Viðskipti innlent

Hagnaður Færeyjabanka eykst um 100%

Færeyjabanki hagnaðist um 48,8 milljónir danskra króna, jafnvirði eins milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22,2 milljónum króna og hefur hann því aukist um 119 prósent á milli ára. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 70 milljónum danskra króna, sem er 36 milljónum minna en í fyrra. Munar þar um tap í eignastýringu upp á 47 milljónir danskra króna á tímabilinu. Rekstrartekjur bankans námu 108 milljónum danskra króna á fjórðungnum samanborið við 88,3 milljónir í fyrra. Í uppgjöri bankans er gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður ársins verði á bilinu 265 til 285 milljónir danskra króna, sem er hundrað milljónum meira en reiknað var með í byrjun árs. Fjórðungsuppgjör Færeyjabanka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×