Pétur Ben með lag í erlendri kvikmynd 2. október 2008 05:15 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration eftir leikstjórann Atom Egoyran. Myndin verður sýnd í Regnboganum á föstudagskvöld.fréttablaðið/stefán Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb
Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein