Snillingurinn Sacha Baron Cohen, heilinn á bak við Borat og Ali G, vinnur nú að sinni nýjustu mynd. Þar verður samkynhneigða austurríska tískulöggan Bruno í aðalhlutverki. Sacha hefur sést á evrópskum tískusýningum að undanförnu, bæði í París og Mílanó. Honum gengur þó sífellt verr að plata fólk upp úr skónum og hefur þurft að hætta við nokkrar tökur þegar „fórnarlömbin" hafa þekkt hann. Ef allt gengur að óskum ætti myndin að verða frumsýnd í maí á næsta ári.
Gengur verr að plata
