Gleði og gjafir Jónína Michaelsdóttir skrifar 23. desember 2008 06:00 Frelsi og fögnuður eru orðin sem hljóma í kirkjum landsins á næstu dögum í tali og tónum þegar haldið er upp á fæðingu höfundar fagnaðarerindisins. Orð sem við þyljum eða syngjum árum saman, fallega texta sem minna okkur á jól bernskunnar. En hvert er erindi fagnaðarerindisins? Frá hverju erum við frelsuð? Þegar kerfinu sem við höfum komið okkur upp í kringum þessa kenningu sleppir, hvert er þá erindið? Erum við frjáls af okkur sjálfum? Frjáls af áliti annarra, öfund, heift, tilætlunarsemi og vanþakklæti? Varla. En jólin minna okkur engu að síður á að þetta tilboð stendur enn. Þó að umbúðir kringum jólin séu fyrirferðarmiklar á Vesturlöndum vekur þessi tími okkur yfirleitt til vitundar um kjarnann í tilverunni; gjöfult fjölskyldulíf, góða vini og frið í sál og sinni. Frí mínúturVið Íslendingar erum sem stendur í erfiðu námi. Námsefnið er þolinmæði, þrautseigja og útsjónarsemi. Helgidagarnir framundan eru frímínútur. Þessar mínútur eiga að vera frí frá kvíða, reiði og vonleysi. Við eigum að drekka í okkur gleðina yfir öllu sem við eigum og gleyma því sem okkur vantar. Umræður í jólaboðum eiga ekki að snúast um fjármálakreppu, atvinnuleysi eða svik og pretti, heldur hvað það er gaman að vera saman og eiga hvert annað.Val á jólagjöfum í ár er gleðilegur vitnisburður um að kompásinn hjá þjóðinni er í góðu lagi. Bókaþjóðin stendur undir nafni og í harðærinu velja fleiri en nokkru sinni fyrr að gefa bækur í jólagjöf. Vinkona mín sem starfar hjá fyrirtæki sem selur vandaðan rúmfatnað á góðu verði segir söluna á sængurverasettum til jólagjafa fara fram úr öllu sem þær hafi áður kynnst. Maður heyrir úr öllum áttum frá fyrirtækjum og einstaklingum sem gefa rausnarlegar matargjafir í jólagjöf, og kona sem ég þekki tilkynnti fjölskyldu og vinum að hún vildi aðeins fá gjafir sem kostuðu innan við eitt þúsund krónur. Sjálf myndi hún ekki gefa dýrari gjafir. Og svo er það fjölskyldan sem skilur allt stress eftir í bænum og fer í friðinn og kyrrðina í þorpi á landsbyggðinni.Þó að hefðir séu dýrmætar geta þær líka orðið að fjötrum ef maður er ekki í rónni nema allt sé eins og á síðustu jólum og jólunum þar á undan. Þegar aðstæður breytast og kalla á minni viðhöfn og öðruvísi jólahald, er ekki ólíklegt að kvíðinn snúist upp í létti og undrun yfir hvað hægt er að skapa góða hátíðarstemningu ef ekki er horft til baka. Það er frelsi að geta skipt um skoðun og hefðir, en við áttum okkur ekki á því fyrr en við reynum það.Gjafir eru gjarnan í aðalhlutverki á bernsku- og æskuárum. Þegar fólk fullorðnast færist áherslan yfir á borðhaldið og félagsskapinn. Það nýtur þess að klæða sig upp á, snæða saman góðan mat, sitja lengi yfir borðum og spjalla. Kannski væri ráð að reyna að koma fjölskyldu - og samverugleðinni fyrr inn hjá börnum og unglingum. Heims um bólAlþjóðleg samvinna er víðtæk á okkar tímum og afar mikilvæg. Samskipti milli ólíkra þjóða getur verið góð þó að menning þeirra og gildismat sé gjörólíkt. Flestir upplifa þó og njóta tónlistar eins hvar sem er í heiminum. Sálmurinn Heims um ból er þannig eins og fugl sem flýgur frjáls um heiminn. Er velkominn í öllum löndum, enginn veltir fyrir sér hvaðan hann er upprunninn. Allir gera hann að sínum. Halda laginu en snúa textanum yfir á mál sem þeir skilja. Hann er eins og friðardúfa, alls staðar velkominn og vekur gleði hvar sem hann er sunginn.Lag sem var samið fyrir tæplega tvöhundruð árum af manni í smábæ í Austurríki. Texti af presti staðarins, sem var fenginn til að fara á jólum upp í fjöllin til að blessa nýfætt barn. Var frá Vín og því fjarri sínum heimahögum. Saknaði jólanna þar, en þegar hann kom í þetta hús og blessaði barnið fékk hann hugljómun. Er hann gekk heim á leið inn í þorpið, komu orðin í sálminum til hans, einlæg, sönn og sígild. Fara aldrei úr tísku. Maður getur séð fyrir sér í huganum hvernig þessi sálmur tengir heimsbyggðina saman um jólin eins og ósýnilegur friðarvefur.Gaman væri ef við Íslendingar gætum ofið okkar eigin sameiginlega friðarvef yfir hátíðarnar.Svo kemur nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Frelsi og fögnuður eru orðin sem hljóma í kirkjum landsins á næstu dögum í tali og tónum þegar haldið er upp á fæðingu höfundar fagnaðarerindisins. Orð sem við þyljum eða syngjum árum saman, fallega texta sem minna okkur á jól bernskunnar. En hvert er erindi fagnaðarerindisins? Frá hverju erum við frelsuð? Þegar kerfinu sem við höfum komið okkur upp í kringum þessa kenningu sleppir, hvert er þá erindið? Erum við frjáls af okkur sjálfum? Frjáls af áliti annarra, öfund, heift, tilætlunarsemi og vanþakklæti? Varla. En jólin minna okkur engu að síður á að þetta tilboð stendur enn. Þó að umbúðir kringum jólin séu fyrirferðarmiklar á Vesturlöndum vekur þessi tími okkur yfirleitt til vitundar um kjarnann í tilverunni; gjöfult fjölskyldulíf, góða vini og frið í sál og sinni. Frí mínúturVið Íslendingar erum sem stendur í erfiðu námi. Námsefnið er þolinmæði, þrautseigja og útsjónarsemi. Helgidagarnir framundan eru frímínútur. Þessar mínútur eiga að vera frí frá kvíða, reiði og vonleysi. Við eigum að drekka í okkur gleðina yfir öllu sem við eigum og gleyma því sem okkur vantar. Umræður í jólaboðum eiga ekki að snúast um fjármálakreppu, atvinnuleysi eða svik og pretti, heldur hvað það er gaman að vera saman og eiga hvert annað.Val á jólagjöfum í ár er gleðilegur vitnisburður um að kompásinn hjá þjóðinni er í góðu lagi. Bókaþjóðin stendur undir nafni og í harðærinu velja fleiri en nokkru sinni fyrr að gefa bækur í jólagjöf. Vinkona mín sem starfar hjá fyrirtæki sem selur vandaðan rúmfatnað á góðu verði segir söluna á sængurverasettum til jólagjafa fara fram úr öllu sem þær hafi áður kynnst. Maður heyrir úr öllum áttum frá fyrirtækjum og einstaklingum sem gefa rausnarlegar matargjafir í jólagjöf, og kona sem ég þekki tilkynnti fjölskyldu og vinum að hún vildi aðeins fá gjafir sem kostuðu innan við eitt þúsund krónur. Sjálf myndi hún ekki gefa dýrari gjafir. Og svo er það fjölskyldan sem skilur allt stress eftir í bænum og fer í friðinn og kyrrðina í þorpi á landsbyggðinni.Þó að hefðir séu dýrmætar geta þær líka orðið að fjötrum ef maður er ekki í rónni nema allt sé eins og á síðustu jólum og jólunum þar á undan. Þegar aðstæður breytast og kalla á minni viðhöfn og öðruvísi jólahald, er ekki ólíklegt að kvíðinn snúist upp í létti og undrun yfir hvað hægt er að skapa góða hátíðarstemningu ef ekki er horft til baka. Það er frelsi að geta skipt um skoðun og hefðir, en við áttum okkur ekki á því fyrr en við reynum það.Gjafir eru gjarnan í aðalhlutverki á bernsku- og æskuárum. Þegar fólk fullorðnast færist áherslan yfir á borðhaldið og félagsskapinn. Það nýtur þess að klæða sig upp á, snæða saman góðan mat, sitja lengi yfir borðum og spjalla. Kannski væri ráð að reyna að koma fjölskyldu - og samverugleðinni fyrr inn hjá börnum og unglingum. Heims um bólAlþjóðleg samvinna er víðtæk á okkar tímum og afar mikilvæg. Samskipti milli ólíkra þjóða getur verið góð þó að menning þeirra og gildismat sé gjörólíkt. Flestir upplifa þó og njóta tónlistar eins hvar sem er í heiminum. Sálmurinn Heims um ból er þannig eins og fugl sem flýgur frjáls um heiminn. Er velkominn í öllum löndum, enginn veltir fyrir sér hvaðan hann er upprunninn. Allir gera hann að sínum. Halda laginu en snúa textanum yfir á mál sem þeir skilja. Hann er eins og friðardúfa, alls staðar velkominn og vekur gleði hvar sem hann er sunginn.Lag sem var samið fyrir tæplega tvöhundruð árum af manni í smábæ í Austurríki. Texti af presti staðarins, sem var fenginn til að fara á jólum upp í fjöllin til að blessa nýfætt barn. Var frá Vín og því fjarri sínum heimahögum. Saknaði jólanna þar, en þegar hann kom í þetta hús og blessaði barnið fékk hann hugljómun. Er hann gekk heim á leið inn í þorpið, komu orðin í sálminum til hans, einlæg, sönn og sígild. Fara aldrei úr tísku. Maður getur séð fyrir sér í huganum hvernig þessi sálmur tengir heimsbyggðina saman um jólin eins og ósýnilegur friðarvefur.Gaman væri ef við Íslendingar gætum ofið okkar eigin sameiginlega friðarvef yfir hátíðarnar.Svo kemur nýtt ár.