Þögul flóðbylgja Auðunn Arnórsson skrifar 23. apríl 2008 06:00 Snarhækkað verð á ýmsum grunntegundum matvæla í heiminum, svo sem korni, maís, hrísgrjónum, baunum og kjöti, veldur því nú að hungurógnin vofir yfir hundruðum milljóna manna. Nærri sjötti hluti mannkyns, um milljarður manna, dregur fram lífið á innan við einum Bandaríkjadal á dag eða sem svarar um 75 krónum. Áhrif hækkaðs matvælaverðs kemur harðast niður á þessu fólki. Josette Sheeran, framkvæmdastjóri Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna, orðar það þannig að „þögul tsunami-flóðbylgja" sé að skella á heimsbyggðinni sem stefni í að fjölga því fólki um 100 milljónir sem að óbreyttu er ófært um að verða sér og sínum úti um nægilegan mat til að hungra ekki. „Þetta er hin nýja ásjóna hungursneyðar - þær milljónir manna sem voru ekki í þessum hópi hinna mest þurfandi fyrir hálfu ári en eru það núna," er haft eftir Sheeran í frétt á heimasíðu stofnunarinnar, sem í meðalári sér um 90 milljónum manna fyrir neyðarmatvælaaðstoð. Þessi þróun kallar að hennar sögn á „víðtæk viðbrögð af hálfu stjórnvalda í löndum heims sem miða hvort tveggja í senn að neyðaraðstoð og langtímalausnum." Þar sem uppnám ríkir á matvæla-heimsmarkaði fer félagsleg ólga vaxandi í mörgum fátækum löndum. Það getur haft þær afleiðingar að ríkisstjórnir setji nýjar hömlur á milliríkjaviðskipti með matvæli en það getur haft keðjuverkandi áhrif á hnattvædd viðskipti ríkja heims, ríkra sem fátækra. Það getur síðan haft hagvaxtarhemjandi áhrif sem aukið getur enn hættuna á heimskreppu sem koma myndi harðast niður á fátækari ríkjunum sem á síðustu árum hafa verið að byrja að njóta góðs af hagvaxtaraukandi þátttöku í hnattvæðingunni. Hvað er þá til ráða? Talsmenn Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem héldu ársfund sinn á dögunum, hafa sagt að mikilvægasta bráðaaðgerðin sem þessar aðstæður kalla á sé að framlög til Matvælahjálpar SÞ verði stóraukin tafarlaust, enda veldur matvælaverðshækkunin því að sjóðir stofnunarinnar þurrausast fljótt á sama tíma og fjöldi þeirra sem þurfa á neyðarastoð að halda stórfjölgar. Aðeins til að vera fær um að dreifa sambærilegu magni af mat í ár og í fyrra þyrfti stofnunin aukafjárveitingu upp á um 700 milljónir dala, um 52 milljarða króna. En bein matvælaaðstoð er aðeins neyðarúrræði, ekki langtímalausn. Mikilvægasti hvatinn til framleiðniaukningar í matvælaframleiðslu í þróunarlöndunum væri ef úr inngripum opinberra aðila í markaðinn drægi og fátækir bændur gætu selt meira af framleiðslu sinni á opnum markaði. Til þess þurfa ríku löndin að opna betur sína markaði fyrir afurðum frá þróunarlöndunum. Önnur augljós leið til framleiðniaukningar væri að nýta erfðatæknina, en víða er andstaða við það af pólitísk-siðferðilegum ástæðum. Ef mögulegt á að vera að auka matvælaframleiðslu án þess að leggja meira land undir hana er vandséð hvernig það verður gert án þess að nýta erfðabreytingatæknina. Offramleiðsla í skjóli margfaldra niðurgreiðslna í ríkari löndum heims olli því lengi að heimsmarkaðsverð á grunnmatvælum hélzt lágt. Sá tími er liðinn. Eins og The Economist bendir á í forystugrein standa vonir til að „með heppni og góðri stefnumótun muni nýtt jafnvægi finnast." Rétt eins og önnur ábyrg ríki heims ættu íslenzk stjórnvöld að reyna það sem í sínu valdi stendur til að stuðla að farsælli lendingu í þessu mikilvæga máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Snarhækkað verð á ýmsum grunntegundum matvæla í heiminum, svo sem korni, maís, hrísgrjónum, baunum og kjöti, veldur því nú að hungurógnin vofir yfir hundruðum milljóna manna. Nærri sjötti hluti mannkyns, um milljarður manna, dregur fram lífið á innan við einum Bandaríkjadal á dag eða sem svarar um 75 krónum. Áhrif hækkaðs matvælaverðs kemur harðast niður á þessu fólki. Josette Sheeran, framkvæmdastjóri Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna, orðar það þannig að „þögul tsunami-flóðbylgja" sé að skella á heimsbyggðinni sem stefni í að fjölga því fólki um 100 milljónir sem að óbreyttu er ófært um að verða sér og sínum úti um nægilegan mat til að hungra ekki. „Þetta er hin nýja ásjóna hungursneyðar - þær milljónir manna sem voru ekki í þessum hópi hinna mest þurfandi fyrir hálfu ári en eru það núna," er haft eftir Sheeran í frétt á heimasíðu stofnunarinnar, sem í meðalári sér um 90 milljónum manna fyrir neyðarmatvælaaðstoð. Þessi þróun kallar að hennar sögn á „víðtæk viðbrögð af hálfu stjórnvalda í löndum heims sem miða hvort tveggja í senn að neyðaraðstoð og langtímalausnum." Þar sem uppnám ríkir á matvæla-heimsmarkaði fer félagsleg ólga vaxandi í mörgum fátækum löndum. Það getur haft þær afleiðingar að ríkisstjórnir setji nýjar hömlur á milliríkjaviðskipti með matvæli en það getur haft keðjuverkandi áhrif á hnattvædd viðskipti ríkja heims, ríkra sem fátækra. Það getur síðan haft hagvaxtarhemjandi áhrif sem aukið getur enn hættuna á heimskreppu sem koma myndi harðast niður á fátækari ríkjunum sem á síðustu árum hafa verið að byrja að njóta góðs af hagvaxtaraukandi þátttöku í hnattvæðingunni. Hvað er þá til ráða? Talsmenn Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem héldu ársfund sinn á dögunum, hafa sagt að mikilvægasta bráðaaðgerðin sem þessar aðstæður kalla á sé að framlög til Matvælahjálpar SÞ verði stóraukin tafarlaust, enda veldur matvælaverðshækkunin því að sjóðir stofnunarinnar þurrausast fljótt á sama tíma og fjöldi þeirra sem þurfa á neyðarastoð að halda stórfjölgar. Aðeins til að vera fær um að dreifa sambærilegu magni af mat í ár og í fyrra þyrfti stofnunin aukafjárveitingu upp á um 700 milljónir dala, um 52 milljarða króna. En bein matvælaaðstoð er aðeins neyðarúrræði, ekki langtímalausn. Mikilvægasti hvatinn til framleiðniaukningar í matvælaframleiðslu í þróunarlöndunum væri ef úr inngripum opinberra aðila í markaðinn drægi og fátækir bændur gætu selt meira af framleiðslu sinni á opnum markaði. Til þess þurfa ríku löndin að opna betur sína markaði fyrir afurðum frá þróunarlöndunum. Önnur augljós leið til framleiðniaukningar væri að nýta erfðatæknina, en víða er andstaða við það af pólitísk-siðferðilegum ástæðum. Ef mögulegt á að vera að auka matvælaframleiðslu án þess að leggja meira land undir hana er vandséð hvernig það verður gert án þess að nýta erfðabreytingatæknina. Offramleiðsla í skjóli margfaldra niðurgreiðslna í ríkari löndum heims olli því lengi að heimsmarkaðsverð á grunnmatvælum hélzt lágt. Sá tími er liðinn. Eins og The Economist bendir á í forystugrein standa vonir til að „með heppni og góðri stefnumótun muni nýtt jafnvægi finnast." Rétt eins og önnur ábyrg ríki heims ættu íslenzk stjórnvöld að reyna það sem í sínu valdi stendur til að stuðla að farsælli lendingu í þessu mikilvæga máli.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun