Velja verstu leiksýningu ársins 12. júní 2008 00:01 Veðjað á verðlaunahafa Leiklistarnemar spá í grímuna. Fréttablaðið/Páll Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55. Razzie Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55.
Razzie Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein