Lífið

Brúðguminn tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

MYND/Frétt
Kvikmyndin Brúðguminn hefur hlotið tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Brúðguminn, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, naut gríðarlegra vinsælda í íslenskum kvikmyndahúsum, og sat í margar vikur efst á lista yfir mest sóttu myndirnar.

Alls eru fimm myndir tilnefndar, ein frá hverju Norðurlandi. Hinar eru "De unge år - Erik Nietzsche Part 1" frá Danmörku, "Tummien Perhosten Koti" (Heimili dökku fiðraldanna) frá Finnlandi, "Mannen som elsket Yngve" frá Noregi og "Du levande" frá Svíþjóð.

Meðlimur í dómnefnd fyrir hönd Íslands er rithöfundurinn Sjón og varamaður er Sif Gunnarsdóttir, kvikmyndagagnrýnandi. Þau segja í umsögn sinni

Sú mynd sem sigrar hlýtur verðlaun að upphæð 350 þúsund danskra króna, eða sem samsvarar um 5,6 milljónum íslenskra króna, sem skiptast á milli leikstjóra, handritshöfunda og framleiðanda.

Græna ljósið sýnir allar myndirnar fimm helgina 13. og 14. september í Háskólabíói og tekur þar með þátt í kvikmyndaviðburðum sem fara fram í

öllum höfuðborgum Norðurlandanna á næstu vikum. Almenningi í öllum löndunum gefst þar með í fyrsta skipti tækifæri til að sjá allar þær myndir sem hljóta tilnefningu í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.