Hvaða nauður? Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 22. ágúst 2008 06:00 Þegar ekki er nauðsynlegt að breyta, er nauðsynlegt að breyta ekki, sagði breskur íhaldsmaður fyrir nokkrum öldum. Umræðurnar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sæta furðu. Hvaða nauður knýr okkur þangað inn? Ég skil vel Frakka, Þjóðverja og Ítali, þegar þeir stofnuðu ásamt nokkrum minni þjóðum vísi að þessu sambandi með Rómarsáttmálanum 1957. Þessar þjóðir þráðu að hætta því borgarastríði, sem staðið hafði í Evrópu öldum saman með misjafnlega löngum hléum. Ég skil líka vel þjóðir Mið- og Austur-Evrópu, sem flýttu sér í Evrópusambandið, þegar þær losnuðu undan sósíalismanum. Þær hafa augastað á mörkuðum í Vestur-Evrópu og sækja í það skjól, sem sambandið veitir vonandi fyrir rússneska birninum, en nú rymur hátt í honum. Það var þó ekki Evrópusambandið, sem tryggði frið í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari, heldur Bandaríkjamenn með sína mörg hundruð þúsund hermenn í álfunni og öflugt vopnabúr heima fyrir. Enn á Evrópusambandið í erfiðleikum með að marka stefnu og framfylgja í öryggismálum. Smáþjóðir utan Evrópu, sem óttast rússneska björninn eða kínverska drekann, setja frekar traust sitt á Bandaríkin en Evrópusambandið. Er það af ótta við Evrópusambandið, sem Rússar hafa enn ekki árætt að hernema Georgíu alla eða Kínverjar að leggja undir sig Taívan? Samt sem áður eru stjórnmálarökin fyrir Evrópusambandinu skiljanleg, eins langt og þau ná. Engin sérstök viðskiptarök hníga hins vegar að Evrópusambandinu. Þjóðir heims græða vissulega allar á frjálsum viðskiptum og verkaskiptingu, eins og Adam Smith sýndi fram á. En þær geta stundað slík viðskipti án alþjóðastofnana eins og Evrópusambandsins. Við þurfum þess ekki með til að kaupa kaffi frá Brasilíu eða selja fisk til Japans. Það er líka áhyggjuefni, að Evrópusambandið hefur nokkra tilburði til að hlaða tollmúra í kringum Evrópu, þótt viðskipti innan múranna séu vissulega frjáls. Tollmúrarnir koma sér illa fyrir fátækar þjóðir í suðri, sem þurfa einmitt að selja Evrópubúum vöru og þjónustu til að geta brotist til bjargálna. Reynslan ein mun hins vegar skera úr um, hvort Evrópusambandið verði síðar meir lokað ríki eða opinn markaður. Engin nauður knýr Íslendinga, Norðmenn eða Svisslendinga inn í Evrópusambandið. Þetta eru þrjár ríkustu þjóðir Evrópu, sem yrðu að leggja miklu meira í sjóði sambandsins en þær fengju úr þeim. Þær hafa allar tryggt aðgang að Evrópumarkaði, Íslendingar og Norðmenn með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, Svisslendingar með tvíhliða samningi, sem er í raun jafngildur EES-samningnum. Engin þessara þjóða telur sig af öryggisástæðum þurfa að ganga í Evrópusambandið. Tvær aðrar ástæður eru til þess, að Íslendingar ættu að vera enn tregari til aðildar en Norðmenn og Svisslendingar. Við yrðum í fyrsta lagi að afsala okkur yfirráðum yfir Íslandsmiðum, þótt við fengjum eflaust fyrir náð að veiða einir hér fyrsta kastið. Og í öðru lagi yrði sjálf aðildin okkur dýrkeypt. Við yrðum að ráða fjölda fólks í vinnu við að sækja ráðstefnur og fundi og þýða ræður og skýrslur. Er hér ef til vill komin skýringin á hinum undarlega áhuga sumra á aðild að Evrópusambandinu? Sjá hinar talandi stéttir á Íslandi þar ný atvinnutækifæri? Fólkið, sem vill frekar sækja ráðstefnur um nýsköpun en skapa eitthvað nýtt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Þegar ekki er nauðsynlegt að breyta, er nauðsynlegt að breyta ekki, sagði breskur íhaldsmaður fyrir nokkrum öldum. Umræðurnar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sæta furðu. Hvaða nauður knýr okkur þangað inn? Ég skil vel Frakka, Þjóðverja og Ítali, þegar þeir stofnuðu ásamt nokkrum minni þjóðum vísi að þessu sambandi með Rómarsáttmálanum 1957. Þessar þjóðir þráðu að hætta því borgarastríði, sem staðið hafði í Evrópu öldum saman með misjafnlega löngum hléum. Ég skil líka vel þjóðir Mið- og Austur-Evrópu, sem flýttu sér í Evrópusambandið, þegar þær losnuðu undan sósíalismanum. Þær hafa augastað á mörkuðum í Vestur-Evrópu og sækja í það skjól, sem sambandið veitir vonandi fyrir rússneska birninum, en nú rymur hátt í honum. Það var þó ekki Evrópusambandið, sem tryggði frið í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari, heldur Bandaríkjamenn með sína mörg hundruð þúsund hermenn í álfunni og öflugt vopnabúr heima fyrir. Enn á Evrópusambandið í erfiðleikum með að marka stefnu og framfylgja í öryggismálum. Smáþjóðir utan Evrópu, sem óttast rússneska björninn eða kínverska drekann, setja frekar traust sitt á Bandaríkin en Evrópusambandið. Er það af ótta við Evrópusambandið, sem Rússar hafa enn ekki árætt að hernema Georgíu alla eða Kínverjar að leggja undir sig Taívan? Samt sem áður eru stjórnmálarökin fyrir Evrópusambandinu skiljanleg, eins langt og þau ná. Engin sérstök viðskiptarök hníga hins vegar að Evrópusambandinu. Þjóðir heims græða vissulega allar á frjálsum viðskiptum og verkaskiptingu, eins og Adam Smith sýndi fram á. En þær geta stundað slík viðskipti án alþjóðastofnana eins og Evrópusambandsins. Við þurfum þess ekki með til að kaupa kaffi frá Brasilíu eða selja fisk til Japans. Það er líka áhyggjuefni, að Evrópusambandið hefur nokkra tilburði til að hlaða tollmúra í kringum Evrópu, þótt viðskipti innan múranna séu vissulega frjáls. Tollmúrarnir koma sér illa fyrir fátækar þjóðir í suðri, sem þurfa einmitt að selja Evrópubúum vöru og þjónustu til að geta brotist til bjargálna. Reynslan ein mun hins vegar skera úr um, hvort Evrópusambandið verði síðar meir lokað ríki eða opinn markaður. Engin nauður knýr Íslendinga, Norðmenn eða Svisslendinga inn í Evrópusambandið. Þetta eru þrjár ríkustu þjóðir Evrópu, sem yrðu að leggja miklu meira í sjóði sambandsins en þær fengju úr þeim. Þær hafa allar tryggt aðgang að Evrópumarkaði, Íslendingar og Norðmenn með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, Svisslendingar með tvíhliða samningi, sem er í raun jafngildur EES-samningnum. Engin þessara þjóða telur sig af öryggisástæðum þurfa að ganga í Evrópusambandið. Tvær aðrar ástæður eru til þess, að Íslendingar ættu að vera enn tregari til aðildar en Norðmenn og Svisslendingar. Við yrðum í fyrsta lagi að afsala okkur yfirráðum yfir Íslandsmiðum, þótt við fengjum eflaust fyrir náð að veiða einir hér fyrsta kastið. Og í öðru lagi yrði sjálf aðildin okkur dýrkeypt. Við yrðum að ráða fjölda fólks í vinnu við að sækja ráðstefnur og fundi og þýða ræður og skýrslur. Er hér ef til vill komin skýringin á hinum undarlega áhuga sumra á aðild að Evrópusambandinu? Sjá hinar talandi stéttir á Íslandi þar ný atvinnutækifæri? Fólkið, sem vill frekar sækja ráðstefnur um nýsköpun en skapa eitthvað nýtt?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun