Áramótaheitin Dr. Gunni skrifar 3. janúar 2008 00:01 Nýtt ár og nýtt líf? Nei, ætli það. Bara sama gamla og góða, enda þarf maður ekkert að ,,taka sig í gegn" - þannig. Engin óraunhæf nýársheiti en ein áminning: Ekki hanga svona mikið í tölvunni og alls ekki hanga svona mikið yfir bloggi einhvers fólks úti í bæ. Það er ekkert á því að græða, þú veist það. Þegar að því óumflýjanlega kemur og sýning heimildarmyndarinnar ,,Þetta var líf þitt" hefst í deyjandi heilanum, vill maður helst ekki sjá eintómar svipmyndir af sjálfum sér glápandi á skjá, hvorki tölvu- né sjónvarpsskjá - sama hversu dagskráin er skemmtileg. Í lífinu vill maður vera þátttakandi, ekki bara áhorfandi. Maður vill svo sem ekki heldur að heimildarmyndin sé eintómt maður sjálfur upp í rúmi með bók í andlitinu, ekki hrjótandi í bælinu, ekki bölvandi í umferðarþvögu, svo kannski ætti maður að byrja að einbeita sér að hlutum sem maður vill láta rifja upp fyrir sér í andarslitrunum. Þú veist: maður sjálfur í sigurvímu hrópandi af fjallstindi, maður sjálfur komandi í mark í maraþonhlaupi, maður sjálfur siglandi á skútu inn í hitabeltissólarlag - þannig stöff. Það eru helst síma- og jeppafyrirtæki sem sjá sér hag í að auglýsa þann augljósa sannleika að maður eigi að lifa lífinu lifandi. Enn ein uppbyggileg auglýsing frá slíku fyrirtæki gæti því verið: Einbeittu þér að því sem þú vilt láta rifja upp fyrir þér í síðustu sýningunni. En það er ekki nóg að fróa sjálfum sér með hetju-upplifunum í sló-mó. Maður verður vitanlega að gera eitthvað fyrir náungann, láta gott af sér leiða. Aðeins þannig helst jafnvægið. Ég er of mikil gunga til að ganga til liðs við björgunarsveit og ég hef heldur ekki það heiðríka hjartalag að finnast það í lagi að ég sé truflaður í miðri máltíð til að þvælast upp á fjöll að leita að einhverjum bjánum sem geta ekki hlustað á veðurfréttirnar. Ein auðveldasta aðferð í heimi til að láta gott að sér leiða er að gefa blóð. Það er svo auðvelt að hver hugsandi þegn með vott af siðferðiskennd ætti að gera það. Og svo færðu meira að segja bakkelsi í kaupbæti og jólakort. Maður sjálfur liggjandi á bekk með blóðlegg úr arminum er meira en viðunandi myndskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór
Nýtt ár og nýtt líf? Nei, ætli það. Bara sama gamla og góða, enda þarf maður ekkert að ,,taka sig í gegn" - þannig. Engin óraunhæf nýársheiti en ein áminning: Ekki hanga svona mikið í tölvunni og alls ekki hanga svona mikið yfir bloggi einhvers fólks úti í bæ. Það er ekkert á því að græða, þú veist það. Þegar að því óumflýjanlega kemur og sýning heimildarmyndarinnar ,,Þetta var líf þitt" hefst í deyjandi heilanum, vill maður helst ekki sjá eintómar svipmyndir af sjálfum sér glápandi á skjá, hvorki tölvu- né sjónvarpsskjá - sama hversu dagskráin er skemmtileg. Í lífinu vill maður vera þátttakandi, ekki bara áhorfandi. Maður vill svo sem ekki heldur að heimildarmyndin sé eintómt maður sjálfur upp í rúmi með bók í andlitinu, ekki hrjótandi í bælinu, ekki bölvandi í umferðarþvögu, svo kannski ætti maður að byrja að einbeita sér að hlutum sem maður vill láta rifja upp fyrir sér í andarslitrunum. Þú veist: maður sjálfur í sigurvímu hrópandi af fjallstindi, maður sjálfur komandi í mark í maraþonhlaupi, maður sjálfur siglandi á skútu inn í hitabeltissólarlag - þannig stöff. Það eru helst síma- og jeppafyrirtæki sem sjá sér hag í að auglýsa þann augljósa sannleika að maður eigi að lifa lífinu lifandi. Enn ein uppbyggileg auglýsing frá slíku fyrirtæki gæti því verið: Einbeittu þér að því sem þú vilt láta rifja upp fyrir þér í síðustu sýningunni. En það er ekki nóg að fróa sjálfum sér með hetju-upplifunum í sló-mó. Maður verður vitanlega að gera eitthvað fyrir náungann, láta gott af sér leiða. Aðeins þannig helst jafnvægið. Ég er of mikil gunga til að ganga til liðs við björgunarsveit og ég hef heldur ekki það heiðríka hjartalag að finnast það í lagi að ég sé truflaður í miðri máltíð til að þvælast upp á fjöll að leita að einhverjum bjánum sem geta ekki hlustað á veðurfréttirnar. Ein auðveldasta aðferð í heimi til að láta gott að sér leiða er að gefa blóð. Það er svo auðvelt að hver hugsandi þegn með vott af siðferðiskennd ætti að gera það. Og svo færðu meira að segja bakkelsi í kaupbæti og jólakort. Maður sjálfur liggjandi á bekk með blóðlegg úr arminum er meira en viðunandi myndskeið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun