Lífið

Sigmund sendir kveðju í lit

Myndin eftir Sigmund sem Hallur Hallsson birti á vefsíðu sinni ber þess glögg merki að Sigmund hefur engu gleymt.
Myndin eftir Sigmund sem Hallur Hallsson birti á vefsíðu sinni ber þess glögg merki að Sigmund hefur engu gleymt.

Sigmund Jóhannsson hefur gert sína hinstu kveðju til gamla vinnustaðarins. Og hún er í lit.

„Myndin segir meira en mörg orð,“ segir Sigmund í samtali við Fréttablaðið. Listamaðurinn er ekkert sérstaklega mikið gefinn fyrir spjall á opinberum vettvangi en gaf sér þó smá tíma til að skýra tildrög myndarinnar. „Ég var bara að myndskreyta texta Halls Hallssonar sem sagði um hreinsanir á Morgunblaðinu að jafnvel Sigmund hefði verið settur í gálgann,“ útskýrir Sigmund en hans hefur verið sárt saknað af lesendum Morgunblaðsins síðan hann lét af störfum.

Sigmund segir það vissulega gremjulegt að vera ekki við störf á þessum tíma. Þetta sé hálfgert góðæri fyrir skopmyndir. „Það er eiginlega fáránlegt að missa af því. En stundum eru hlutirnir svona. Stundum eru þeir meira að segja svo eldfimir að maður má eiginleg ekkert gera.

Ég gat oft verið „nastý“ og þegar svo er komið að menn eru búnir að fá norskan hernaðarsérfræðing til að segja sér hverju þeir geti logið að fólki þá er bara best að halda sig heima.“ Sigmund segist hafa hent pennanum eftir uppsögnina frá Morgunblaðinu og hann geri því lítið af því að teikna. „Þegar maður er búinn að vera að moka skurði í 44 ár með skóflu og fær tækifæri til að gera eitthvað annað þá hendir maður skóflunni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.