Hamstur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 8. október 2008 05:00 Ef ætlunin er að fá brjóstsviða, vöðvabólgu eða viðvarandi hárlos er upplagt um þessar mundir að æfa hamstur. Öll skilyrði eru enn hagstæð til að verða lunkinn í þeirri vanræktu íþróttagrein svo nú er um að gera að munda innkaupakörfuna rösklega. Ýmislegt getur komið sér vel í kreppunni. Til dæmis verður hægt að hrósa sigri yfir að luma enn á krukku af fetaosti daginn sem Mjólkursamsalan leggur upp laupana og allir aðrir verða búnir að gleyma þeirri munaðarvöru. Eða súpa hlakkandi á síðasta espressóinum á meðan hinir óforsjálu horfa hnípnir og kaffilausir í gaupnir sér. Í anda kreppu og fyrirhyggju gerði ég á sunnudag reyndar dálitla tilraun til forsjálni og lagði af stað til að kaupa bara ponsulítið í frystinn. Það var einmitt daginn áður en forsætisráðherra hræddi líftóruna úr okkur öllum með því að biðja guð í beinni útsendingu um að blessa íslensku þjóðina, svo enn var tiltölulega létt yfir mannskapnum. Engisprettufaraldurinn hafði þó auðsjáanlega verið skrefinu á undan mér því vörulager verslunarinnar var ekki svipur hjá sjón. Allt þetta praktíska búið og hvorki til slátur né hveiti. Því var ekki um annað að ræða til að friða hamstursþörfina en að kaupa fullkominn óþarfa á uppsprengdu verði. Búrhillur einhverra heimila svigna nú vonandi undan hagsýnum og næringarríkum vetrarforða á meðan vér hin óforsjálu nögum síðasta parmesanostinn. Ekki tókst betur til með að hamstra eldsneyti. Rétt fyrir hroðalega hækkun og skort á því hafði ég ekki fyrr laumast á bensínstöðina til að fylla tankinn en olíufélögin híuðu á mig með því að lækka verðið um heilan helling. Eftir sjö feit ár breyttist þjóðin á einni nóttu í risavaxinn jafnaðarmannaflokk sem fyrirlítur ekkert meir en stórgróða. Á meðan sumar veraldlegar eignir rýrna hefur almennur orðaforði þó blómstrað sem aldrei fyrr. Hvaða barn sem er getur nú rætt af nokkurri þekkingu um lánshæfismat, gjaldeyrisviðskipti og krosseignarhald. Skáldlegar myndlíkingar um ástandið eru á hvers manns vörum, einkum tengdar sjósókn og brunavörnum. Orð eru dýrari en brauð. Við sem ekki kunnum að hamstra efnisleg gæði getum að minnsta kosti birgt okkur upp af orðaforða til vetrarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Ef ætlunin er að fá brjóstsviða, vöðvabólgu eða viðvarandi hárlos er upplagt um þessar mundir að æfa hamstur. Öll skilyrði eru enn hagstæð til að verða lunkinn í þeirri vanræktu íþróttagrein svo nú er um að gera að munda innkaupakörfuna rösklega. Ýmislegt getur komið sér vel í kreppunni. Til dæmis verður hægt að hrósa sigri yfir að luma enn á krukku af fetaosti daginn sem Mjólkursamsalan leggur upp laupana og allir aðrir verða búnir að gleyma þeirri munaðarvöru. Eða súpa hlakkandi á síðasta espressóinum á meðan hinir óforsjálu horfa hnípnir og kaffilausir í gaupnir sér. Í anda kreppu og fyrirhyggju gerði ég á sunnudag reyndar dálitla tilraun til forsjálni og lagði af stað til að kaupa bara ponsulítið í frystinn. Það var einmitt daginn áður en forsætisráðherra hræddi líftóruna úr okkur öllum með því að biðja guð í beinni útsendingu um að blessa íslensku þjóðina, svo enn var tiltölulega létt yfir mannskapnum. Engisprettufaraldurinn hafði þó auðsjáanlega verið skrefinu á undan mér því vörulager verslunarinnar var ekki svipur hjá sjón. Allt þetta praktíska búið og hvorki til slátur né hveiti. Því var ekki um annað að ræða til að friða hamstursþörfina en að kaupa fullkominn óþarfa á uppsprengdu verði. Búrhillur einhverra heimila svigna nú vonandi undan hagsýnum og næringarríkum vetrarforða á meðan vér hin óforsjálu nögum síðasta parmesanostinn. Ekki tókst betur til með að hamstra eldsneyti. Rétt fyrir hroðalega hækkun og skort á því hafði ég ekki fyrr laumast á bensínstöðina til að fylla tankinn en olíufélögin híuðu á mig með því að lækka verðið um heilan helling. Eftir sjö feit ár breyttist þjóðin á einni nóttu í risavaxinn jafnaðarmannaflokk sem fyrirlítur ekkert meir en stórgróða. Á meðan sumar veraldlegar eignir rýrna hefur almennur orðaforði þó blómstrað sem aldrei fyrr. Hvaða barn sem er getur nú rætt af nokkurri þekkingu um lánshæfismat, gjaldeyrisviðskipti og krosseignarhald. Skáldlegar myndlíkingar um ástandið eru á hvers manns vörum, einkum tengdar sjósókn og brunavörnum. Orð eru dýrari en brauð. Við sem ekki kunnum að hamstra efnisleg gæði getum að minnsta kosti birgt okkur upp af orðaforða til vetrarins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun