Bíó og sjónvarp

Del Toro ráðinn til 2017

Del Toro, hér við gerð Hellboy tvö, mun líklega ekki hafa tíma fyrir Hellboy þrjú.
Del Toro, hér við gerð Hellboy tvö, mun líklega ekki hafa tíma fyrir Hellboy þrjú.
Guillermo del Toro hefur undirritað samning við Universal. Að Hobbitanum loknum, 2012, mun del Toro leikstýra fjórum myndum fyrir kvikmyndaverið, til ársins 2017. Allar myndirnar byggja á bókum, það eru Franken­stein, Dr. Jekyll and Mr. Hyde, Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut og væntanleg bók Dans Simmons, Drood.

Þá eru ekki meðtaldar allar þær myndir sem kappinn mun framleiða fyrir Universal, en þar má nefna Hater og Crimson Peak. Einnig bíða áhugasamir eftir upplýsingum um hvenær hann ætli sér að gera At the Mountains of Madness, eftir bók spámannsins H.P. Lovecraft.

Svo er spurning hvort hann nær að halda í rætur sínar og gefa út efni á spænsku eins og hann er þekktastur fyrir. - kbs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.