Körfubolti

Páll Axel skoraði 37 í sigri Grindavíkur

Páll Axel er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,6 stig að meðaltali
Páll Axel er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,6 stig að meðaltali Mynd/Vilhelm

Grindavík hefur fullt hús stiga á toppi Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir leiki kvöldsins.

Fimmta umferðin hófst í kvöld með þremur leikjum. Grindvíkingar burstuðu Þórsara á heimavelli 108-97 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik.

Páll Axel Vilbergsson átti enn einn stórleikinn hjá Grindavík með 37 stig og 8 fráköst, Páll Kristinsson skoraði 17 stig og Þorleifur Ólafsson og Brenton Birmingham skruðu 12 stig hvor.

Cedrik Isom skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Þór og Guðmundur Jónsson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst.

Tindastóll vann sigur á Njarðvík á útivelli 84-75. Benjamin Luber skoraði 26 stig fyrir Stólana og Darrell Flake skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst. Magnús Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Logi Gunnarsson 17.

Loks valtaði Stjarnan yfir Skallagrím á heimavelli 82-45 þar sem Stjörnumenn kláruðu leikinn í fyrri hálfleik þar sem þeir höfðu 51-22 forystu. Fannar Helgason skoraði 15 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Kjartanson 11, en Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði 13 stig fyrir Skallana og Sveinn Davíðsson 12.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×