Blóðgjöf í gangi Þorvaldur Gylfason skrifar 13. nóvember 2008 06:00 Ekki bólar enn á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á umsókn Íslands um neyðarlán úr sjóðnum. Drátturinn á sér vísast eðlilegar skýringar, en fálmkenndar og ósamkvæmar útleggingar yfirvalda á honum vekja hugboð um einhverja fyrirstöðu, sem þau virðast ekki treysta sér til að skýra frá. Við bætist, að Seðlabanki Íslands rauf trúnað, þegar hann kunngerði hluta samkomulagsins við sjóðinn úr samhengi við önnur fyrirhuguð úrræði. Það getur þó varla verið frágangssök af hálfu sjóðsins. Það vitnar um getuleysi og stappar nærri ögrun, að ríkisstjórnin skuli bjóða sjóðnum, öðrum hugsanlegum lánveitendum og þjóðinni upp á óbreytta seðlabankastjórn eftir allt sem á undan er gengið. Hans hátign flýgur@Megin-Ol Idag 8,3p :Nú kann einhver að spyrja: Getur verið, að sjóðurinn bíði þess, að ríkisstjórnin víki bankastjórn Seðlabankans frá? Svarið er nei. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skiptir sér ekki af innanlandsmálum. Með samanbitnar varir samdi sjóðurinn jafnvel við rummunginn Móbútu, forseta Kongó, sem hét þá Saír, og það oftar en einu sinni án þess að láta í ljós skoðun sína á forsetanum og verkum hans. Vinur minn einn og starfsbróðir í sjóðnum fór á sínum tíma margar samningaferðir til Kongó.Samningarnir fóru fram í höfuðborginni Kinshasa, en Móbútu kallaði samninganefndirnar til fundar við sig í höll í afskekktum hluta þessa víðáttumikla lands, sem er á stærð við Vestur-Evrópu. Þangað til hallarinnar hafði hann flogið frönskum stúlknakór og kampavíni til að skemmta gestum sínum. Að loknum fundi lagði Móbútu aðra risaþotu ríkisflugfélagsins undir fundarmenn til að flytja þá aftur til Kinshasa. Þetta var tvílyft Boeingþota, 747. Farþegarnir um borð voru kannski tíu eða tólf. Eftir flugtak laumaðist forsetinn upp á loft. Litlu síðar barst hróðug og sigurviss rödd hans úr hátalarakerfi vélarinnar: „Hans hátign flýgur." Sem sagt: þeir eru ýmsu vanir, hagfræðingar sjóðsins. Vogur eða d‘Angleterre?@Megin-Ol Idag 8,3p :Ríkisstjórnin heldur áfram að vanrækja upplýsingaskyldu sína. Stjórnin hefur ekki enn greint frá því, hvenær aðstoð gjaldeyrissjóðsins við Ísland í aðdraganda kreppunnar nú bar fyrst á góma. Þetta skiptir máli, þar eð tímabær aðstoð sjóðsins strax í vor eða sumar kynni að hafa dugað til að endurskipuleggja bankana og forða þeim frá hruni, enda lágu þá fyrir skriflegar tillögur um færar leiðir að því marki. Frá því var skýrt nýlega í brezkum blöðum, að Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands, hafi ráðlagt Geir Haarde forsætisráðherra strax í apríl að leita til sjóðsins. Um sama leyti var lögð fram skýrsla tveggja brezkra prófessora um viðsjárverða stöðu bankanna. Henni var stungið undir stól. Næst leitaði ríkisstjórnin ásjár í seðlabönkum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, en frændur okkar virðast einnig hafa bent á sjóðinn og heitið Íslendingum fulltingi í tengslum við samkomulag við hann. Enda er skilyrðunum, sem fylgja gjaldeyrisláni úr sjóðnum, ætlað að tryggja, að lántakandinn geti á tilskildum tíma staðið skil á skuldinni. Þessu næst leitaði ríkisstjórnin til Evrópska seðlabankans og síðan til Seðlabanka Bandaríkjanna, en fékk þar að því er virðist sömu svör og annars staðar. Hér er trúlega að finna skýringuna á því, hvers vegna Seðlabanki Bandaríkjanna gerði um mitt sumar gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar án þess að hafa Ísland með. Sá, sem neitar að leggjast inn á Vog, fær ekki leyfi fjölskyldunnar til að leigja sér herbergi á Hotel d'Angleterre. Mestu afglöpinRíkisstjórnin kaus mánuðum saman að leita ekki til sjóðsins, þótt nánustu bandamenn okkar legðu að henni að gera það. Hún leitaði heldur til Rússa í óþökk allra hinna. Kannski hélt hún, að Rússar myndu veita Íslandi lán án skilyrða, sem allir aðrir töldu nauðsynleg. Svo virðist sem Rússar hafi einnig bent á sjóðinn. Þá fyrst braut ríkisstjórnin odd af oflæti sínu og samdi við sjóðinn, en allt of seint.Hefði stjórnin leitað í tæka tíð eftir aðstoð sjóðsins við endurskipulagningu bankanna og við myntbreytingu, helzt upptöku evrunnar í tengslum við skjóta inngöngu í ESB, líkt og Manuel Hinds, fyrrum fjármálaráðherra El Salvadors, lagði til í fyrra, og Ársæll Valfells lektor og Heiðar Már Guðjónsson framkvæmdastjóri hafa rifjað upp, gæti Ísland nú kannski verið betur statt. Oflæti ríkisstjórnarinnar leiddi af sér mestu afglöp lýðveldissögunnar. Ríkisstjórnin verður að víkja og veita forseta Íslands færi á að skipa utanþingsstjórn, sem þjóðin getur treyst. Svo kjósum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Ekki bólar enn á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á umsókn Íslands um neyðarlán úr sjóðnum. Drátturinn á sér vísast eðlilegar skýringar, en fálmkenndar og ósamkvæmar útleggingar yfirvalda á honum vekja hugboð um einhverja fyrirstöðu, sem þau virðast ekki treysta sér til að skýra frá. Við bætist, að Seðlabanki Íslands rauf trúnað, þegar hann kunngerði hluta samkomulagsins við sjóðinn úr samhengi við önnur fyrirhuguð úrræði. Það getur þó varla verið frágangssök af hálfu sjóðsins. Það vitnar um getuleysi og stappar nærri ögrun, að ríkisstjórnin skuli bjóða sjóðnum, öðrum hugsanlegum lánveitendum og þjóðinni upp á óbreytta seðlabankastjórn eftir allt sem á undan er gengið. Hans hátign flýgur@Megin-Ol Idag 8,3p :Nú kann einhver að spyrja: Getur verið, að sjóðurinn bíði þess, að ríkisstjórnin víki bankastjórn Seðlabankans frá? Svarið er nei. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skiptir sér ekki af innanlandsmálum. Með samanbitnar varir samdi sjóðurinn jafnvel við rummunginn Móbútu, forseta Kongó, sem hét þá Saír, og það oftar en einu sinni án þess að láta í ljós skoðun sína á forsetanum og verkum hans. Vinur minn einn og starfsbróðir í sjóðnum fór á sínum tíma margar samningaferðir til Kongó.Samningarnir fóru fram í höfuðborginni Kinshasa, en Móbútu kallaði samninganefndirnar til fundar við sig í höll í afskekktum hluta þessa víðáttumikla lands, sem er á stærð við Vestur-Evrópu. Þangað til hallarinnar hafði hann flogið frönskum stúlknakór og kampavíni til að skemmta gestum sínum. Að loknum fundi lagði Móbútu aðra risaþotu ríkisflugfélagsins undir fundarmenn til að flytja þá aftur til Kinshasa. Þetta var tvílyft Boeingþota, 747. Farþegarnir um borð voru kannski tíu eða tólf. Eftir flugtak laumaðist forsetinn upp á loft. Litlu síðar barst hróðug og sigurviss rödd hans úr hátalarakerfi vélarinnar: „Hans hátign flýgur." Sem sagt: þeir eru ýmsu vanir, hagfræðingar sjóðsins. Vogur eða d‘Angleterre?@Megin-Ol Idag 8,3p :Ríkisstjórnin heldur áfram að vanrækja upplýsingaskyldu sína. Stjórnin hefur ekki enn greint frá því, hvenær aðstoð gjaldeyrissjóðsins við Ísland í aðdraganda kreppunnar nú bar fyrst á góma. Þetta skiptir máli, þar eð tímabær aðstoð sjóðsins strax í vor eða sumar kynni að hafa dugað til að endurskipuleggja bankana og forða þeim frá hruni, enda lágu þá fyrir skriflegar tillögur um færar leiðir að því marki. Frá því var skýrt nýlega í brezkum blöðum, að Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands, hafi ráðlagt Geir Haarde forsætisráðherra strax í apríl að leita til sjóðsins. Um sama leyti var lögð fram skýrsla tveggja brezkra prófessora um viðsjárverða stöðu bankanna. Henni var stungið undir stól. Næst leitaði ríkisstjórnin ásjár í seðlabönkum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, en frændur okkar virðast einnig hafa bent á sjóðinn og heitið Íslendingum fulltingi í tengslum við samkomulag við hann. Enda er skilyrðunum, sem fylgja gjaldeyrisláni úr sjóðnum, ætlað að tryggja, að lántakandinn geti á tilskildum tíma staðið skil á skuldinni. Þessu næst leitaði ríkisstjórnin til Evrópska seðlabankans og síðan til Seðlabanka Bandaríkjanna, en fékk þar að því er virðist sömu svör og annars staðar. Hér er trúlega að finna skýringuna á því, hvers vegna Seðlabanki Bandaríkjanna gerði um mitt sumar gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar án þess að hafa Ísland með. Sá, sem neitar að leggjast inn á Vog, fær ekki leyfi fjölskyldunnar til að leigja sér herbergi á Hotel d'Angleterre. Mestu afglöpinRíkisstjórnin kaus mánuðum saman að leita ekki til sjóðsins, þótt nánustu bandamenn okkar legðu að henni að gera það. Hún leitaði heldur til Rússa í óþökk allra hinna. Kannski hélt hún, að Rússar myndu veita Íslandi lán án skilyrða, sem allir aðrir töldu nauðsynleg. Svo virðist sem Rússar hafi einnig bent á sjóðinn. Þá fyrst braut ríkisstjórnin odd af oflæti sínu og samdi við sjóðinn, en allt of seint.Hefði stjórnin leitað í tæka tíð eftir aðstoð sjóðsins við endurskipulagningu bankanna og við myntbreytingu, helzt upptöku evrunnar í tengslum við skjóta inngöngu í ESB, líkt og Manuel Hinds, fyrrum fjármálaráðherra El Salvadors, lagði til í fyrra, og Ársæll Valfells lektor og Heiðar Már Guðjónsson framkvæmdastjóri hafa rifjað upp, gæti Ísland nú kannski verið betur statt. Oflæti ríkisstjórnarinnar leiddi af sér mestu afglöp lýðveldissögunnar. Ríkisstjórnin verður að víkja og veita forseta Íslands færi á að skipa utanþingsstjórn, sem þjóðin getur treyst. Svo kjósum við.