Viðskipti innlent

Eimskip fellur um fimmtíu prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 51 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1,5 krónum á hlut. Fjárfestingafélagið Grettir, sem er skrifað fyrir 33 prósenta hlut í félaginu, tengist þeim Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Félag þeirra, Samson, sem jafnframt er kjölfestufjárfestir Landsbankans, óskaði eftir greiðslustöðvun í gær. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu stóð í tæpum 43 krónum á hlut seint í október í fyrra en tók að síga verulega eftir það. Um áramótin stóð það í 34,9 krónum á hlut. Fallið á árinu nemur því tæpum 96 prósentum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×