Glataði sonurinn Einar Már Jónsson skrifar 7. maí 2008 07:00 Þegar samin eru yfirlitsrit yfir tungumál á einhverju ákveðnu svæði, sem geta verið meira eða minna skyld eða kannske óskyld með öllu, er hentugt að hafa þýðingar á sama textanum sem sýnishorn. Með því að rýna í þessar mismunandi gerðir textans geta lesendurnir fengið hugmyndir um það sem kann að vera sameiginlegt með tungumálunum og það sem er á hinn bóginn ólíkt og gert sér grein fyrir einföldustu atriðum í byggingu þeirra. Til þess að vísindalegrar nákvæmni sé gætt í einu og öllu er vitanlega rétt að velja texta sem þegar eru til vandaðar og viðurkenndar þýðingar af, og hafa málvísindamenn gjarnan notað í því skyni smásögu sem er svo þekkt og útbreidd að á meira verður varla kosið, sem sé dæmisöguna um glataða soninn, Lúkasarguðspjall 15,11-31, því sami biblíutextinn er til á öllum tungumálum og auðvelt að ganga að honum; einnig er hægt að treysta því að hann sé jafnan nákvæmur og þar birtist móðurmál manna klárt og kvitt. Í sínum einfaldleika er þessi texti ekki dæmi um mikil stílþrif og sýnir því kannske ekki hvaða möguleika hin ýmsu tungumál hafa upp á að bjóða í meðferð snillinga, en á móti kemur að hann leiðir í ljós sjálfan grundvöllinn, það daglega mál sem er bakhjarl alls annars. Nú hafa yfirlit yfir tungumál og samanburður á þeim verið nokkuð á dagskrá að undanförnu hér sunnan Ermarsunds vegna Evrópusamstarfsins sem eflist stöðugt og virðist halda áfram að gera það, ekki síst nú þegar þingmenn eru að læðupokast til að samþykkja þá „stjórnarskrá" sem almenningur í Frakklandi og Hollandi hafði áður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eru uppi háværar raddir um að hin fjölmörgu tungumál séu ein helstu auðæfi Evrópu og beri að ávaxta þau, og þá fyrst og fremst með aukinni þekkingu. Að vísu er stöðugt verið að skera niður málakennslu í skólum, því Evrópusamstarfið útheimtir líka mikla sparsemi, á sumum sviðum a.m.k., en á móti kemur fræðslustarfsemi málvísindamanna, sem kynna mönnum auðæfin. Í þessu samhengi er sennilega rétt að skoða lítið rit sem nefnist „Tungumál Evrópu" og kom út fyrir fáum árum hjá franska háskólaforlaginu P.U.F.; var það eftir Jacques nokkurn Allières, prófessor emeritus í málvísindum og einn af höfundum grundvallarritsins „Atlas linguarum Europae". Ég skal viðurkenna, að þegar ég fletti því fyrst beindi ég athyglinni einkum að hinum fágætari tungumálum Evrópu, svo sem basknesku og albönsku, en í leiðinni datt ég að sjálfsögðu niður á það sem skrifað var um íslensku, og reyndist það hið merkasta. Svo var að sjá að móðurmálið ástkæra og ylhýra væri mun eldra en ég hugði, því höfundur tekur fram að elstu rúnaristur á forn-íslensku séu frá annarri öld eftir Krists burð, en átta hundruð árum síðar hafi svo „skáldin" komið fram (orðið er þar tekið upp á íslensku). Síðar í bókinni upplýsir hann lesendur um að íslenskumælandi menn séu nú 150.000 að tölu, og olli það mér nokkrum heilabrotum í byrjun, en svo rifjaðist það upp fyrir mér að þegar ég kom einu sinni til Íslands í örstutta ferð sá ég fyrir tilviljun „Spaugstofuna" í sjónvarpinu. Þar var talað um íslenskukennslu fyrir útlendinga og sýnd ýmis dæmi um tjáningarvandamál í kjörbúð sem leiddu fram spurninguna: „væri ekki rétt að byrja á því að kenna Íslendingum íslensku?" Kannske er þetta alveg rétt og þá ekki vantalið að á skerinu séu varla meira en 150.000 manns sem kunni í raun og veru móðurmálið. Sumir myndu jafnvel telja það bjartsýni. Í öllum þessum ramma lærdómi sínum fylgir höfundur jafnan þeirri meginreglu sinni að nota upphafið á sögunni um glataða soninn sem dæmi um hin ýmsu tungumál, svo sem retórómönsku, sardnesku, sígaunamál og maltnesku, auk annarra þekktari. Og þar er sagan því einnig á íslensku. Mér er ekki alveg ljóst úr hvaða biblíuþýðingu hún er tekin, en kannske getur einhver sem er fróðari en ég bent mér á það. Ég leyfi mér því að taka hana upp úr fræðiritinu, og til að fylgja vísindareglum í einu og öllu skrifa ég hana upp stafrétt (skal þetta m.a. sagt prófarkalesendum til ábendingar): „Maður átti tvo sonar. Og þá yngri þeirra sagði við pabba sinn: „Tíminn er til kominn að ég ræð fyrir mér að ég hef peninga. Ég ætla að fara burt og sjá mörg lönd. Skiftu eign þinni og gefðu mér það sem kemur í min hlut!" - „Sonur minn, sagði pabbinn, ég geri eins ig þu viljir; þú ert vondur og verður sleginn!" Og á eftir opnaði hann skúffu og skifti eign sinni og gerði tve hluti úr henni." Hér á eftir gæti svo kannske komið „amen". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun
Þegar samin eru yfirlitsrit yfir tungumál á einhverju ákveðnu svæði, sem geta verið meira eða minna skyld eða kannske óskyld með öllu, er hentugt að hafa þýðingar á sama textanum sem sýnishorn. Með því að rýna í þessar mismunandi gerðir textans geta lesendurnir fengið hugmyndir um það sem kann að vera sameiginlegt með tungumálunum og það sem er á hinn bóginn ólíkt og gert sér grein fyrir einföldustu atriðum í byggingu þeirra. Til þess að vísindalegrar nákvæmni sé gætt í einu og öllu er vitanlega rétt að velja texta sem þegar eru til vandaðar og viðurkenndar þýðingar af, og hafa málvísindamenn gjarnan notað í því skyni smásögu sem er svo þekkt og útbreidd að á meira verður varla kosið, sem sé dæmisöguna um glataða soninn, Lúkasarguðspjall 15,11-31, því sami biblíutextinn er til á öllum tungumálum og auðvelt að ganga að honum; einnig er hægt að treysta því að hann sé jafnan nákvæmur og þar birtist móðurmál manna klárt og kvitt. Í sínum einfaldleika er þessi texti ekki dæmi um mikil stílþrif og sýnir því kannske ekki hvaða möguleika hin ýmsu tungumál hafa upp á að bjóða í meðferð snillinga, en á móti kemur að hann leiðir í ljós sjálfan grundvöllinn, það daglega mál sem er bakhjarl alls annars. Nú hafa yfirlit yfir tungumál og samanburður á þeim verið nokkuð á dagskrá að undanförnu hér sunnan Ermarsunds vegna Evrópusamstarfsins sem eflist stöðugt og virðist halda áfram að gera það, ekki síst nú þegar þingmenn eru að læðupokast til að samþykkja þá „stjórnarskrá" sem almenningur í Frakklandi og Hollandi hafði áður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eru uppi háværar raddir um að hin fjölmörgu tungumál séu ein helstu auðæfi Evrópu og beri að ávaxta þau, og þá fyrst og fremst með aukinni þekkingu. Að vísu er stöðugt verið að skera niður málakennslu í skólum, því Evrópusamstarfið útheimtir líka mikla sparsemi, á sumum sviðum a.m.k., en á móti kemur fræðslustarfsemi málvísindamanna, sem kynna mönnum auðæfin. Í þessu samhengi er sennilega rétt að skoða lítið rit sem nefnist „Tungumál Evrópu" og kom út fyrir fáum árum hjá franska háskólaforlaginu P.U.F.; var það eftir Jacques nokkurn Allières, prófessor emeritus í málvísindum og einn af höfundum grundvallarritsins „Atlas linguarum Europae". Ég skal viðurkenna, að þegar ég fletti því fyrst beindi ég athyglinni einkum að hinum fágætari tungumálum Evrópu, svo sem basknesku og albönsku, en í leiðinni datt ég að sjálfsögðu niður á það sem skrifað var um íslensku, og reyndist það hið merkasta. Svo var að sjá að móðurmálið ástkæra og ylhýra væri mun eldra en ég hugði, því höfundur tekur fram að elstu rúnaristur á forn-íslensku séu frá annarri öld eftir Krists burð, en átta hundruð árum síðar hafi svo „skáldin" komið fram (orðið er þar tekið upp á íslensku). Síðar í bókinni upplýsir hann lesendur um að íslenskumælandi menn séu nú 150.000 að tölu, og olli það mér nokkrum heilabrotum í byrjun, en svo rifjaðist það upp fyrir mér að þegar ég kom einu sinni til Íslands í örstutta ferð sá ég fyrir tilviljun „Spaugstofuna" í sjónvarpinu. Þar var talað um íslenskukennslu fyrir útlendinga og sýnd ýmis dæmi um tjáningarvandamál í kjörbúð sem leiddu fram spurninguna: „væri ekki rétt að byrja á því að kenna Íslendingum íslensku?" Kannske er þetta alveg rétt og þá ekki vantalið að á skerinu séu varla meira en 150.000 manns sem kunni í raun og veru móðurmálið. Sumir myndu jafnvel telja það bjartsýni. Í öllum þessum ramma lærdómi sínum fylgir höfundur jafnan þeirri meginreglu sinni að nota upphafið á sögunni um glataða soninn sem dæmi um hin ýmsu tungumál, svo sem retórómönsku, sardnesku, sígaunamál og maltnesku, auk annarra þekktari. Og þar er sagan því einnig á íslensku. Mér er ekki alveg ljóst úr hvaða biblíuþýðingu hún er tekin, en kannske getur einhver sem er fróðari en ég bent mér á það. Ég leyfi mér því að taka hana upp úr fræðiritinu, og til að fylgja vísindareglum í einu og öllu skrifa ég hana upp stafrétt (skal þetta m.a. sagt prófarkalesendum til ábendingar): „Maður átti tvo sonar. Og þá yngri þeirra sagði við pabba sinn: „Tíminn er til kominn að ég ræð fyrir mér að ég hef peninga. Ég ætla að fara burt og sjá mörg lönd. Skiftu eign þinni og gefðu mér það sem kemur í min hlut!" - „Sonur minn, sagði pabbinn, ég geri eins ig þu viljir; þú ert vondur og verður sleginn!" Og á eftir opnaði hann skúffu og skifti eign sinni og gerði tve hluti úr henni." Hér á eftir gæti svo kannske komið „amen".
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun