Veistu ekki hver er pabbi þinn? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 20. febrúar 2008 06:00 Sá ferill sem það tekur foreldra að velja nafn á ungann sinn getur verið langur og flókinn. Einu sinni var algengt að álfar og framliðnir vitjuðu nafns, sem var ágætt svo lengi sem viðkomandi hét ekki Hrolllaugur eða Skessujurt, en langt er síðan allt slíkt datt úr tísku. Nú er trúlega þægilegast að koma úr fjölskyldu þar sem allir heita í höfuðið á einhverjum og ekki þarf að orðlengja það að barnið skal heita Lárus eða Jóhanna eins og afi eða amma. Skilyrði fyrir slíkri sjálfsafgreiðslu er reyndar líka að makinn sé ekki mjög byltingarsinnaður og þá geta allir verið ánægðir. Um helgina sagði Fréttablaðið okkur frá því að fjöldi manns skiptir um nafn á hverju ári. Samt ekki sífellt sama fólkið því af einhverjum ástæðum er bannað að gera það oftar en einu sinni allt í allt. Ef til vill eru þær reglur til að koma í veg fyrir að fólk þrói með sér alveg nýja tegund af fíkn og verði smám saman háð því að skipta um nafn, jafnvel oft á dag. Það væri rosalegt vesen og myndi skapa allskyns misskilning. Nafnabreyting getur vísast verið risaákvörðun en ég get vitnað um að það að breyta föðurnafni í móðurnafn þarf ekki að vera það. Þegar ég ákvað fyrir löngu síðan að kenna mig við móður mína þótti það mikið pönk og lengi þurfti ég að koma mér undan forvitnum spurningum. Jafnvel ókunnugir vildu ólmir vita ástæður móðurnafnsins. Sumir spurðu í framhjáhlaupi í hversdagslegum tón á meðan aðrir pírðu augun, komu nær og hvísluðu eins og við værum allra bestu vinkonur á trúnó. Stundum voru spurningarnar í formi frumlegra kenninga: Veistu kannski ekki hver pabbi þinn er? Annaðhvort hefur almenn undrun dalað vegna þeirra mörgu sem kenna sig eða barnið við móður sína eða að ég er með tímanum orðin svo ógnvekjandi að enginn þorir lengur að spyrja. Fátt er nefnilega eðlilegra en að barn sé kennt við konuna sem ber það undir belti og fæðir af sér, hefur á brjósti og annast til sjálfstæðis. Ef til vill hefði frumvarpið um ráðherra og -frúr átt að fjalla um mikilvægi þess að hlutverki mæðra væri aukinn sómi sýndur með því að kenna nýfæddu börnin sjálfkrafa við þær. Það myndi ef til vill milda dálítið áhrif feðraveldisins sem við burðumst öll með í arf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Sá ferill sem það tekur foreldra að velja nafn á ungann sinn getur verið langur og flókinn. Einu sinni var algengt að álfar og framliðnir vitjuðu nafns, sem var ágætt svo lengi sem viðkomandi hét ekki Hrolllaugur eða Skessujurt, en langt er síðan allt slíkt datt úr tísku. Nú er trúlega þægilegast að koma úr fjölskyldu þar sem allir heita í höfuðið á einhverjum og ekki þarf að orðlengja það að barnið skal heita Lárus eða Jóhanna eins og afi eða amma. Skilyrði fyrir slíkri sjálfsafgreiðslu er reyndar líka að makinn sé ekki mjög byltingarsinnaður og þá geta allir verið ánægðir. Um helgina sagði Fréttablaðið okkur frá því að fjöldi manns skiptir um nafn á hverju ári. Samt ekki sífellt sama fólkið því af einhverjum ástæðum er bannað að gera það oftar en einu sinni allt í allt. Ef til vill eru þær reglur til að koma í veg fyrir að fólk þrói með sér alveg nýja tegund af fíkn og verði smám saman háð því að skipta um nafn, jafnvel oft á dag. Það væri rosalegt vesen og myndi skapa allskyns misskilning. Nafnabreyting getur vísast verið risaákvörðun en ég get vitnað um að það að breyta föðurnafni í móðurnafn þarf ekki að vera það. Þegar ég ákvað fyrir löngu síðan að kenna mig við móður mína þótti það mikið pönk og lengi þurfti ég að koma mér undan forvitnum spurningum. Jafnvel ókunnugir vildu ólmir vita ástæður móðurnafnsins. Sumir spurðu í framhjáhlaupi í hversdagslegum tón á meðan aðrir pírðu augun, komu nær og hvísluðu eins og við værum allra bestu vinkonur á trúnó. Stundum voru spurningarnar í formi frumlegra kenninga: Veistu kannski ekki hver pabbi þinn er? Annaðhvort hefur almenn undrun dalað vegna þeirra mörgu sem kenna sig eða barnið við móður sína eða að ég er með tímanum orðin svo ógnvekjandi að enginn þorir lengur að spyrja. Fátt er nefnilega eðlilegra en að barn sé kennt við konuna sem ber það undir belti og fæðir af sér, hefur á brjósti og annast til sjálfstæðis. Ef til vill hefði frumvarpið um ráðherra og -frúr átt að fjalla um mikilvægi þess að hlutverki mæðra væri aukinn sómi sýndur með því að kenna nýfæddu börnin sjálfkrafa við þær. Það myndi ef til vill milda dálítið áhrif feðraveldisins sem við burðumst öll með í arf.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun