Viðskipti innlent

Century Aluminum skellur til jarðar

Úr álverinu á Grundartanga.
Úr álverinu á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 7,65 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt mesta fallið. Á eftir fylgdi Teymi, sem féll um 3,5 prósent. Gengi Bakkavarar og Atorku féll sömuleiðis um rúm tvö prósent.

Þá lækkaði gengi bréfa í Össur um rúmt prósent en önnur félög lækkuðu minna.

Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði á sama tíma um 1,22 prósent og í Kaupþingi um 0,54 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26 prósent og stendur vísitalan í 4.296 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×