Hjálp! Björn Ingi Hrafnsson skrifar 23. nóvember 2008 06:00 Hefðbundin meðul hagfræðinnar eru ekki líkleg til að mega sín mikils gagnvart þeirri vá sem stendur nú fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Eigi að takast að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu frá fjöldagjaldþroti, atvinnuleysi og óðaverðbólgu þarf til samstillt og risastórt átak sem á sér engan sinn líka í Íslandssögunni. Afskrifa þarf stóran hluta skulda heimila og fyrirtækja, lengja önnur lán, milda innheimtuaðgerðir, afnema gjaldþrotalögin tímabundið og breyta skuldum í hlutafé þar sem það á við. Grípa þarf til skuldbreytingar aldarinnar, eigi þjóðinni að takast að komast í gegnum þetta. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á dögunum, var spáð tíu prósenta atvinnuleysi. Margt bendir til þess að það geti orðið enn meira. Spáð var 50 prósenta raunlækkun á fasteignaverði á næstu árum. Líklegt er að sú lækkun sé þegar komin fram og landsmenn sitji nú margir í verðlausum eignum þar sem áhvílandi lán eru langt umfram markaðsvirði og fátt annað blasir við en helfrosinn markaður næstu mánuði og jafnvel misseri. Þetta er einhvern veginn svona: Samfara hækkandi húsnæðislánum landsmanna vegna verðbólgu og gengis krónunnar, með hækkandi vöruverði og launalækkunum og atvinnuleysi, er með gildum rökum hægt að finna út að stærstur hluti íslensku þjóðarinnar geti tæknilega talist gjaldþrota áður en langt um líður. Kannski er sú staða nú þegar komin upp og þjóðin situr uppi með svimandi há húsnæðislán á verðlitlum eignum, sem þar að auki seljast ekki. Það er augljóst að stjórnvöld hljóta að bregðast við. Þau beinlínis verða að gera það. Hið fyrsta sem þessi ríkistjórn ætti að gera, vilji hún eiga sér einhvern grundvöll til framtíðar, er að kalla nú þegar til færustu sérfræðinga þjóðarinnar ásamt teymi útlendra sérfræðinga, til að móta sameiginlega aðgerðaáætlun og hrinda henni síðan þegar í framkvæmd. Hér duga engar smáskammtalækningar eða plástrar á svöðusár. Verkefnið er svo brýnt að réttast væri að finna liði þessu sæmilegt næði og aðstöðu og loka það svo inni þar til niðurstaða er fengin. Gegnir sérfræðingar og samtök hafa þegar stigið fram og gefið góð ráð. Nú er tími til þess að sýna djörfung og þor við óvenjulegar aðstæður. Kannski kemur svona tækifæri aldrei aftur. Út frá jafnræðisreglu má ekki mismuna einstaklingum í þessum efnum, láta hið sama yfir alla ganga. Hvort sem það eru bankamenn, verkafólk, opinberir starfsmenn eða iðnaðarmenn; allir verða að eygja þá von að þeir fái risið undir sanngjörnum skuldbindingum til lengri framtíðar, en þrjóti ekki örendi og gefist upp á að standa í skilum, eins og gerðist í óðaverðbólgunni þar sem viðhorfið var: greidd skuld er glatað fé. Nú þegar neyðarlán og áætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum liggur fyrir og fleiri þjóðir rétta fram hjálparhönd, er mikilvægt að vel verði spilað úr þessum fjármunum. Framtíð okkar allra veltur á því að vel takist til. Ef við viljum ekki missa heilu kynslóðirnar úr landi og meinum eitthvað með því að skapa hér lífvænleg skilyrði fyrir fólkið í landinu og börnin okkar, er ekki annað að gera en hætta aðeins að rífast og benda hvert á annað, en spila þess í stað djarft. Og byrja strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Hefðbundin meðul hagfræðinnar eru ekki líkleg til að mega sín mikils gagnvart þeirri vá sem stendur nú fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Eigi að takast að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu frá fjöldagjaldþroti, atvinnuleysi og óðaverðbólgu þarf til samstillt og risastórt átak sem á sér engan sinn líka í Íslandssögunni. Afskrifa þarf stóran hluta skulda heimila og fyrirtækja, lengja önnur lán, milda innheimtuaðgerðir, afnema gjaldþrotalögin tímabundið og breyta skuldum í hlutafé þar sem það á við. Grípa þarf til skuldbreytingar aldarinnar, eigi þjóðinni að takast að komast í gegnum þetta. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á dögunum, var spáð tíu prósenta atvinnuleysi. Margt bendir til þess að það geti orðið enn meira. Spáð var 50 prósenta raunlækkun á fasteignaverði á næstu árum. Líklegt er að sú lækkun sé þegar komin fram og landsmenn sitji nú margir í verðlausum eignum þar sem áhvílandi lán eru langt umfram markaðsvirði og fátt annað blasir við en helfrosinn markaður næstu mánuði og jafnvel misseri. Þetta er einhvern veginn svona: Samfara hækkandi húsnæðislánum landsmanna vegna verðbólgu og gengis krónunnar, með hækkandi vöruverði og launalækkunum og atvinnuleysi, er með gildum rökum hægt að finna út að stærstur hluti íslensku þjóðarinnar geti tæknilega talist gjaldþrota áður en langt um líður. Kannski er sú staða nú þegar komin upp og þjóðin situr uppi með svimandi há húsnæðislán á verðlitlum eignum, sem þar að auki seljast ekki. Það er augljóst að stjórnvöld hljóta að bregðast við. Þau beinlínis verða að gera það. Hið fyrsta sem þessi ríkistjórn ætti að gera, vilji hún eiga sér einhvern grundvöll til framtíðar, er að kalla nú þegar til færustu sérfræðinga þjóðarinnar ásamt teymi útlendra sérfræðinga, til að móta sameiginlega aðgerðaáætlun og hrinda henni síðan þegar í framkvæmd. Hér duga engar smáskammtalækningar eða plástrar á svöðusár. Verkefnið er svo brýnt að réttast væri að finna liði þessu sæmilegt næði og aðstöðu og loka það svo inni þar til niðurstaða er fengin. Gegnir sérfræðingar og samtök hafa þegar stigið fram og gefið góð ráð. Nú er tími til þess að sýna djörfung og þor við óvenjulegar aðstæður. Kannski kemur svona tækifæri aldrei aftur. Út frá jafnræðisreglu má ekki mismuna einstaklingum í þessum efnum, láta hið sama yfir alla ganga. Hvort sem það eru bankamenn, verkafólk, opinberir starfsmenn eða iðnaðarmenn; allir verða að eygja þá von að þeir fái risið undir sanngjörnum skuldbindingum til lengri framtíðar, en þrjóti ekki örendi og gefist upp á að standa í skilum, eins og gerðist í óðaverðbólgunni þar sem viðhorfið var: greidd skuld er glatað fé. Nú þegar neyðarlán og áætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum liggur fyrir og fleiri þjóðir rétta fram hjálparhönd, er mikilvægt að vel verði spilað úr þessum fjármunum. Framtíð okkar allra veltur á því að vel takist til. Ef við viljum ekki missa heilu kynslóðirnar úr landi og meinum eitthvað með því að skapa hér lífvænleg skilyrði fyrir fólkið í landinu og börnin okkar, er ekki annað að gera en hætta aðeins að rífast og benda hvert á annað, en spila þess í stað djarft. Og byrja strax.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun