Hvolpar pappírstígranna Einar Már Jónsson skrifar 11. júní 2008 06:00 Fyrir nokkru varð mér gengið inn í bókabúðina „Les cahiers de Colette" rétt hjá Pompidou listasafninu, þar sem ungleg og brosandi kona, Virginie Linhart að nafni, var komin til að árita nýútkomna bók sína, „Dagurinn þegar faðir minn þagnaði". Virginie Linhart mun starfa við að gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp, en þarna var hún í öðru hlutverki: hún er sem sé dóttir Roberts Linhart þess sem var leiðtogi franskra maóista kringum 1968, og bókin, sem er byggð á hennar eigin endurminningum og viðtölum við marga jafnaldra, fjallar um kynslóð hennar, um það hvernig var að vera barn þessara gömlu „byltingarmanna" eftir allt sem á undan var gengið. Til fulltingis með sér hafði Virginie Linhart skáldsagnahöfundinn Olivier Rolin, sem er m.a. frægur fyrir hina frábæru skáldsögu sína um maóismann í Frakklandi „Pappírstígrisdýr". Hún er byggð upp á þann hátt að sögumaðurinn, fyrrverandi maóisti eins og höfundur sjálfur, ekur um París að næturlagi ásamt ungri konu, dóttur látins félaga hans úr hreyfingunni, og rifjar upp í margvíslegum brotum sögu maóismans, dapurlega og hjákátlega í senn. Olivier Rolin hóf mál sitt á að vísa til þessarar sögu, og minnti á að sögumaðurinn fengi þar aldrei neitt svar, unga konan væri einungis þögull hlustandi, en í bók Virginie Linhart væri hins vegar að finna það svar sem hún, eða einhver önnur af hennar kynslóð, hefði getað gefið. Eftir þennan inngang settist hann og tók til við að lesa upp nokkra krassandi kafla úr bókinni en Virginie Linhart settist á gólfið fyrir framan hann með kvikmyndavél á öxlinni og kvikmyndaði allan lestur hans og orðræður, meðan börn hennar, ung og smá, léku sér í kring.Linhart þagnarSú saga sem Virginie Linhart sagði af foreldrum sínum var í rauninni mjög dapurleg. Árið 1968 var Robert Linhart leiðtogi helsta maóistaflokks stúdenta og talinn bera af flestum að gáfum og öðru atgerfi. Díalektíkin lék honum í höndum. En þegar óeirðirnar hófust, komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að þær væru „gildra" gaullista og sósíaldemókrata til að leiða alþýðuna afvega og brjóta niður baráttu hennar, og því lagði hann blátt bann við því að félagar úr flokknum skiptu sér nokkuð af atburðunum.Þessu var hlýtt um stund, og því var þáttur maóista í „maí 68" sáralítill, öfugt við það sem menn hafa oft haldið síðan. Þegar líða tók á mánuðinn áttuðu sumir þeirra sig á því að þarna höfðu þeir misst af stefnumóti við söguna og létu hendur standa fram úr ermum, en þá fór Robert Linhart yfir um á geðsmunum og hvarf alveg af sjónarsviðinu um stund. Hann náði sér aldrei fyllilega eftir það, þótt hann væri áfram sögulegur leiðtogi maóista, a.m.k. að nafninu til, og einn góðan veðurdag vorið 1981, þegar hreyfing maóista var löngu liðin undir lok, þagnaði hann með öllu og þagði í tuttugu og fjögur ár, eins og dóttir hans lýsir í bókinni.Hippadómur tekur viðVirginie Linhart, sem er fædd 1966, hefur sáralitlar endurminningar um þann tíma þegar foreldrar hennar voru öllum stundum á kafi í þrefi maóismans. Eini arfurinn af því er sá að hún hefur jafnan haft hinn mesta ímugust á stjórnmálum, einkum fjöldabaráttu, og hið sama gilti um marga sem hún talaði við. Bernskuminningar hennar hefjast nokkru síðar, þegar Mao var fallinn af stalli, foreldrar hennar skilin og hippadómur og kommúnulifnaður tekinn við af baráttunni.Í bókinni lýsir hún á lítríkan hátt hinu algera frelsi sem var nú ríkjandi á því sem varla var hægt að kalla „heimili" lengur: það var stöðugt rennirí af félögum móðurinnar sem sváfu nótt og nótt í ýmsum skotum, aldrei var tekið neins staðar til, ekki voru neinar fastar máltíðir, heldur hljóp hver og einn í ísskápinn þegar hann vildi, börnin voru látin sjá um sig sjálf, ekki voru neinar reglur og enginn fastur háttatími né fótaferðatími. „Menn héldu að börnin yxu af sjálfsdáðum eins og blóm í haga", segir Virginie Linhart. Þessi ruglingur fannst henni illur, en verst var þó að horfa upp á fullorðna fólkið striplast um í íbúðinni og verða vitni að mjög svo frjálsum ástum þess. Þetta máttu skólafélagarnir um fram allt ekki vita.Mörg þau sem hún talaði við af sinni eigin kynslóð höfðu svipaða sögu að segja, og afleiðingarnar voru á eina lund: nú fylgja þau ströngu siðgæði, hafa allt í röð og reglu á heimilunum og þola ekki hina minnstu óreiðu. Þeir sem hlýddu á lesturinn í bókabúðinni gátu séð smádæmi um þennan aga. Hversu mjög sem börn Virginie Linhart ólátuðust fram og aftur á gólfinu gættu þau þess vandlega að hlaupa aldrei fyrir myndavél móður sinnar, í öllum æsingnum skelltu þau sér jafnan niður á fjóra fætur þegar þau nálguðust hana og skriðu þannig undir ljósopið.Kannske eiga þau síðar eftir að skrifa bók um ógnir og skelfingar þessa stranga uppeldis. Þannig hringveltist heimsins rúta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Fyrir nokkru varð mér gengið inn í bókabúðina „Les cahiers de Colette" rétt hjá Pompidou listasafninu, þar sem ungleg og brosandi kona, Virginie Linhart að nafni, var komin til að árita nýútkomna bók sína, „Dagurinn þegar faðir minn þagnaði". Virginie Linhart mun starfa við að gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp, en þarna var hún í öðru hlutverki: hún er sem sé dóttir Roberts Linhart þess sem var leiðtogi franskra maóista kringum 1968, og bókin, sem er byggð á hennar eigin endurminningum og viðtölum við marga jafnaldra, fjallar um kynslóð hennar, um það hvernig var að vera barn þessara gömlu „byltingarmanna" eftir allt sem á undan var gengið. Til fulltingis með sér hafði Virginie Linhart skáldsagnahöfundinn Olivier Rolin, sem er m.a. frægur fyrir hina frábæru skáldsögu sína um maóismann í Frakklandi „Pappírstígrisdýr". Hún er byggð upp á þann hátt að sögumaðurinn, fyrrverandi maóisti eins og höfundur sjálfur, ekur um París að næturlagi ásamt ungri konu, dóttur látins félaga hans úr hreyfingunni, og rifjar upp í margvíslegum brotum sögu maóismans, dapurlega og hjákátlega í senn. Olivier Rolin hóf mál sitt á að vísa til þessarar sögu, og minnti á að sögumaðurinn fengi þar aldrei neitt svar, unga konan væri einungis þögull hlustandi, en í bók Virginie Linhart væri hins vegar að finna það svar sem hún, eða einhver önnur af hennar kynslóð, hefði getað gefið. Eftir þennan inngang settist hann og tók til við að lesa upp nokkra krassandi kafla úr bókinni en Virginie Linhart settist á gólfið fyrir framan hann með kvikmyndavél á öxlinni og kvikmyndaði allan lestur hans og orðræður, meðan börn hennar, ung og smá, léku sér í kring.Linhart þagnarSú saga sem Virginie Linhart sagði af foreldrum sínum var í rauninni mjög dapurleg. Árið 1968 var Robert Linhart leiðtogi helsta maóistaflokks stúdenta og talinn bera af flestum að gáfum og öðru atgerfi. Díalektíkin lék honum í höndum. En þegar óeirðirnar hófust, komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að þær væru „gildra" gaullista og sósíaldemókrata til að leiða alþýðuna afvega og brjóta niður baráttu hennar, og því lagði hann blátt bann við því að félagar úr flokknum skiptu sér nokkuð af atburðunum.Þessu var hlýtt um stund, og því var þáttur maóista í „maí 68" sáralítill, öfugt við það sem menn hafa oft haldið síðan. Þegar líða tók á mánuðinn áttuðu sumir þeirra sig á því að þarna höfðu þeir misst af stefnumóti við söguna og létu hendur standa fram úr ermum, en þá fór Robert Linhart yfir um á geðsmunum og hvarf alveg af sjónarsviðinu um stund. Hann náði sér aldrei fyllilega eftir það, þótt hann væri áfram sögulegur leiðtogi maóista, a.m.k. að nafninu til, og einn góðan veðurdag vorið 1981, þegar hreyfing maóista var löngu liðin undir lok, þagnaði hann með öllu og þagði í tuttugu og fjögur ár, eins og dóttir hans lýsir í bókinni.Hippadómur tekur viðVirginie Linhart, sem er fædd 1966, hefur sáralitlar endurminningar um þann tíma þegar foreldrar hennar voru öllum stundum á kafi í þrefi maóismans. Eini arfurinn af því er sá að hún hefur jafnan haft hinn mesta ímugust á stjórnmálum, einkum fjöldabaráttu, og hið sama gilti um marga sem hún talaði við. Bernskuminningar hennar hefjast nokkru síðar, þegar Mao var fallinn af stalli, foreldrar hennar skilin og hippadómur og kommúnulifnaður tekinn við af baráttunni.Í bókinni lýsir hún á lítríkan hátt hinu algera frelsi sem var nú ríkjandi á því sem varla var hægt að kalla „heimili" lengur: það var stöðugt rennirí af félögum móðurinnar sem sváfu nótt og nótt í ýmsum skotum, aldrei var tekið neins staðar til, ekki voru neinar fastar máltíðir, heldur hljóp hver og einn í ísskápinn þegar hann vildi, börnin voru látin sjá um sig sjálf, ekki voru neinar reglur og enginn fastur háttatími né fótaferðatími. „Menn héldu að börnin yxu af sjálfsdáðum eins og blóm í haga", segir Virginie Linhart. Þessi ruglingur fannst henni illur, en verst var þó að horfa upp á fullorðna fólkið striplast um í íbúðinni og verða vitni að mjög svo frjálsum ástum þess. Þetta máttu skólafélagarnir um fram allt ekki vita.Mörg þau sem hún talaði við af sinni eigin kynslóð höfðu svipaða sögu að segja, og afleiðingarnar voru á eina lund: nú fylgja þau ströngu siðgæði, hafa allt í röð og reglu á heimilunum og þola ekki hina minnstu óreiðu. Þeir sem hlýddu á lesturinn í bókabúðinni gátu séð smádæmi um þennan aga. Hversu mjög sem börn Virginie Linhart ólátuðust fram og aftur á gólfinu gættu þau þess vandlega að hlaupa aldrei fyrir myndavél móður sinnar, í öllum æsingnum skelltu þau sér jafnan niður á fjóra fætur þegar þau nálguðust hana og skriðu þannig undir ljósopið.Kannske eiga þau síðar eftir að skrifa bók um ógnir og skelfingar þessa stranga uppeldis. Þannig hringveltist heimsins rúta.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun