Seðlabanki í sjálfheldu Þorvaldur Gylfason skrifar 6. mars 2008 06:00 Hagstjórnarmistök undangenginna ára blasa nú við landsmönnum. Fyrst birtist Jón Ásgeir Jóhannesson, einn helzti eigandi Glitnis, og varar við því í sjónvarpi og útvarpi, að vandamál viðskiptabankanna séu vandamál þjóðarinnar allrar og hvetur Seðlabankann til að lækka vexti og hleypa verðbólgunni aftur á skrið. Næst birta tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, langa grein í Morgunblaðinu, þar sem þeir taka undir vaxtalækkunarkröfuna; ákall þeirra er einnig tillaga um meiri verðbólgu. Loks stígur Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fram og segir á málstofu BSRB: „Það er spurning hvort ekki sé rétt að Seðlabankinn bakki út úr þessu öngstræti, ýti verðbólgumarkmiði tímabundið að minnsta kosti til hliðar." Landsbankamenn þurfa ekki að taka til máls fyrir opnum tjöldum, því að þeir eru sem kunnugt er í beinu talsambandi við Sjálfstæðisflokkinn og Seðlabankann.Skammsýnar kröfurHvað vakir fyrir þeim, sem mæla fyrir því, að verðbólgunni sé aftur hleypt á skrið? Þeir vilja, að sívaxandi vanda bankanna - vanda, sem bankarnir bökuðu sér sjálfir með því að sjást ekki fyrir - sé velt yfir á almenning. Þeir vita, að launatekjur almennings eru óvarðar fyrir verðbólgu, en vaxtatekjur bankanna eru að miklu leyti verðtryggðar. Væri verðbólgunni aftur hleypt á skrið með vaxtalækkun, eins og þeir lýsa eftir án þess að segja það berum orðum, myndi gengi krónunnar falla enn frekar en orðið er og kaupmáttur heimilanna minnka. Bankarnir gætu hagnazt á því um skeið, þar eð þeir gætu þá aukið útlán með því að bjóða lántakendum lægri vexti en nú eru í boði.En það yrði vísast skammgóður vermir, því að skerðing kaupmáttar og gengislækkun krónunnar myndu draga úr getu margra viðskiptavina bankanna til að standa skil á skuldum sínum. Afskriftir og útlánatöp bankanna myndu aukast, eins og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hefur bent á. Aukin verðbólga myndi rýra álit bankanna í útlöndum enn frekar eins og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur hefur lýst og torvelda þeim aðgang að lánsfé, sem var lykillinn að velgengni þeirra, þegar allt lék í lyndi. Krafa bankanna um aukna verðbólgu í krafti vaxtalækkunar virðist reist á skammsýni - svipaðri skammsýni og kom þeim í þann vanda, sem þeir hafa ratað í og leita nú leiða til að leysa, helzt á kostnað almennings.Seðlabankinn brástÞað hefur lengi legið fyrir hvert stefndi. Ítrekaðar viðvaranir vegna ört vaxandi skulda erlendis án nægrar eignamyndunar á móti voru virtar að vettugi, enda var skuldasöfnunin bein afleiðing agalausrar hagstjórnar og ónógs aðhalds Seðlabankans að bönkunum. Seðlabankinn hefur lagaheimild til að hemja skuldasöfnun bankanna í útlöndum, en hann kaus að nýta hana ekki. Hann beitti ekki heldur bindiskylduheimild laga til að hemja útlán bankanna, heldur lækkaði hann bindiskylduna og ýtti þannig undir útlánaþensluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans þyrfti samkvæmt erlendum stöðlum að vera tólf sinnum meiri en hann er nú. Svipmót efnahagslífsins í augum erlendra banka er nú nauðalíkt aðdraganda fjármálakreppunnar í Suðaustur-Asíu 1997. Þess vegna er skuldatryggingarálag bankanna erlendis nú komið upp úr öllu valdi og girðir að svo stöddu fyrir aðgang þeirra að erlendu lánsfé. Samt er ekki við bankana eina að sakast. Seðlabankanum bar skylda til að veita bönkunum aðhald, en hann gerði það ekki. Nú er svo komið, að bankarnir leggja Seðlabankanum lífsreglurnar frekar en öfugt. Seðlabankinn ber ásamt ríkisstjórninni höfuðábyrgð á þeirri óvissu, sem nú ríkir um efnahagsframvinduna.Seðlabankinn er í sjálfheldu. Hann þarf að halda vöxtum uppi, þar eð verðbólgan er enn sem jafnan fyrr langt yfir auglýstu verðbólgumarkmiði bankans, enda segir í lögum: „Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi." Seðlabankinn virðist eigi að síður líklegur til að láta von bráðar undan þrýstingi viðskiptabankanna og annarra og víkja frá meginmarkmiði sínu, og mun þá verða vísað til þessara orða í seðlabankalögunum: „Seðlabanki Íslands skal ... stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi." Engin spenna myndast milli þessara tveggja markmiða, þar eð stöðugt verðlag styrkir fjármálakerfið. Aukin verðbólga veikir fjármálakerfið enn frekar á Íslandi en annars staðar eins og sakir standa.Seðlabankinn er kominn í sjálfheldu fyrir eigin mistök og andvaraleysi. Ríkisstjórnin er samábyrg, þar eð stjórn ríkisfjármálanna hefur verið sama marki brennd og peningastjórnin og ýtt undir óvissu, verðbólgu og skuldasöfnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hagstjórnarmistök undangenginna ára blasa nú við landsmönnum. Fyrst birtist Jón Ásgeir Jóhannesson, einn helzti eigandi Glitnis, og varar við því í sjónvarpi og útvarpi, að vandamál viðskiptabankanna séu vandamál þjóðarinnar allrar og hvetur Seðlabankann til að lækka vexti og hleypa verðbólgunni aftur á skrið. Næst birta tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, langa grein í Morgunblaðinu, þar sem þeir taka undir vaxtalækkunarkröfuna; ákall þeirra er einnig tillaga um meiri verðbólgu. Loks stígur Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fram og segir á málstofu BSRB: „Það er spurning hvort ekki sé rétt að Seðlabankinn bakki út úr þessu öngstræti, ýti verðbólgumarkmiði tímabundið að minnsta kosti til hliðar." Landsbankamenn þurfa ekki að taka til máls fyrir opnum tjöldum, því að þeir eru sem kunnugt er í beinu talsambandi við Sjálfstæðisflokkinn og Seðlabankann.Skammsýnar kröfurHvað vakir fyrir þeim, sem mæla fyrir því, að verðbólgunni sé aftur hleypt á skrið? Þeir vilja, að sívaxandi vanda bankanna - vanda, sem bankarnir bökuðu sér sjálfir með því að sjást ekki fyrir - sé velt yfir á almenning. Þeir vita, að launatekjur almennings eru óvarðar fyrir verðbólgu, en vaxtatekjur bankanna eru að miklu leyti verðtryggðar. Væri verðbólgunni aftur hleypt á skrið með vaxtalækkun, eins og þeir lýsa eftir án þess að segja það berum orðum, myndi gengi krónunnar falla enn frekar en orðið er og kaupmáttur heimilanna minnka. Bankarnir gætu hagnazt á því um skeið, þar eð þeir gætu þá aukið útlán með því að bjóða lántakendum lægri vexti en nú eru í boði.En það yrði vísast skammgóður vermir, því að skerðing kaupmáttar og gengislækkun krónunnar myndu draga úr getu margra viðskiptavina bankanna til að standa skil á skuldum sínum. Afskriftir og útlánatöp bankanna myndu aukast, eins og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hefur bent á. Aukin verðbólga myndi rýra álit bankanna í útlöndum enn frekar eins og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur hefur lýst og torvelda þeim aðgang að lánsfé, sem var lykillinn að velgengni þeirra, þegar allt lék í lyndi. Krafa bankanna um aukna verðbólgu í krafti vaxtalækkunar virðist reist á skammsýni - svipaðri skammsýni og kom þeim í þann vanda, sem þeir hafa ratað í og leita nú leiða til að leysa, helzt á kostnað almennings.Seðlabankinn brástÞað hefur lengi legið fyrir hvert stefndi. Ítrekaðar viðvaranir vegna ört vaxandi skulda erlendis án nægrar eignamyndunar á móti voru virtar að vettugi, enda var skuldasöfnunin bein afleiðing agalausrar hagstjórnar og ónógs aðhalds Seðlabankans að bönkunum. Seðlabankinn hefur lagaheimild til að hemja skuldasöfnun bankanna í útlöndum, en hann kaus að nýta hana ekki. Hann beitti ekki heldur bindiskylduheimild laga til að hemja útlán bankanna, heldur lækkaði hann bindiskylduna og ýtti þannig undir útlánaþensluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans þyrfti samkvæmt erlendum stöðlum að vera tólf sinnum meiri en hann er nú. Svipmót efnahagslífsins í augum erlendra banka er nú nauðalíkt aðdraganda fjármálakreppunnar í Suðaustur-Asíu 1997. Þess vegna er skuldatryggingarálag bankanna erlendis nú komið upp úr öllu valdi og girðir að svo stöddu fyrir aðgang þeirra að erlendu lánsfé. Samt er ekki við bankana eina að sakast. Seðlabankanum bar skylda til að veita bönkunum aðhald, en hann gerði það ekki. Nú er svo komið, að bankarnir leggja Seðlabankanum lífsreglurnar frekar en öfugt. Seðlabankinn ber ásamt ríkisstjórninni höfuðábyrgð á þeirri óvissu, sem nú ríkir um efnahagsframvinduna.Seðlabankinn er í sjálfheldu. Hann þarf að halda vöxtum uppi, þar eð verðbólgan er enn sem jafnan fyrr langt yfir auglýstu verðbólgumarkmiði bankans, enda segir í lögum: „Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi." Seðlabankinn virðist eigi að síður líklegur til að láta von bráðar undan þrýstingi viðskiptabankanna og annarra og víkja frá meginmarkmiði sínu, og mun þá verða vísað til þessara orða í seðlabankalögunum: „Seðlabanki Íslands skal ... stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi." Engin spenna myndast milli þessara tveggja markmiða, þar eð stöðugt verðlag styrkir fjármálakerfið. Aukin verðbólga veikir fjármálakerfið enn frekar á Íslandi en annars staðar eins og sakir standa.Seðlabankinn er kominn í sjálfheldu fyrir eigin mistök og andvaraleysi. Ríkisstjórnin er samábyrg, þar eð stjórn ríkisfjármálanna hefur verið sama marki brennd og peningastjórnin og ýtt undir óvissu, verðbólgu og skuldasöfnun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun