Lífið

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnaður í dag

Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar jólamarkaðinn við Elliðvatn í Heiðmörk í dag. Þar er hægt að fá íslensk jólatré af öllum stærðum og gerðum og ýmis konar handverk.

Markaðurinn verður opinn allar helgar fram að jólum. Auk jólatrjáa verður boðið upp á ýmiss konar handunnar jólaskreytingar. Í tengslum við það verður opið verkstæði þar sem hægt er að föndra sitt eigið jólaskraut úr náttúruefni skógarins.

Í Gamla salnum verða hönnuðir og handverksfólk með vörur sínar á Markaðnum og að sjálfsögðu verður boðið upp á ilmandi nýbakaðar vöfflur og kakó.

Rjóðrið er trjálundur rétt við Elliðavatnsbæinn þar sem hægt er að setjast á bekki kringum logandi varðeld. Á hverjum markaðsdegi klukkan 12 er kveiktur eldur í Rjóðrinu og rithöfundur les úr nýútkominni bók sinni. Barnastundin er klukkan 14 og þá kemur barnabókahöfundur og les upp fyrir börnin og auk þess verður farið í náttúruleiki. Jólasveinarnir kíkja svo auðvitað í heimsókn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.