Bíó og sjónvarp

Berlínarmynd Slingstjóra

Íslandsvinurinn Uli M. Schueppel leikstýrði Slinginu og stýrir Berlin Song.
Íslandsvinurinn Uli M. Schueppel leikstýrði Slinginu og stýrir Berlin Song.

Heimildarmyndin Berlin Song er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF ásamt öðrum tónlistarmyndum í flokknum Hljóð í mynd. Myndin fjallar um sex tónlistarmenn og hvernig þeir upplifa Berlin.

Þýski leikstjórinn heitir Uli M. Schueppel og gerði meðal annars heimildarmyndina The Road to God Knows Where um Evróputúr Nicks Cave. Þá hefur hann unnið með Einstürzende Neubauten og síðast en ekki síst íslensku hljómsveitinni Singapore Sling. Uli leikstýrði myndbandi við lag Slingsins, „Godman", sem verður á plötunni Confusion then Death sem væntanleg er á næstu vikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×