Kvótinn varðaði veginn Þorvaldur Gylfason skrifar 18. desember 2008 06:00 Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum. Yfirvöldunum virðist fyrirmunað að axla ábyrgð á eigin misgerðum og biðjast afsökunar, hvað þá draga sig í hlé. Það máttu kommúnistar í Austur-Evrópu eiga, að þeir kunnu sumir að skammast sín og báðust afsökunar, eftir að þeir höfðu keyrt lönd sín í kaf, og áttu þá sumir þeirra afturkvæmt í stjórnmálastarf. VirðingarleysiHvers vegna er kreppan hér dýpri en annars staðar? Höfuðskýringin liggur að minni hyggju í rótgrónu virðingarleysi stjórnmálastéttarinnar gagnvart hagkvæmum og réttlátum búskaparháttum. Stjórnvöldum tókst lengi vel að breiða yfir landlægt hirðuleysi í hagstjórn og hagskipulagi með erlendri skuldasöfnun, verðbólgu og ofveiði. Þessar leiðir lokuðust ein af annarri. Lánstraust Íslands í útlöndum er ekkert eins og sakir standa, svo að eigið sparifé þjóðarinnar, stórlega skert eftir gereyðingu undangenginna vikna, verður að duga til framkvæmda næstu ár.Verðbólga var lengi notuð til að rýra lífeyri almennings og annan sparnað til að breiða yfir óhagkvæmni í atvinnurekstri, en nú er sú leið ekki lengur fær vegna verðtryggingar. Nýlegar reglur gegn ofveiði leggja bann við auknum veiðum umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar. Stjórnvöld neyðast nú til að grípa til harkalegra aðgerða, sem munu skerða lífskjör almennings. Skaðinn er skeður: nú er komið að skuldaskilum. Sjálftekinn auður fer forgörðumVert er að rifja upp sjávarútvegspartinn af sögunni. Þegar þorskstofninn rambaði á barmi útrýmingar árin eftir 1980, ákvað Alþingi að hefta veiðarnar með útgáfu aflakvóta. Í stað þess að selja kvótann á markaði, svo að allir sætu við sama borð og ríkið eða byggðirnar öfluðu tekna á hagkvæman hátt, ákvað Alþingi að afhenda útvegsmönnum kvótann án endurgjalds í samræmi við lög, sem útvegsmenn höfðu sjálfir samið skv. frásögn sjónarvotta. Þannig var búin til ný stétt auðmanna, sem ruddu sér í krafti kvótans braut til enn frekari áhrifa og neyttu þeirra m.a. til að halda Íslandi utan Evrópusambandsins gegn vilja meiri hluta þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum. Réttmætar tekjur af sameign þjóðarinnar fóru forgörðum. Þær tekjur kæmu sér vel nú, þegar hulunni hefur verið svipt af fyrirhyggjulausri fjármálastjórn undangenginna ára. Kvótakerfið er einnig ranglátt, eins og alþjóð veit og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti fyrir ári með því að afhjúpa mannréttindabrot af völdum kvótakerfisins. Hæstiréttur Íslands hafði áður lagt valdhlýðna blessun sína yfir mannréttindabrot Alþingis.Sjálftekinn auður fer oftast forgörðum. Eða hvað skyldu útvegsfyrirtækin hafa gert við kvótann? Þau veðsettu sameignina til að steypa sér í skuldir í boði bankanna. Skuldir útvegsfyrirtækja eru nú um 500 milljarðar króna skv. upplýsingum Hagstofunnar og öðrum opinberum heimildum. Skuldirnar nema nú rösklega þreföldu útflutningsverðmæti sjávarafurða 2008. Til viðmiðunar námu þær rösklega tvöföldu útflutningsverðmætinu um mitt ár 2007 og voru nokkurn veginn jafnar útflutningsverðmætinu 1995. Skuldir útvegsfyrirtækjanna hafa því þrefaldazt miðað við útflutningsverðmæti sjávarafurða frá 1995. Ætla má, að eignirnar, sem keyptar voru fyrir lánsféð, hafi sumar verið í svipuðum gæðaflokki og fjárfestingar útrásarvíkinganna, enda samhentir menn að verki. Ekki munaði nema hársbreidd, að borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Reykjavík tækist að tefla orkulindum Reykvíkinga í hendur sömu manna og settu bankana á hliðina og sjávarútveginn á vonarvöl. Bindum raftana við bryggjuKvótakerfið varðaði veginn fram af bjargbrúninni. Það slævði svo siðvitund stjórnmálastéttarinnar, að hún afhenti einnig bankana mönnum í talsambandi við flokkana að sögn þeirra sjálfra. Nýju eigendurnir þurftu ekki nema örfá ár til að keyra bankana í kaf og fengu grunlausa útvegsmenn til að steypa sér í botnlausar skuldir með sameign þjóðarinnar að veði. Ábyrgðin á hruni bankanna liggur ekki sízt á herðum þeirra, sem völdu kaupendur bankanna úr hópi vina sinna. Að svo miklu leyti sem útvegsfyrirtækin rísa ekki undir skuldum, eru veðin - það er að segja kvótinn, þjóðareignin - komin aftur í hendur ríkisins, sem á nú nýju bankana. Nú er lag að slá tvær flugur í einu höggi og taka til í bönkunum og sjávarútveginum og binda gömlu sótraftana við bryggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum. Yfirvöldunum virðist fyrirmunað að axla ábyrgð á eigin misgerðum og biðjast afsökunar, hvað þá draga sig í hlé. Það máttu kommúnistar í Austur-Evrópu eiga, að þeir kunnu sumir að skammast sín og báðust afsökunar, eftir að þeir höfðu keyrt lönd sín í kaf, og áttu þá sumir þeirra afturkvæmt í stjórnmálastarf. VirðingarleysiHvers vegna er kreppan hér dýpri en annars staðar? Höfuðskýringin liggur að minni hyggju í rótgrónu virðingarleysi stjórnmálastéttarinnar gagnvart hagkvæmum og réttlátum búskaparháttum. Stjórnvöldum tókst lengi vel að breiða yfir landlægt hirðuleysi í hagstjórn og hagskipulagi með erlendri skuldasöfnun, verðbólgu og ofveiði. Þessar leiðir lokuðust ein af annarri. Lánstraust Íslands í útlöndum er ekkert eins og sakir standa, svo að eigið sparifé þjóðarinnar, stórlega skert eftir gereyðingu undangenginna vikna, verður að duga til framkvæmda næstu ár.Verðbólga var lengi notuð til að rýra lífeyri almennings og annan sparnað til að breiða yfir óhagkvæmni í atvinnurekstri, en nú er sú leið ekki lengur fær vegna verðtryggingar. Nýlegar reglur gegn ofveiði leggja bann við auknum veiðum umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar. Stjórnvöld neyðast nú til að grípa til harkalegra aðgerða, sem munu skerða lífskjör almennings. Skaðinn er skeður: nú er komið að skuldaskilum. Sjálftekinn auður fer forgörðumVert er að rifja upp sjávarútvegspartinn af sögunni. Þegar þorskstofninn rambaði á barmi útrýmingar árin eftir 1980, ákvað Alþingi að hefta veiðarnar með útgáfu aflakvóta. Í stað þess að selja kvótann á markaði, svo að allir sætu við sama borð og ríkið eða byggðirnar öfluðu tekna á hagkvæman hátt, ákvað Alþingi að afhenda útvegsmönnum kvótann án endurgjalds í samræmi við lög, sem útvegsmenn höfðu sjálfir samið skv. frásögn sjónarvotta. Þannig var búin til ný stétt auðmanna, sem ruddu sér í krafti kvótans braut til enn frekari áhrifa og neyttu þeirra m.a. til að halda Íslandi utan Evrópusambandsins gegn vilja meiri hluta þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum. Réttmætar tekjur af sameign þjóðarinnar fóru forgörðum. Þær tekjur kæmu sér vel nú, þegar hulunni hefur verið svipt af fyrirhyggjulausri fjármálastjórn undangenginna ára. Kvótakerfið er einnig ranglátt, eins og alþjóð veit og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti fyrir ári með því að afhjúpa mannréttindabrot af völdum kvótakerfisins. Hæstiréttur Íslands hafði áður lagt valdhlýðna blessun sína yfir mannréttindabrot Alþingis.Sjálftekinn auður fer oftast forgörðum. Eða hvað skyldu útvegsfyrirtækin hafa gert við kvótann? Þau veðsettu sameignina til að steypa sér í skuldir í boði bankanna. Skuldir útvegsfyrirtækja eru nú um 500 milljarðar króna skv. upplýsingum Hagstofunnar og öðrum opinberum heimildum. Skuldirnar nema nú rösklega þreföldu útflutningsverðmæti sjávarafurða 2008. Til viðmiðunar námu þær rösklega tvöföldu útflutningsverðmætinu um mitt ár 2007 og voru nokkurn veginn jafnar útflutningsverðmætinu 1995. Skuldir útvegsfyrirtækjanna hafa því þrefaldazt miðað við útflutningsverðmæti sjávarafurða frá 1995. Ætla má, að eignirnar, sem keyptar voru fyrir lánsféð, hafi sumar verið í svipuðum gæðaflokki og fjárfestingar útrásarvíkinganna, enda samhentir menn að verki. Ekki munaði nema hársbreidd, að borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Reykjavík tækist að tefla orkulindum Reykvíkinga í hendur sömu manna og settu bankana á hliðina og sjávarútveginn á vonarvöl. Bindum raftana við bryggjuKvótakerfið varðaði veginn fram af bjargbrúninni. Það slævði svo siðvitund stjórnmálastéttarinnar, að hún afhenti einnig bankana mönnum í talsambandi við flokkana að sögn þeirra sjálfra. Nýju eigendurnir þurftu ekki nema örfá ár til að keyra bankana í kaf og fengu grunlausa útvegsmenn til að steypa sér í botnlausar skuldir með sameign þjóðarinnar að veði. Ábyrgðin á hruni bankanna liggur ekki sízt á herðum þeirra, sem völdu kaupendur bankanna úr hópi vina sinna. Að svo miklu leyti sem útvegsfyrirtækin rísa ekki undir skuldum, eru veðin - það er að segja kvótinn, þjóðareignin - komin aftur í hendur ríkisins, sem á nú nýju bankana. Nú er lag að slá tvær flugur í einu höggi og taka til í bönkunum og sjávarútveginum og binda gömlu sótraftana við bryggju.