Íslenskur kokkur á heimsmælikvarða 8. júlí 2008 14:55 Ragnar að störfum í keppninni. Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið. Food and Fun Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið
Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið.
Food and Fun Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið