Kominn á beinu brautina 27. nóvember 2008 05:30 Kevin Smith (lengst til hægri) ásamt aðalleikurum Zack and Miri Make a Porno, þeim Seth Rogen og Elizabeth Banks. nordicphotos/gettyimages Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gamanmyndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglisverða leikstjóra. Hinn 38 ára Kevin Smith er fæddur og uppalinn í New Jersey þar sem flestar myndir hans gerast. Hann vakti fyrst athygli með Clerks sem kostaði einungis rúma 27 þúsund dollara og var tekin upp í sömu verslun og Smith starfaði í á sínum yngri árum. Eftir að hafa fengið tvenn verðlaun á Cannes-hátíðinni 1994 var hún sýnd í Bandaríkjunum þar sem hún náði inn 3,1 milljón dollara þrátt fyrir að vera sýnd í frekar fáum kvikmyndahúsum. Allir vegir færirNæsta mynd Smiths, Mallrats, fékk dræmar viðtökur og græddi aðeins 2,2 milljónir á miðasölunni vestanhafs þrátt fyrir að vera sýnd í mun fleiri bíósölum en Clerks. Smith lagði ekki árar í bát því gamanmyndin Chasing Amy festi hann í sessi sem einn efnilegasta leikstjóra Bandaríkjanna. Ben Affleck var í einu aðalhlutverkanna og náði myndin inn tólf milljónum dollara og varð þar með langvinsælasta mynd Smiths. Chasing Amy varð ofarlega á lista yfir bestu myndir ársins 1999 og leikstjóranum voru allir vegir færir. Dogma hét næsta mynd Smiths, sem gat, þegar þarna var komið sögu, valið úr stjörnum í myndir sínar. Ben Affleck var mættur aftur til leiks, núna ásamt vini sínum Matt Damon, Chris Rock, Sölmu Hayek og Alan Rickman. Einnig komu við sögu fastaleikarar úr eldri myndum Smiths, þeir Jason Lee og Jason Mewes. Myndin vakti reiði kaþólskra siðapostula í Bandaríkjunum vegna viðkvæms umfjöllunarefnis en náði engu að síður miklum vinsældum þrátt fyrir að hafa einnig fengið misjafna dóma gagnrýnenda. Misheppnuð rómantíkEftir fjaðrafokið í kringum Dogma ákvað Smith að gera „örugga" mynd og varð Jay and Silent Bob Strike Back fyrir valinu. Þar voru tvær persónur sem höfðu verið í litlum hlutverkum í myndum hans til þessa, þar á meðal hann sjálfur, komnar í aðalhlutverkin. Myndin varð álíka vinsæl og Dogma en fékk einnig svipaðar viðtökur gagnrýnenda, sem voru sumir farnir að efast um snilli Smith. Næst á dagskrá var rómantíska gamanmyndin Jersey Girl með Ben Affleck og Liv Tyler í aðalhlutverkum. Skemmst er frá því að segja að hún hlaut slæmar viðtökur, enda Affleck enn að jafna sig á hörmunginni Gigli og misheppnuðu ástarsambandi við Jennifer Lopez. Myndin náði ekki inn fyrir kostnaði og Smith var kominn í vanda. Lætur ekki deigan sígaÍ Clerks II, sem kom út fyrir tveimur árum, reri hann á öruggari mið. Myndin gerðist tíu árum á eftir fyrstu myndinni og fjallaði um sömu vitleysingana, þá Dante og Randal. Hún hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda og þénaði jafnframt 25 milljónir dollara. Smith var kominn á beinu brautina á ný og þar hefur hann haldið sig með Zack and Miri Make a Porno sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Fjallar hún um þau Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks) sem hafa verið vinir ævilangt. Vegna peningaleysis ákveða þau að búa til klámmynd en þegar kvikmyndavélarnar fara að rúlla átta þau sig á að þau bera meiri tilfinningar hvort til annars en þau héldu. Þrátt fyrir að hafa misstigið sig nokkrum sinnum á ferli sínum hefur Kevin Smith aldrei látið deigan síga og sannast það á þessari nýju mynd. Forvitnilegt verður að sjá hvernig hann heldur á spöðunum í framtíðinni. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gamanmyndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglisverða leikstjóra. Hinn 38 ára Kevin Smith er fæddur og uppalinn í New Jersey þar sem flestar myndir hans gerast. Hann vakti fyrst athygli með Clerks sem kostaði einungis rúma 27 þúsund dollara og var tekin upp í sömu verslun og Smith starfaði í á sínum yngri árum. Eftir að hafa fengið tvenn verðlaun á Cannes-hátíðinni 1994 var hún sýnd í Bandaríkjunum þar sem hún náði inn 3,1 milljón dollara þrátt fyrir að vera sýnd í frekar fáum kvikmyndahúsum. Allir vegir færirNæsta mynd Smiths, Mallrats, fékk dræmar viðtökur og græddi aðeins 2,2 milljónir á miðasölunni vestanhafs þrátt fyrir að vera sýnd í mun fleiri bíósölum en Clerks. Smith lagði ekki árar í bát því gamanmyndin Chasing Amy festi hann í sessi sem einn efnilegasta leikstjóra Bandaríkjanna. Ben Affleck var í einu aðalhlutverkanna og náði myndin inn tólf milljónum dollara og varð þar með langvinsælasta mynd Smiths. Chasing Amy varð ofarlega á lista yfir bestu myndir ársins 1999 og leikstjóranum voru allir vegir færir. Dogma hét næsta mynd Smiths, sem gat, þegar þarna var komið sögu, valið úr stjörnum í myndir sínar. Ben Affleck var mættur aftur til leiks, núna ásamt vini sínum Matt Damon, Chris Rock, Sölmu Hayek og Alan Rickman. Einnig komu við sögu fastaleikarar úr eldri myndum Smiths, þeir Jason Lee og Jason Mewes. Myndin vakti reiði kaþólskra siðapostula í Bandaríkjunum vegna viðkvæms umfjöllunarefnis en náði engu að síður miklum vinsældum þrátt fyrir að hafa einnig fengið misjafna dóma gagnrýnenda. Misheppnuð rómantíkEftir fjaðrafokið í kringum Dogma ákvað Smith að gera „örugga" mynd og varð Jay and Silent Bob Strike Back fyrir valinu. Þar voru tvær persónur sem höfðu verið í litlum hlutverkum í myndum hans til þessa, þar á meðal hann sjálfur, komnar í aðalhlutverkin. Myndin varð álíka vinsæl og Dogma en fékk einnig svipaðar viðtökur gagnrýnenda, sem voru sumir farnir að efast um snilli Smith. Næst á dagskrá var rómantíska gamanmyndin Jersey Girl með Ben Affleck og Liv Tyler í aðalhlutverkum. Skemmst er frá því að segja að hún hlaut slæmar viðtökur, enda Affleck enn að jafna sig á hörmunginni Gigli og misheppnuðu ástarsambandi við Jennifer Lopez. Myndin náði ekki inn fyrir kostnaði og Smith var kominn í vanda. Lætur ekki deigan sígaÍ Clerks II, sem kom út fyrir tveimur árum, reri hann á öruggari mið. Myndin gerðist tíu árum á eftir fyrstu myndinni og fjallaði um sömu vitleysingana, þá Dante og Randal. Hún hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda og þénaði jafnframt 25 milljónir dollara. Smith var kominn á beinu brautina á ný og þar hefur hann haldið sig með Zack and Miri Make a Porno sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Fjallar hún um þau Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks) sem hafa verið vinir ævilangt. Vegna peningaleysis ákveða þau að búa til klámmynd en þegar kvikmyndavélarnar fara að rúlla átta þau sig á að þau bera meiri tilfinningar hvort til annars en þau héldu. Þrátt fyrir að hafa misstigið sig nokkrum sinnum á ferli sínum hefur Kevin Smith aldrei látið deigan síga og sannast það á þessari nýju mynd. Forvitnilegt verður að sjá hvernig hann heldur á spöðunum í framtíðinni.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira