Viðskipti erlent

Olíuverðið komið undir 38 dollara á tunnuna

Olíuverð hefur haldið áfram að lækka í dag og er nú komið undir 38 dollara á tunnuna á markaðinum í New York.

Fjárfestir hafa greinilega ekki trú á því að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, geti haldið verðinu upp með niðurskurði á framleiðslu sinni.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í júlí árið 2004 að verðið fyrir hráolíu á bandaríska markaðinum fer niður fyrir 38 dollara á tunnuna. Sumir sérfræðingar telja að verðið geti farið allt niður í 25 dollara á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×