Refresco á sölulista Stoða í fjóra mánuði 17. desember 2008 00:01 Gluggað í reikningana. Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson glugga í reikninga Stoða á uppgjörsfundi. Drykkjarvöruframleiðandinn Refresco er meðal eigna félagsins sem ekki eru skráðar á markað. Markaðurinn/Anton „Hlutur Stoða í Refresco hefur verið í söluferli í fjóra mánuði, frá því áður en bankarnir hrundu,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, áður FL Group. Hann segir að samið hafi verið við fjárfestingarbankann Rothchild um að annast sölu á hlutnum. „Við vonumst til þess að samningar um sölu á 49 prósenta eignarhlut okkar í Refresco náist á næstunni.“ Þá sé ljóst að hrun íslensku bankanna og erfið staða Stoða hafi haft slæm áhrif á rekstur Refresco. „Því er brýnt að selja áður en skaðinn verður meiri,“ segir Júlíus. Hann bætir því við að kaupverðið á 49 prósenta hlut Stoða á sínum tíma hafi numið um 5,2 milljörðum króna, vorið 2006. Samkvæmt frétt Vísis nam kaupverðið 461 milljón evra, en þá voru skuldir teknar með og fleira. Hlutur Stoða er nú geymdur í félagi sem skráð er í Hollandi og heitir Ferskur Holding 2 B.V. Eigendur félagsins eru Stoðir, Vífilfell og Kaupþing. Félögin eiga saman 2.680.000 hluti í Refresco, eða um 80 prósent af heildinni. Vífilfell hefur ekki í hyggju að selja, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki hefur náðst í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Refresco námu eignir félagsins ríflega 611 milljónum evra. Þá námu skuldir félagsins ríflega 367 milljónum evra. Stærstur hluti skuldanna kom til vegna sambankaláns sem var tekið um það leyti sem FL Group keypti í félaginu. Það nam 260 milljónum evra og var tekið undir forystu FIH bankans, sem var í eigu Kaupþings. Stoðir eru enn í greiðslustöðvun og verða til 20. janúar. Félagið var stærsti eigandi Glitnis. Tilraunir félagsins til að selja Tryggingamiðstöðina (TM) fóru út um þúfur þegar veðhafinn, Landsbankinn, neitaði að ganga til samninga við Kaldbak. „Það kom okkur satt best að segja á óvart enda samþykkti stjórn Stoða einfaldlega hærra tilboðið af tveimur tilboðum sem höfðu borist,“ segir Júlíus. „Eftir sem áður er það vilji Stoða að selja TM, þetta er okkar stærsta eign og sala hennar myndi létta verulega á okkur,“ bætir hann við. „Vonandi gengur sala TM eftir sem fyrst í góðu samkomulagi við bankann.“ Stoðir eiga líka hlut í Landic Property, Royal Unibrew og Bayrock Group. Markaðir Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Hlutur Stoða í Refresco hefur verið í söluferli í fjóra mánuði, frá því áður en bankarnir hrundu,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, áður FL Group. Hann segir að samið hafi verið við fjárfestingarbankann Rothchild um að annast sölu á hlutnum. „Við vonumst til þess að samningar um sölu á 49 prósenta eignarhlut okkar í Refresco náist á næstunni.“ Þá sé ljóst að hrun íslensku bankanna og erfið staða Stoða hafi haft slæm áhrif á rekstur Refresco. „Því er brýnt að selja áður en skaðinn verður meiri,“ segir Júlíus. Hann bætir því við að kaupverðið á 49 prósenta hlut Stoða á sínum tíma hafi numið um 5,2 milljörðum króna, vorið 2006. Samkvæmt frétt Vísis nam kaupverðið 461 milljón evra, en þá voru skuldir teknar með og fleira. Hlutur Stoða er nú geymdur í félagi sem skráð er í Hollandi og heitir Ferskur Holding 2 B.V. Eigendur félagsins eru Stoðir, Vífilfell og Kaupþing. Félögin eiga saman 2.680.000 hluti í Refresco, eða um 80 prósent af heildinni. Vífilfell hefur ekki í hyggju að selja, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki hefur náðst í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Refresco námu eignir félagsins ríflega 611 milljónum evra. Þá námu skuldir félagsins ríflega 367 milljónum evra. Stærstur hluti skuldanna kom til vegna sambankaláns sem var tekið um það leyti sem FL Group keypti í félaginu. Það nam 260 milljónum evra og var tekið undir forystu FIH bankans, sem var í eigu Kaupþings. Stoðir eru enn í greiðslustöðvun og verða til 20. janúar. Félagið var stærsti eigandi Glitnis. Tilraunir félagsins til að selja Tryggingamiðstöðina (TM) fóru út um þúfur þegar veðhafinn, Landsbankinn, neitaði að ganga til samninga við Kaldbak. „Það kom okkur satt best að segja á óvart enda samþykkti stjórn Stoða einfaldlega hærra tilboðið af tveimur tilboðum sem höfðu borist,“ segir Júlíus. „Eftir sem áður er það vilji Stoða að selja TM, þetta er okkar stærsta eign og sala hennar myndi létta verulega á okkur,“ bætir hann við. „Vonandi gengur sala TM eftir sem fyrst í góðu samkomulagi við bankann.“ Stoðir eiga líka hlut í Landic Property, Royal Unibrew og Bayrock Group.
Markaðir Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira