Menning

Arnaldur Indriðason hlaut Blóðdropann

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason hlaut Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir nýjustu bók sína Harðskafa. Verðlaunin voru afhent í bókabúð Eymundsson í dag. Harðskafi verður jafnframt framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, sem Arnaldur hefur tvisvar sinnum hlotið, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.

Í umsögn dómnefndar segir að sagan láti ekki sérlega mikið yfir sér við fyrstu sýn en dýpki við hverja stund sem lesið er. Örlagaþræðir óskyldra persóna spinnist saman og aðalpersónan finni í sögum annarra það sem hann leiti að í sínu eigin lífi. Það sem hann þráir gerir hann að framúrskarandi rannsóknarlögreglumanni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×