Lífið

Geiri á Goldfinger áfrýjar dómi í meiðyrðamáli

„Það var skrökvað upp á mig, það vita það allir sem lesa þetta," segir Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. Hann hefur áfrýjað meiðyrðamáli sínu á hendur blaðamanni og ritstjóra Vikunnar.

Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, og Björk Eiðsdóttir blaðamaður voru í byrjun apríl sýknaðar í héraðsdómi af meiðyrðamálinu, sem Geiri höfðaði gegn þeim fyrir umfjöllun blaðsins um nektardansstaði.

Ágreiningurinn stendur um hvort þær stöllur séu ábyrgar fyrir ummælum sem höfð eru eftir viðmælenda þeirra,  Lovísu Sigmundsdóttur, fyrrverandi nektardansmeyjar. Upprunalega stefndi Ásgeir þeim öllum þremur, en féll síðar frá kröfugerð á hendur Lovísu á þeim forsendum að rangt hefði verið eftir henni.

„Hann gerir bara það sem hann vill," segir Elín, sem hefur ekki miklar áhyggjur af málinu. „Mér finnst afar ólíklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur."

Tengdar fréttir

Dómurinn hefði verið slæm tíðindi fyrir tjáningafrelsið

„Ég er mjög ánægð með niðurstöðu dómsins enda hefði verið erfitt fyrir blaðamenn að vinna vinnu sína ef við hefðum verið fundnar sekar í þessu máli og það hefði verið slæm tíðindi fyrir tjáningarfrelsi í landinu," segir Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar. Hún og Björk Eiðsdóttir blaðamaður Vikunnar voru í dag sýknaðar af meiðyrðamáli sem Ásgeir Davíðsson eigandi Goldfinger höfðaði gegn þeim, fyrir umfjöllun blaðsins um nektardansstaði.

Sýknaðar af bótakröfu Geira á Goldfinger

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Björk Eiðsdóttur og Elínu Arnar, blaðamann og ritstjóra Vikunnar, af skaðabótakröfu Ásgeirs Þórs Davíðssonar, betur þekkts sem Geira á Goldfinger, vegna umfjöllunar blaðsins um nektardans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.