Loksins Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 6. júní 2008 03:30 Væntanlega tók þjóðin undir með Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara í Baugsmálinu, í gær þegar hann sagði það að minnsta kosti nokkurt ánægjuefni að málinu sé lokið með úrskurði hæstaréttar í gær. Óháð niðurstöðum nú, hefur málið í sex ár klofið þjóðina, þar sem dregið hefur verið í dilka eftir því „í hvaða liði" fólk stóð; með Baugi eða Davíð. Baugsmálinu, sem hefur verið eitt af helstu þjóðfélagsmálum undanfarinna ára og snúist upp í harðvítugar pólitískar deilur, er loksins lokið og allir geta varpað öndinni léttar. Fá dæmi eru um að einstök dómsmál, eins og þetta mál, hafi fengið jafnmikinn tíma í umræðum á Alþingi. Fyrir utan almenna umræðu á kaffistofum og í fermingarboðum. Nánast allir hafa haft einhverja skoðun á málinu og einstaklingum því tengdu. Nú þegar niðurstaða liggur fyrir, og Davíð er opinberlega hættur í pólitík, virka þær deilur allar hálfhjákátlegar. Eftir sex ára ferli var Baugsmálið orðið að málinu endalausa sem fólk vildi bara losna við. Deilur um bókhaldsfiff er ekki nándar eins spennandi og hálfsagðar sögur um ástir og örlög á skemmtibát eða um leynifundi á hótelherbergi í London, þar sem ýmist voru tveir eða þrír til frásagnar. Það sem eftir stendur er að Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger voru allir fundnir sekir af einhverjum ákærulið. Jón Ásgeir í einum ákærulið af sautján, Tryggvi í fimm liðum af níu og Jón Gerald í einum. Það er alvarlegt þegar að forsvarsmenn fyrirtækja á opinberum markaði gerast sekir um bókhaldsbrot og jafnvel að draga að sér fé. Það er einnig alvarlegt að hæstiréttur kemst að þeirri efnislegu niðurstöðu að Baugur hafi veitt óheimil lán til hluthafa. Hins vegar sé ekki hægt að vísa þeim ákæruliðum aftur til héraðsdóms til úrskurðar, þar sem þær sakargiftir væru fyrndar. Það er, það sem forsvarsmenn Baugs gerðu var rangt, en tvö lán voru veitt meira en tveim árum áður en lögreglurannsókn hófst. Ekki var svo spurt út í þriðja lánið fyrr en tveimur árum eftir að lögreglurannsókn hófst og var þá það brot einnig fyrnt. Enda segir hæstiréttur að meginreglu um hraða meðferð sakamáls hafi ekki verið fylgt sem skyldi. Sérstaklega í þeim töfum er urðu frá því lögreglurannsókn hófst þar til ákæra var gefin út. Að lokum ber að athuga að hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ríkissjóður skuli greiða tæpar 44 milljónir í málsvarnarlaun verjenda, á meðan sakborningar skuli greiða rétt rúman fimmtung þeirrar upphæðar í málsvarnarlaun verjenda. Það ber með sér að hæstiréttur telji að ákæruvaldið hafi farið fram úr sér við útgáfu ákæra. Enginn þeirra sem tengist Baugsmálinu nú á síðustu stigum þess getur því verið ánægður nú þegar því er lokið. Það er bara almenningur sem gleðst. Að minnsta kosti þar til fregnir berast af framgangi málsins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og framhaldssögunni um skattamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Væntanlega tók þjóðin undir með Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara í Baugsmálinu, í gær þegar hann sagði það að minnsta kosti nokkurt ánægjuefni að málinu sé lokið með úrskurði hæstaréttar í gær. Óháð niðurstöðum nú, hefur málið í sex ár klofið þjóðina, þar sem dregið hefur verið í dilka eftir því „í hvaða liði" fólk stóð; með Baugi eða Davíð. Baugsmálinu, sem hefur verið eitt af helstu þjóðfélagsmálum undanfarinna ára og snúist upp í harðvítugar pólitískar deilur, er loksins lokið og allir geta varpað öndinni léttar. Fá dæmi eru um að einstök dómsmál, eins og þetta mál, hafi fengið jafnmikinn tíma í umræðum á Alþingi. Fyrir utan almenna umræðu á kaffistofum og í fermingarboðum. Nánast allir hafa haft einhverja skoðun á málinu og einstaklingum því tengdu. Nú þegar niðurstaða liggur fyrir, og Davíð er opinberlega hættur í pólitík, virka þær deilur allar hálfhjákátlegar. Eftir sex ára ferli var Baugsmálið orðið að málinu endalausa sem fólk vildi bara losna við. Deilur um bókhaldsfiff er ekki nándar eins spennandi og hálfsagðar sögur um ástir og örlög á skemmtibát eða um leynifundi á hótelherbergi í London, þar sem ýmist voru tveir eða þrír til frásagnar. Það sem eftir stendur er að Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger voru allir fundnir sekir af einhverjum ákærulið. Jón Ásgeir í einum ákærulið af sautján, Tryggvi í fimm liðum af níu og Jón Gerald í einum. Það er alvarlegt þegar að forsvarsmenn fyrirtækja á opinberum markaði gerast sekir um bókhaldsbrot og jafnvel að draga að sér fé. Það er einnig alvarlegt að hæstiréttur kemst að þeirri efnislegu niðurstöðu að Baugur hafi veitt óheimil lán til hluthafa. Hins vegar sé ekki hægt að vísa þeim ákæruliðum aftur til héraðsdóms til úrskurðar, þar sem þær sakargiftir væru fyrndar. Það er, það sem forsvarsmenn Baugs gerðu var rangt, en tvö lán voru veitt meira en tveim árum áður en lögreglurannsókn hófst. Ekki var svo spurt út í þriðja lánið fyrr en tveimur árum eftir að lögreglurannsókn hófst og var þá það brot einnig fyrnt. Enda segir hæstiréttur að meginreglu um hraða meðferð sakamáls hafi ekki verið fylgt sem skyldi. Sérstaklega í þeim töfum er urðu frá því lögreglurannsókn hófst þar til ákæra var gefin út. Að lokum ber að athuga að hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ríkissjóður skuli greiða tæpar 44 milljónir í málsvarnarlaun verjenda, á meðan sakborningar skuli greiða rétt rúman fimmtung þeirrar upphæðar í málsvarnarlaun verjenda. Það ber með sér að hæstiréttur telji að ákæruvaldið hafi farið fram úr sér við útgáfu ákæra. Enginn þeirra sem tengist Baugsmálinu nú á síðustu stigum þess getur því verið ánægður nú þegar því er lokið. Það er bara almenningur sem gleðst. Að minnsta kosti þar til fregnir berast af framgangi málsins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og framhaldssögunni um skattamál.