Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMW varð 74/1000 fljótari en Lewis Hamilton á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna í Sjanghæ í Kína í nótt.
Robert Kubica á BMW var aðeins 89/1000 á eftir liðsfélaga sínum Heidfeld, en Heikki Kovalainen á McLaren, Jarno Trulli á Toyota og Nico Rosberg á Williams komu næstir.
Sól og blíða var á mótsstað og ljóst að hörð barátta verður um besta tíma því fyrstu sautján bílarnir voru á sömu sekúndu og það er einsdæmi á þessu ári. Ferrari menn voru í tólfta og þrettánda sæti á æfingunni.