100 myndir frá 27 löndum 24. september 2008 07:00 Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, ásamt fjölmiðlafulltrúanum Ásgeiri H. Ingólfssyni í upplýsingamiðstöðinni í Iðu. MYND/ANTON Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Hátíðin fer fram í Regnboganum, Iðnó og Norræna húsinu. Myndunum er skipt niður í átta flokka, þar á meðal Vitranir þar sem fjórtán ungir og efnilegir leikstjórar keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Hátt í þrjú hundruð manns koma hingað til lands í tengslum við hátíðina, þar af fagfólk úr kvikmyndabransanum og blaðamenn frá tímaritunum Variety, Hollywood Reporter og Screen. Tveir nýir flokkarTveir nýir flokkar verða á hátíðinni, Nýr heimur og Hljóð í mynd. Í þeim fyrrnefnda verða sýndar sjö myndir þar sem lögð er áhersla á umhverfismál af ýmsu tagi. „Við reynum að fjalla um það sem máli skiptir í samfélaginu og með þessum flokki viljum við koma upplýsingum á framfæri til fólks," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar. Í tengslum við flokkinn verður haldið málþing um veggjakrot þar sem Jakob Frímann Magnússon heldur erindi. Í flokknum Hljóð í mynd verður samspili kvikmynda og tónlistar gerð sérstök skil. „Ísland er þekkt sem tónlistarland og það hefur verið mikil gerjun í heimildarmyndagerð um tónlist þannig að við ákváðum að bæta þessum flokki við," segir Hrönn. Haldin verður ráðstefna um kvikmyndatónlist í tengslum við hátíðina og hafa fjölmargir boðað komu sína á hana. Grískur heiðursgesturHeiðursgestur hátíðarinnar í ár er hinn grískættaði Costa-Gavras, einn pólitískasti leikstjóri samtímans, sem fékk Óskarinn árið 1983 fyrir handrit sitt að myndinni Missing. Íranska leikkonan Shirin Neshat verður verðlaunuð fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn og verða verk hennar bæði sýnd á hátíðinni og í Listasafni Íslands. Einnig verða haldnir ýmsir sérviðburðir, þar á meðal sýndar heimildarmyndir fyrir börn og unglinga ásamt miðnæturbíói og bílabíói, auk þess sem Páll Óskar býður fólki á Kung-Fu kvöld. Friðrik Þór Friðriksson mun jafnframt sýna brot úr væntanlegri heimildarmynd sinni, Sólskinsdrengur, sem fjallar um leit móður einhverfs drengs að úrræðum fyrir son sinn. Miðasala í fullum gangiMiðasala á hátíðina, sem stendur yfir til 5. október, fer fram á midi.is og riff.is. Einnig verður hægt að nálgast miða í upplýsingamiðstöðvum í Iðu við Lækjargötu og á sjálfboðaliðamiðstöð á Laugavegi 35. Yfir tuttugu þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra og er búist við álíka miklum fjölda í ár. freyr@frettabladid.is Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Hátíðin fer fram í Regnboganum, Iðnó og Norræna húsinu. Myndunum er skipt niður í átta flokka, þar á meðal Vitranir þar sem fjórtán ungir og efnilegir leikstjórar keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Hátt í þrjú hundruð manns koma hingað til lands í tengslum við hátíðina, þar af fagfólk úr kvikmyndabransanum og blaðamenn frá tímaritunum Variety, Hollywood Reporter og Screen. Tveir nýir flokkarTveir nýir flokkar verða á hátíðinni, Nýr heimur og Hljóð í mynd. Í þeim fyrrnefnda verða sýndar sjö myndir þar sem lögð er áhersla á umhverfismál af ýmsu tagi. „Við reynum að fjalla um það sem máli skiptir í samfélaginu og með þessum flokki viljum við koma upplýsingum á framfæri til fólks," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar. Í tengslum við flokkinn verður haldið málþing um veggjakrot þar sem Jakob Frímann Magnússon heldur erindi. Í flokknum Hljóð í mynd verður samspili kvikmynda og tónlistar gerð sérstök skil. „Ísland er þekkt sem tónlistarland og það hefur verið mikil gerjun í heimildarmyndagerð um tónlist þannig að við ákváðum að bæta þessum flokki við," segir Hrönn. Haldin verður ráðstefna um kvikmyndatónlist í tengslum við hátíðina og hafa fjölmargir boðað komu sína á hana. Grískur heiðursgesturHeiðursgestur hátíðarinnar í ár er hinn grískættaði Costa-Gavras, einn pólitískasti leikstjóri samtímans, sem fékk Óskarinn árið 1983 fyrir handrit sitt að myndinni Missing. Íranska leikkonan Shirin Neshat verður verðlaunuð fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn og verða verk hennar bæði sýnd á hátíðinni og í Listasafni Íslands. Einnig verða haldnir ýmsir sérviðburðir, þar á meðal sýndar heimildarmyndir fyrir börn og unglinga ásamt miðnæturbíói og bílabíói, auk þess sem Páll Óskar býður fólki á Kung-Fu kvöld. Friðrik Þór Friðriksson mun jafnframt sýna brot úr væntanlegri heimildarmynd sinni, Sólskinsdrengur, sem fjallar um leit móður einhverfs drengs að úrræðum fyrir son sinn. Miðasala í fullum gangiMiðasala á hátíðina, sem stendur yfir til 5. október, fer fram á midi.is og riff.is. Einnig verður hægt að nálgast miða í upplýsingamiðstöðvum í Iðu við Lækjargötu og á sjálfboðaliðamiðstöð á Laugavegi 35. Yfir tuttugu þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra og er búist við álíka miklum fjölda í ár. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp