Þröstur lagður í einelti vegna Eddu-verðlaunanna 6. nóvember 2008 05:15 Ólafur Darri og Jóhann Sigurðarson ætla að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Þröstur Leó fái ekki Edduna. Þröstur Leó segir það eingöngu formsatriði að mæta og taka við verðlaununum. Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson eru tilnefndir í sama flokki fyrir leik sinn í Brúðgumanum. Ólafur og Jóhann hafa bundist tryggðarböndum um að koma í veg fyrir að Þröstur fái verðlaunin. Brúðguminn hlaut fjórtán tilnefningar til Eddu-verðlaunannna. Og hefur eiginlega tryggt sér ein. Því bestu karlleikararnir í aukahlutverkum leika allir í kvikmyndinni. En þrátt fyrir að hafa dvalist langtímum saman í sumarsólinni á Flatey er grunnt á því góða og Þröstur Leó Gunnarsson virðist hafa orðið undir í baráttunni. „Þetta gæti verið mjög skemmtilegt. Og það er sko engin skömm að því að tapa fyrir Jóhanni," segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. „Jóhann er langstærsti leikarinn af okkur," bætir hann við. Hann telur það hins vegar útilokað að Eddan fari til Þrastar Leó. „Það væri náttúrlega alveg fráleitt. Í myndinni eru kannski eitt eða tvö atriði með mér og Þresti sem eru ágæt. Annars hef ég aldrei verið hrifinn af Þresti sem leikara," segir Ólafur sem telur að hann eigi ekki þessi verðlaun skilið. Í sama streng tekur Jóhann Sigurðarson. Segir að Ólafur yrði vel að þessum verðlaunum kominn. „Ég gæti alveg sætt mig við það. En ef Þröstur vinnur þetta þá er bara alveg eins hægt að hætta þessu. Alla vega hætti ég ef Þröstur stendur uppi sem sigurvegari," segir Jóhann. Þröstur lét ummæli þeirra félaga ekki slá sig út af laginu þegar Fréttablaðið bar þau undir hann. Sagðist bara vera heppinn að hafa lent í flokk með tveimur svona miðlungsleikurum. „Þeir Ólafur og Jóhann hafa eitthvað misskilið þetta hugtak „stórleikari". Það er sko ekki þyngdin sem þar ræður för heldur eitthvað allt annað," segir Þröstur sem er alveg pollrólegur yfir því að félagar hans skuli reyna að bregða fyrir hann fæti. „Það er í raun bara formsatriði að vinna þetta. Ég er reyndar að sýna þetta kvöld og skora því bara á þá kumpána að mæta og taka við verðlaununum fyrir mína hönd. Þeir geta þá flutt stutta ræðu um mitt ágæti sem leikari." Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson eru tilnefndir í sama flokki fyrir leik sinn í Brúðgumanum. Ólafur og Jóhann hafa bundist tryggðarböndum um að koma í veg fyrir að Þröstur fái verðlaunin. Brúðguminn hlaut fjórtán tilnefningar til Eddu-verðlaunannna. Og hefur eiginlega tryggt sér ein. Því bestu karlleikararnir í aukahlutverkum leika allir í kvikmyndinni. En þrátt fyrir að hafa dvalist langtímum saman í sumarsólinni á Flatey er grunnt á því góða og Þröstur Leó Gunnarsson virðist hafa orðið undir í baráttunni. „Þetta gæti verið mjög skemmtilegt. Og það er sko engin skömm að því að tapa fyrir Jóhanni," segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. „Jóhann er langstærsti leikarinn af okkur," bætir hann við. Hann telur það hins vegar útilokað að Eddan fari til Þrastar Leó. „Það væri náttúrlega alveg fráleitt. Í myndinni eru kannski eitt eða tvö atriði með mér og Þresti sem eru ágæt. Annars hef ég aldrei verið hrifinn af Þresti sem leikara," segir Ólafur sem telur að hann eigi ekki þessi verðlaun skilið. Í sama streng tekur Jóhann Sigurðarson. Segir að Ólafur yrði vel að þessum verðlaunum kominn. „Ég gæti alveg sætt mig við það. En ef Þröstur vinnur þetta þá er bara alveg eins hægt að hætta þessu. Alla vega hætti ég ef Þröstur stendur uppi sem sigurvegari," segir Jóhann. Þröstur lét ummæli þeirra félaga ekki slá sig út af laginu þegar Fréttablaðið bar þau undir hann. Sagðist bara vera heppinn að hafa lent í flokk með tveimur svona miðlungsleikurum. „Þeir Ólafur og Jóhann hafa eitthvað misskilið þetta hugtak „stórleikari". Það er sko ekki þyngdin sem þar ræður för heldur eitthvað allt annað," segir Þröstur sem er alveg pollrólegur yfir því að félagar hans skuli reyna að bregða fyrir hann fæti. „Það er í raun bara formsatriði að vinna þetta. Ég er reyndar að sýna þetta kvöld og skora því bara á þá kumpána að mæta og taka við verðlaununum fyrir mína hönd. Þeir geta þá flutt stutta ræðu um mitt ágæti sem leikari."
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira