuleg, heldur sjálfsagður hlutur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun