Þraskallar og broskallar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. mars 2008 06:00 Auðvitað nær það engri átt að Gaukur Úlfarsson skuli þurfa að greiða átta hundruð þúsund krónur fyrir að kalla Ómar R. Valdimarsson rasista á bloggi sínu. Og erfitt að ímynda sér að Hæstiréttur muni staðfesta svo miklar bætur til handa Ómari sem sjálfur hefur staðið fyrir ámóta málefnalegum málflutningi og sérlega leiðinlegri ertni í garð annars fólks, til dæmis femínista. Almennt orkar þessi deila á mann sem óvenju lítilsigld og inntakssnauð og tímasóun fyrir alla.Játning í kallkerfi Bloggurum hættir til gleyma því að þeir eru að skrifa fyrir alla sem geta lesið og skilið það sem þeir skrifa. Fólk gleymir því iðulega að bloggsíða er fjölmiðill. Og samt ekki alveg. Blogg er nokkurs konar samsláttur á opinberum vettvangi og einkavettvangi. Það er eins og eintal sálarinnar í hátalara. Það er eins og prívatboð í bás í Laugardalshöllinni. Það er eins og játning í kallkerfi... Við getum líka snúið þessu við og sagt að það sé eins og ræðuhöld yfir kettinum heima í eldhúsi eða viðtal í baðspeglinum. Hinn opinberi vettvangur verður að prívatvettvangi og öfugt: maðurinn er alltaf einn þegar hann situr við tölvuna, einn með puttunum sínum og orðunum sem velta fram í hausnum - bloggarinn er algerlega einn með sjálfum sér og sér aldrei orð sín í nýju samhengi, eins og til að mynda ég geri þegar ég sé pistlana birtast hér í Fréttablaðinu innan um önnur skrif annars fólks; á opinberum vettvangi sem ég stjórna ekki, og er ekki minn. Þó að utanaðkomandi fólk geti lesið blogg þá eru kringumstæðurnar einkalegar. Manneskjan skrifar sínar hugrenningar á sínu svæði, eigin síðu sem eins og herbergi sem bloggarinn hefur sjálfur innréttað og finnst hann ráða yfir. Bloggarinn er að bjóða inn til sín, bjóða fólki að deila áhugamálum og skoðunum - og tilfinningum. Manni finnst stundum þegar maður skoðar blogg og athugasemdir sem fólk skilur eftir, að þó að aðkomufólki sé velkomið að skoða séu pistlarnir fyrst og fremst innlegg í tilteknu samfélagi. Það hvarflar ekki að manni að skilja sjálfur eftir athugasemd, þá er eins og maður sé staðinn að verki.Snertingarlaus nánd Þetta er í rauninni eins og samfellt kaffiboð - svipað því sem tíðkaðist í gamla daga þegar fólk fór í kvöldkaffi hvert til annars og spjallaði og upplifði samveru - og nánd. Nú eru kaffiboðin haldin á netinu, og almenningur getur kíkt á þau - ekki í þau heldur á þau eins og hverjir aðrir gláparar. Maður sér á bloggsíðunum ákveðna tegund af nánd. Stundum er sagt að netið dragi fram það versta í fólki: en það dregur líka fram jákvæða eiginleika; það eru ekki bara þraskallar heldur líka broskallar. Fólk sýnir hvert öðru hlýju og stuðning, deilir erfiðum stundum með hinum „bloggvinunum" sem bregðast við með því að stappa stálinu í viðkomandi; þetta er þannig lokað samfélag sem jafnframt er til sýnis fyrir alla. Fólk raðar brosköllum upp til að gefa til kynna bros, hlátur eða ýmis svipbrigði - gallinn er náttúrlega sá að broskallinn er ekkert hlýlegur. Þetta eru ekki raunveruleg bros. Þetta er ekki raunveruleg snerting. En samt sem áður einhvers konar snerting. Mikið af bloggi er þannig eins og boð þar sem fólk skiptist á að tala og leggja orð í belg á hvert öðru í athugasemdakerfinu í notalegri eftirlíkingu af samveru. Bloggsennurnar eru andstæða þessa: þar situr fólk í sínu byrgi og þjónar sinni lund með því að ausa svívirðingum yfir fjarstadda einstaklinga; þetta er ígildi rifrildis en án þess að fólk sjái þann sem það rífst við. Það er eins og fólk sé statt í limbói - ekki í raunveruleikanum, og ekki á opinberum vettvangi, og því er rifrildið meira stundað út úr almennum leiðindum en raunverulegum skapofsa. Hin umdeilda bloggfærsla Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein var hins vegar svolítið annar handleggur. Þar er einn stjórnmálamaður að skrifa um annan stjórnmálamann í kjölfarið á miklum sviptingum. Össur skrifar myndríkan stíl og vissulega nokkuð blóðugan, en samt er það fráleitt að lesa það bókstaflega þegar Össur leitast við að útmála meintar ófarir Gísla Marteins í pólitíkinni sem átakanlegast. Össur er að skrifa í langri hefð, og minnir mig alltaf dálítið á Sverri Kristjánsson og aðrar gengnar stílhetjur sósíalista - hann er að skrifa Þjóðviljann á netið. Hitt er annað mál að ég held Össuri skjátlist um Gísla Martein sem er framsækinn og málefnalegur stjórnmálamaður sem á eftir að ná langt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun
Auðvitað nær það engri átt að Gaukur Úlfarsson skuli þurfa að greiða átta hundruð þúsund krónur fyrir að kalla Ómar R. Valdimarsson rasista á bloggi sínu. Og erfitt að ímynda sér að Hæstiréttur muni staðfesta svo miklar bætur til handa Ómari sem sjálfur hefur staðið fyrir ámóta málefnalegum málflutningi og sérlega leiðinlegri ertni í garð annars fólks, til dæmis femínista. Almennt orkar þessi deila á mann sem óvenju lítilsigld og inntakssnauð og tímasóun fyrir alla.Játning í kallkerfi Bloggurum hættir til gleyma því að þeir eru að skrifa fyrir alla sem geta lesið og skilið það sem þeir skrifa. Fólk gleymir því iðulega að bloggsíða er fjölmiðill. Og samt ekki alveg. Blogg er nokkurs konar samsláttur á opinberum vettvangi og einkavettvangi. Það er eins og eintal sálarinnar í hátalara. Það er eins og prívatboð í bás í Laugardalshöllinni. Það er eins og játning í kallkerfi... Við getum líka snúið þessu við og sagt að það sé eins og ræðuhöld yfir kettinum heima í eldhúsi eða viðtal í baðspeglinum. Hinn opinberi vettvangur verður að prívatvettvangi og öfugt: maðurinn er alltaf einn þegar hann situr við tölvuna, einn með puttunum sínum og orðunum sem velta fram í hausnum - bloggarinn er algerlega einn með sjálfum sér og sér aldrei orð sín í nýju samhengi, eins og til að mynda ég geri þegar ég sé pistlana birtast hér í Fréttablaðinu innan um önnur skrif annars fólks; á opinberum vettvangi sem ég stjórna ekki, og er ekki minn. Þó að utanaðkomandi fólk geti lesið blogg þá eru kringumstæðurnar einkalegar. Manneskjan skrifar sínar hugrenningar á sínu svæði, eigin síðu sem eins og herbergi sem bloggarinn hefur sjálfur innréttað og finnst hann ráða yfir. Bloggarinn er að bjóða inn til sín, bjóða fólki að deila áhugamálum og skoðunum - og tilfinningum. Manni finnst stundum þegar maður skoðar blogg og athugasemdir sem fólk skilur eftir, að þó að aðkomufólki sé velkomið að skoða séu pistlarnir fyrst og fremst innlegg í tilteknu samfélagi. Það hvarflar ekki að manni að skilja sjálfur eftir athugasemd, þá er eins og maður sé staðinn að verki.Snertingarlaus nánd Þetta er í rauninni eins og samfellt kaffiboð - svipað því sem tíðkaðist í gamla daga þegar fólk fór í kvöldkaffi hvert til annars og spjallaði og upplifði samveru - og nánd. Nú eru kaffiboðin haldin á netinu, og almenningur getur kíkt á þau - ekki í þau heldur á þau eins og hverjir aðrir gláparar. Maður sér á bloggsíðunum ákveðna tegund af nánd. Stundum er sagt að netið dragi fram það versta í fólki: en það dregur líka fram jákvæða eiginleika; það eru ekki bara þraskallar heldur líka broskallar. Fólk sýnir hvert öðru hlýju og stuðning, deilir erfiðum stundum með hinum „bloggvinunum" sem bregðast við með því að stappa stálinu í viðkomandi; þetta er þannig lokað samfélag sem jafnframt er til sýnis fyrir alla. Fólk raðar brosköllum upp til að gefa til kynna bros, hlátur eða ýmis svipbrigði - gallinn er náttúrlega sá að broskallinn er ekkert hlýlegur. Þetta eru ekki raunveruleg bros. Þetta er ekki raunveruleg snerting. En samt sem áður einhvers konar snerting. Mikið af bloggi er þannig eins og boð þar sem fólk skiptist á að tala og leggja orð í belg á hvert öðru í athugasemdakerfinu í notalegri eftirlíkingu af samveru. Bloggsennurnar eru andstæða þessa: þar situr fólk í sínu byrgi og þjónar sinni lund með því að ausa svívirðingum yfir fjarstadda einstaklinga; þetta er ígildi rifrildis en án þess að fólk sjái þann sem það rífst við. Það er eins og fólk sé statt í limbói - ekki í raunveruleikanum, og ekki á opinberum vettvangi, og því er rifrildið meira stundað út úr almennum leiðindum en raunverulegum skapofsa. Hin umdeilda bloggfærsla Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein var hins vegar svolítið annar handleggur. Þar er einn stjórnmálamaður að skrifa um annan stjórnmálamann í kjölfarið á miklum sviptingum. Össur skrifar myndríkan stíl og vissulega nokkuð blóðugan, en samt er það fráleitt að lesa það bókstaflega þegar Össur leitast við að útmála meintar ófarir Gísla Marteins í pólitíkinni sem átakanlegast. Össur er að skrifa í langri hefð, og minnir mig alltaf dálítið á Sverri Kristjánsson og aðrar gengnar stílhetjur sósíalista - hann er að skrifa Þjóðviljann á netið. Hitt er annað mál að ég held Össuri skjátlist um Gísla Martein sem er framsækinn og málefnalegur stjórnmálamaður sem á eftir að ná langt.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun