Nagli Benedikts til Svíþjóðar 18. júlí 2008 06:00 Stuttmyndin Naglinn hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama. Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein