Verkfræðifyrirtækin Raftæknistofan, Línuhönnun og Verkfræðistofan Afl eru að sameinast. Sameiningin var tilkynnt á starfsmannafundi fyrr í morgun og má búast við tilkynningu frá fyrirtækjunum seinna í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Líklegt þykir að sameinuð fyrirtæki fá nýtt nafn. Ekki liggur fyrir hvað það mun verða.