Ný ofurhetjumynd um þrumuguðinn Þór, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu, verður frumsýnd 16. júlí 2010. Í stað leikstjórans Matthews Vaughn hefur Bretinn Kenneth Branagh verið ráðinn. Branagh hefur gert myndir á borð við Much Ado About Nothing, Frankenstein og Hamlet.
Samningar hafa jafnframt náðst um að fyrirtækið Paramount dreifi næstu myndum Marvel Studios, þar á meðal Þór, Captain America, Avengers og IronMan 2. Kemur sú síðastnefnda út í maí 2010.

