Viðskipti innlent

Færeyjabanki hækkar mest í Kauphöllinni

Janus Pedersen, forstjóri Færeyjabanka.
Janus Pedersen, forstjóri Færeyjabanka.
Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 3,48 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði Össur um 1,12 prósent. Bakkavör lækkaði á móti um 1,191 prósent. Þetta eru einu hreyfingarnar á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag. Viðskipti á markaðnum eru átta talsins upp á 23,8 milljónir króna. Viðskiptin skiptast nokkuð jafnt á félögin þrjú. Úrvalsvísitalan stendur næsta óbreytt frá í gær, hefur hækkað um 0,03 prósent, og stendur í 653 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×