Björgvin Geisp Zzzigurðsson Bergsteinn Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2008 06:00 Í vor sá ég merkilega fréttaskýringu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Innslagið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé manninum miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir. Að sögn vísindamanna þurfa flestir 7,5 til átta tíma nætursvefn. Bandaríkjamenn sofa að meðaltali um 6,7 stundir á hverri nóttu, Ekki ólíklegt að svipað gildi um Íslendinga, enda útbreidd hugmynd á hinum Vesturlöndunum að til að koma sem flestu í verk þurfi að vaka sem mest. Rannsóknir leiddu hið gagnstæða í ljós. Minni svefn raskar heilastarfseminni svo um munar; dregur úr afköstum, veldur gloppóttu minni, skapsveiflum, sljóleika og sleni og skerðir dómgreindina. það er víst nóg að sofa lítið aðeins eina nótt, áhrifin gera vart við sig strax og versna eftir því sem vökunóttum fjölgar. Vísindamennirnir telja sig geta sýnt fram á orsakasamhengi milli tíðni bílslysa og svefnleysis. Þeir skrifa jafnvel nokkur þekktustu stórslys sögunnar á reikning Óla lokbrár. Olíuskipið Exxon Valdez hafi til dæmis steytt á skeri laust eftir miðnætti en sá sem var við stjórnvölinn hafði aðeins sofið í fjóra tíma nóttina áður; bæði kjarnabráðnunin í Tjernóbil í Rússlandi og geislalekinn í kjarnorkuverinu á Three Mile Island í Bandaríkjunum urðu á næturvakt og í báðum tilfellum komu mannleg mistök við sögu. Með öðrum orðum stóreykur skertur svefn líkurnar á að menn geri ofureinföld mistök sem á ögurstundu geta valdið miklum hörmungum. Þetta er ekki síst skuggalegt í ljósi þess að hinir svefndrukknu gera sér sjaldnast grein fyrir ástandi sínu, jafnvel þótt það blasi við öðrum, heldur telja sig þvert á móti færa í flestan sjó. Það sótti því að mér hrollur þegar ég las viðtal við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í tímaritinu Monitor. Þar var hann spurður hvort hann hefði sofið mikið undanfarinn mánuð, eftir að efnahagshamfarirnar riðu yfir landið: „Ekki mikið. Svona kannski 40% af því sem lágmarkið ætti að vera." Í þessu ástandi ætti Björgvin G. Sigurðsson auðvitað ekki að vera við stýrið á kassabíl, hvað þá þjóðarskútu. En reyndar má vera að ráðherra bankamála sé úthvíldur og sprækur þrátt fyrir allt. Hann svaf jú vel á verðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Í vor sá ég merkilega fréttaskýringu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Innslagið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé manninum miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir. Að sögn vísindamanna þurfa flestir 7,5 til átta tíma nætursvefn. Bandaríkjamenn sofa að meðaltali um 6,7 stundir á hverri nóttu, Ekki ólíklegt að svipað gildi um Íslendinga, enda útbreidd hugmynd á hinum Vesturlöndunum að til að koma sem flestu í verk þurfi að vaka sem mest. Rannsóknir leiddu hið gagnstæða í ljós. Minni svefn raskar heilastarfseminni svo um munar; dregur úr afköstum, veldur gloppóttu minni, skapsveiflum, sljóleika og sleni og skerðir dómgreindina. það er víst nóg að sofa lítið aðeins eina nótt, áhrifin gera vart við sig strax og versna eftir því sem vökunóttum fjölgar. Vísindamennirnir telja sig geta sýnt fram á orsakasamhengi milli tíðni bílslysa og svefnleysis. Þeir skrifa jafnvel nokkur þekktustu stórslys sögunnar á reikning Óla lokbrár. Olíuskipið Exxon Valdez hafi til dæmis steytt á skeri laust eftir miðnætti en sá sem var við stjórnvölinn hafði aðeins sofið í fjóra tíma nóttina áður; bæði kjarnabráðnunin í Tjernóbil í Rússlandi og geislalekinn í kjarnorkuverinu á Three Mile Island í Bandaríkjunum urðu á næturvakt og í báðum tilfellum komu mannleg mistök við sögu. Með öðrum orðum stóreykur skertur svefn líkurnar á að menn geri ofureinföld mistök sem á ögurstundu geta valdið miklum hörmungum. Þetta er ekki síst skuggalegt í ljósi þess að hinir svefndrukknu gera sér sjaldnast grein fyrir ástandi sínu, jafnvel þótt það blasi við öðrum, heldur telja sig þvert á móti færa í flestan sjó. Það sótti því að mér hrollur þegar ég las viðtal við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í tímaritinu Monitor. Þar var hann spurður hvort hann hefði sofið mikið undanfarinn mánuð, eftir að efnahagshamfarirnar riðu yfir landið: „Ekki mikið. Svona kannski 40% af því sem lágmarkið ætti að vera." Í þessu ástandi ætti Björgvin G. Sigurðsson auðvitað ekki að vera við stýrið á kassabíl, hvað þá þjóðarskútu. En reyndar má vera að ráðherra bankamála sé úthvíldur og sprækur þrátt fyrir allt. Hann svaf jú vel á verðinum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun