Xenófóbískur rústíkus kemst í feitt Davíð Þór Jónsson skrifar 16. mars 2008 06:00 Nýlega var Gaukur Úlfarsson var dæmdur til fjársekta fyrir að kalla Ómar R. Valdimarsson „aðalrasista bloggheima". Dómurinn er að mínu mati gersamlega fráleitur. Ekki aðeins vegna þess að Ómar er langt frá því að vera aðalrasisti bloggheima (í þeim efnum kemst hann ekki með tærnar þar sem svæsnustu rotþrærnar á netinu eru með hælana), heldur vegna þess að ef dómurinn er fordæmisgefandi, sem hann hlýtur að vera, er enginn endir fyrirsjáanlegur á þeim málaferlum sem framundan eru. Íslenskir femínistar gætu upp til hópa sest í helgan stein og lifað í vellystingum praktuglega á kostnað bloggandi pungrottna, stjórnmálamenn fyndu nýja tekjulind og þannig mætti lengi telja. Jafnvel Gilzenegger væri vís með að koma út í plús ef allt væri tínt til. Í mínum huga réttlæta þau óhefluðu skrif Ómars, sem urðu tilefni þess að umrædd orð féllu, alls ekki ásakanir um rasisma. Þvert á móti þá er barnalegt að vilja engu illu trúa upp á útlendinga, bara vegna þess að þeir eru útlendingar og maður hefur andúð á útlendingahatri. Ómar er alls ekki einn um að telja útskýringar ákveðins útlendings á þeim ávirðingum sem honum hafa verið bornar á brýn langsóttar og ósannfærandi. Þessar ásakanir hafa verið settar fram á mun rökfastari, yfirvegaðri og trúverðugri hátt en Ómar gerði í geipi sínu. Slóðin er icelandweatherreport.com (leitið að „jadetree"). Gauki til afsökunar verður að taka fram að Ómar þessi hefur reyndar orðið uppvís að fordómum í garð útlendinga og því er erfitt að komast hjá því að lesa skrif hans með þeim fyrirvara. Sem almanntengslafulltrúi Impregilo lýsti hann því yfir að víðtæk matareitrun meðal starfmanna fyrirtækisins stafaði af því að þeir kynnu ekki að þvo sér um hendurnar. Samkvæmt mínum skilningi felst rasismi hins vegar í fordómum í garð fólks af öðrum kynþætti en manns eigin, óháð uppruna þess. Ómar hefur fremur látið í ljós fordóma í garð erlends vinnuafls en annarra kynþátta og því nær að tala um xenófóbíu en rasisma í hans tilfelli. Það er semsagt mín skoðun að Ómar sé sekur um fordóma gegn útlendingum, Gaukur um barnaskap og héraðsdómur Reykjavíkur um heimsku. Sekt hinna síðastnefndu er að mínu mati sýnu alvarlegust. Hún veldur mestum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Nýlega var Gaukur Úlfarsson var dæmdur til fjársekta fyrir að kalla Ómar R. Valdimarsson „aðalrasista bloggheima". Dómurinn er að mínu mati gersamlega fráleitur. Ekki aðeins vegna þess að Ómar er langt frá því að vera aðalrasisti bloggheima (í þeim efnum kemst hann ekki með tærnar þar sem svæsnustu rotþrærnar á netinu eru með hælana), heldur vegna þess að ef dómurinn er fordæmisgefandi, sem hann hlýtur að vera, er enginn endir fyrirsjáanlegur á þeim málaferlum sem framundan eru. Íslenskir femínistar gætu upp til hópa sest í helgan stein og lifað í vellystingum praktuglega á kostnað bloggandi pungrottna, stjórnmálamenn fyndu nýja tekjulind og þannig mætti lengi telja. Jafnvel Gilzenegger væri vís með að koma út í plús ef allt væri tínt til. Í mínum huga réttlæta þau óhefluðu skrif Ómars, sem urðu tilefni þess að umrædd orð féllu, alls ekki ásakanir um rasisma. Þvert á móti þá er barnalegt að vilja engu illu trúa upp á útlendinga, bara vegna þess að þeir eru útlendingar og maður hefur andúð á útlendingahatri. Ómar er alls ekki einn um að telja útskýringar ákveðins útlendings á þeim ávirðingum sem honum hafa verið bornar á brýn langsóttar og ósannfærandi. Þessar ásakanir hafa verið settar fram á mun rökfastari, yfirvegaðri og trúverðugri hátt en Ómar gerði í geipi sínu. Slóðin er icelandweatherreport.com (leitið að „jadetree"). Gauki til afsökunar verður að taka fram að Ómar þessi hefur reyndar orðið uppvís að fordómum í garð útlendinga og því er erfitt að komast hjá því að lesa skrif hans með þeim fyrirvara. Sem almanntengslafulltrúi Impregilo lýsti hann því yfir að víðtæk matareitrun meðal starfmanna fyrirtækisins stafaði af því að þeir kynnu ekki að þvo sér um hendurnar. Samkvæmt mínum skilningi felst rasismi hins vegar í fordómum í garð fólks af öðrum kynþætti en manns eigin, óháð uppruna þess. Ómar hefur fremur látið í ljós fordóma í garð erlends vinnuafls en annarra kynþátta og því nær að tala um xenófóbíu en rasisma í hans tilfelli. Það er semsagt mín skoðun að Ómar sé sekur um fordóma gegn útlendingum, Gaukur um barnaskap og héraðsdómur Reykjavíkur um heimsku. Sekt hinna síðastnefndu er að mínu mati sýnu alvarlegust. Hún veldur mestum skaða.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun