Íslenskt, já takk! Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 24. október 2008 08:00 Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku. Það er hálfgerð synd að núna, þegar fjármálaheimurinn er hruninn og atvinnuöryggi þjóðarinnar virðist felast í framleiðslustörfum á borð við sjávarútveg og landbúnað, skuli nýbúið að valta yfir öll verksmiðjuhúsin á Gleráreyrunum til að byggja þar kuldalega verslunarmiðstöð. Nú væri lag að upphefja íslenskan iðnað á ný enda verða þjóðir að vera sjálfbærar í framleiðslu sinni þegar gjaldeyrishöft vofa yfir og erlendar þjóðir vilja ekki leika við okkur lengur. Miðað við svartsýnisrausið er aðeins tímaspursmál hvenær innflutningi á erlendum merkjafatnaði og heimilistækjum verður beinlínis hætt og hvað ætlum við þá að gera? Best væri að koma Sambandsverksmiðjunum í gang hið snarasta og auðvitað þarf Rafha að hefja framleiðslu á hafnfirskum eldavélum og bökunarofnum á ný. Þegar við erum fær um að sjá okkur fyrir mat, græjum og fatnaði getum við síðan farið í almennilega fýlu við stjórþjóðirnar sem voru svo vondar við okkur. Þær geta bara átt sig! Við þurfum ekkert á þeim að halda svo lengi sem við höfum Álafossúlpur, slátur og Freyju rís. Nú verður gaman að lifa. Innlend dagskrárgerð mun blómstra og þættir á borð við Innlit-útlit fá algjörlega nýjan tilgang. Í stað þess að sýna okkur stílhrein heimili ríka (eða skuldsetta) fólksins, sem fór og keypti allt í einni ferð í fínustu húsgagnaverslun bæjarins, verður boðið upp á fræðandi efni um það hvernig búa megi til borðstofuborð úr áburðarbrettum og hvernig plássið nýtist best þegar fimm þurfa að deila herbergi. Ef við erum heppin má horfa á þessa dásemd með Lindubuff í annarri og ískalt Valash í hinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun
Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku. Það er hálfgerð synd að núna, þegar fjármálaheimurinn er hruninn og atvinnuöryggi þjóðarinnar virðist felast í framleiðslustörfum á borð við sjávarútveg og landbúnað, skuli nýbúið að valta yfir öll verksmiðjuhúsin á Gleráreyrunum til að byggja þar kuldalega verslunarmiðstöð. Nú væri lag að upphefja íslenskan iðnað á ný enda verða þjóðir að vera sjálfbærar í framleiðslu sinni þegar gjaldeyrishöft vofa yfir og erlendar þjóðir vilja ekki leika við okkur lengur. Miðað við svartsýnisrausið er aðeins tímaspursmál hvenær innflutningi á erlendum merkjafatnaði og heimilistækjum verður beinlínis hætt og hvað ætlum við þá að gera? Best væri að koma Sambandsverksmiðjunum í gang hið snarasta og auðvitað þarf Rafha að hefja framleiðslu á hafnfirskum eldavélum og bökunarofnum á ný. Þegar við erum fær um að sjá okkur fyrir mat, græjum og fatnaði getum við síðan farið í almennilega fýlu við stjórþjóðirnar sem voru svo vondar við okkur. Þær geta bara átt sig! Við þurfum ekkert á þeim að halda svo lengi sem við höfum Álafossúlpur, slátur og Freyju rís. Nú verður gaman að lifa. Innlend dagskrárgerð mun blómstra og þættir á borð við Innlit-útlit fá algjörlega nýjan tilgang. Í stað þess að sýna okkur stílhrein heimili ríka (eða skuldsetta) fólksins, sem fór og keypti allt í einni ferð í fínustu húsgagnaverslun bæjarins, verður boðið upp á fræðandi efni um það hvernig búa megi til borðstofuborð úr áburðarbrettum og hvernig plássið nýtist best þegar fimm þurfa að deila herbergi. Ef við erum heppin má horfa á þessa dásemd með Lindubuff í annarri og ískalt Valash í hinni.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun