Vildi að við færum til sjóðsins í sumar 17. október 2008 00:01 Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í byrjun þessarar viku. Í skýrslu sem unnin var síðasta vor og sumar fyrir Landsbankann segir prófessor við London School of Economics að stjórnvöld þyrftu að semja við sjóðinn um aðstoð áður en í óefni væri komið. Nordicphotos/AFP „Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira